Formaður Sjálfstæðisflokksins segir fjárlagafrumvarpið óraunhæft Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. september 2012 18:52 Fjárlagafrumvarpið er óraunhæft að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina horfa fram hjá útgjaldaliðum, líkt og slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs, til að fegra stöðuna. Þá sé enn og aftur verið að hækka skatta á atvinnulífið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að í nýju fjárlagafrumvarpi horfi ríkisstjórnin fram hjá útgjaldaliðum til að láta stöðu ríkissjóðs líta betur út. Þetta sé gert til þess að fegra stöðu ríkissjóðs en það muni koma í bakið á okkur. „Ég nefni stöðu Íbúðalánasjóðs sérstaklega," segir Bjarni. Þá segir Bjarni fjárlagafrumvarpið fela í sér skattahækkanir á fyrirtæki. Þar nefnir Bjarni gistináttagjaldið, bílaleigur og skatta á orkufyrirtækin. Bjarni segir fjárlagafrumvarpið vera óraunhæft. Það þurfi að fara að greiða niður skuldir og ótímabært sé að fara að tala fyrir auknum útgjöldum. Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef þeirra segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. 11. september 2012 17:13 Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. 11. september 2012 18:45 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Fjárlagafrumvarpið er óraunhæft að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segir ríkisstjórnina horfa fram hjá útgjaldaliðum, líkt og slæmri stöðu Íbúðalánasjóðs, til að fegra stöðuna. Þá sé enn og aftur verið að hækka skatta á atvinnulífið. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir að í nýju fjárlagafrumvarpi horfi ríkisstjórnin fram hjá útgjaldaliðum til að láta stöðu ríkissjóðs líta betur út. Þetta sé gert til þess að fegra stöðu ríkissjóðs en það muni koma í bakið á okkur. „Ég nefni stöðu Íbúðalánasjóðs sérstaklega," segir Bjarni. Þá segir Bjarni fjárlagafrumvarpið fela í sér skattahækkanir á fyrirtæki. Þar nefnir Bjarni gistináttagjaldið, bílaleigur og skatta á orkufyrirtækin. Bjarni segir fjárlagafrumvarpið vera óraunhæft. Það þurfi að fara að greiða niður skuldir og ótímabært sé að fara að tala fyrir auknum útgjöldum.
Tengdar fréttir Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20 Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00 SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef þeirra segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. 11. september 2012 17:13 Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. 11. september 2012 18:45 Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00 Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Ferðaskrifstofur um allan heim bíða upplýsinga frá Íslandi Ferðaskrifstofur um heiminn sem eiga viðskipti við Íslands bíða nú eftir upplýsingum úr fjárlögum ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Óskað hefur verið eftir því að beðið verið með hækkun virðisaukaskatts í ferðaþjónustunni en þær eru sagðar kollvarpa áætlunum fyrir næsta ár. 11. september 2012 12:20
Gistináttagjaldið verður hækkað Virðisaukaskattur á gistingu verður 25,5% í stað 7% frá og með 1. maí 2013, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var fjölmiðlum í dag. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra kynnti frumvarpið fyrir fjölmiðlamönnum klukkan ellefu í morgun. Áætlað er að þetta skili ríkissjóði 2,6 milljörðum króna í viðbótartekjur á næsta ári. 11. september 2012 16:00
SA segja ríkisstjórnina ögra fyrirtækjum og svíkja loforð Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2013 sem kynnt var í dag er ögrun við fyrirtækin í landinu og starfsfólk þeirra, segja Samtök atvinnulífsins. Á vef þeirra segir að ætlunin sé að hækka tryggingagjald þannig að fyrirtækin fá ekki að njóta lækkaðra útgjalda til atvinnuleysistrygginga eins og gert hafi verið ráð fyrir við gerð kjarasamninga vorið 2011. Þannig sé ráðist að forsendum kjarasamninga og möguleikum fyrirtækjanna að standa við þá án þess að hækka verðlag. Skýrt kom fram þegar samningarnir voru kynntir að gert var ráð fyrir að tryggingargjaldið yrði lækkað í takt við minnkandi atvinnuleysi. Við fyrstu sýn virðist sem lækkunin ætti að nema a.m.k. 0,5% 2013. 11. september 2012 17:13
Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni. 11. september 2012 18:45
Fjárlög kynnt á Alþingi í dag Fjárlagafrumvarp ársins 2013 verður lagt fram og kynnt á fyrsta degi haustþings í dag. 11. september 2012 06:00
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur