Stóri borinn á leið til Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2012 10:15 Borpallurinn Cosl Pioneer. Næstu mánuði borar hann dýpstu holu í sögu Færeyja. Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum. Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar. Borpallurinn lagði af stað frá Noregi í gærmorgun, siglandi fyrir eigin vélarafli, og er væntanlegur á borstaðinn á laugardag. Netmiðillinn oljan.fo segir að venjulega taki tvo til þrjá daga að gera borpall kláran á vettvangi og gerir ráð fyrir að borunin hefjist snemma í næstu viku. Áætlað er að hún taki 4-5 mánuði, eða um 130 daga. Þrjú félög standa að verkefninu; norska félagið Statoil með 50%, bandaríska félagið ExxonMobil með 49% og færeyska félagið Atlantic Petroleum með 1% hlut. Borsvæðið nefnist Brugdan 2 og er suðaustur af Færeyjum, um 30 kílómetra frá lögsögumörkunum við Bretlandseyjar. Þar er hafdýpi milli 400 og 500 metrar, en áformað er að bora 4.000-5.000 metra niður í jarðlögin undir botninum og komast undir hraunlög sem þar liggja djúpt. Jarðlögum þarna er talið svipa til þeirra sem vænta má á íslenska Drekasvæðinu og hefur sérfræðingur Olíustofnunar Noregs lýst því mati sínu að niðurstöðurnar sem fást í Færeyjum geti haft áhrif á framvindu olíuleitar við Ísland. Íslendingar hafa því, rétt eins og Færeyingar, ástæðu til að fylgjast með árangri olíuborsins næstu mánuði. Ekki aðeins gæti hann opnað dyrnar fyrir olíuleit í lögsögu Íslands heldur gæti olíufundur á færeyska landgrunninu jafnframt sogað til sín vinnuafl í stórum stíl frá nágrannaríkjum.
Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun