Lítið þarf til að sveifla gengi krónunnar upp og niður 11. september 2012 10:43 Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Mikil veiking á gengi krónunnar hefur komið mönnum á óvart einkum vegna þess að flæði ferðamannagjaldeyris til landsins hefur aldrei verið meira. En veikingin á sér eðlilegar skýringar. Sú helsta er að vegna hafta og strangra takmarkana á gjaldeyrisviðskiptum er markaðurinn svo grunnur að lítið þarf til að sveifla krónunni í sitthvora áttina. Enn eitt metið í fjölda ferðamanna var slegið í sumar og um leið styrktist gengi krónunnar myndarlega fram í miðjan ágústmánuð. Eftir það fór gengið að gefa verulega eftir þótt að ferðamannastraumurinn væri enn öflugur. Þannig má segja að fjöldi ferðamanna í september sé álíka og hann var í sumarmánuði fyrir tveimur árum síðan. Þann 10. ágúst s.l. kostaði evran ríflega 146 krónur. Í dag kostar hún tæplega 157 krónur sem er veiking um 6% á einum mánuði. Jón Bjarki Bentsson hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að á móti ferðamannagjaldeyrinum komi síðan þær greiðslur í gjaldeyri úr landinu sem leyfilegar eru. Í ágúst hafi farið saman um 1,5 milljarðar kr. í vaxtagreiðslur til erlendra fjárfesta úr stórum ríkisbréfaflokki og uppgreiðsla Reykjanesbæjar á síðasta erlenda láninu sínu upp á um 800 milljónir kr. Jón Bjarki segir að eflaust megi nefna fleiri slíkar greiðslur. Þá megi nefna að þeir sem þurfa að greiða af erlendum lánum sínum geta fengið gjaldeyri til slíks með töluverðum fyrirvara. Jón Bjarki bendir á að þar sem árstíðabundin uppsveifla á gengi krónunnar að sumri sé orðin staðreynd nýti menn sem þurfi að greiða af erlendum lánum sér það til að kaupa gjaldeyri þegar gengið er hvað sterkast og noti svo til að greiða af lánunum síðar. Á móti kemur að þessi kaup ættu að jafna út niðursveiflu krónunnar á komandi vetri.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur