Fleiri fréttir Lífeyrissjóðirnir munu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. 11.6.2012 00:00 Gjaldeyrishöftin eru skjól Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. 10.6.2012 20:41 Íslandsbanki mun ekki sækja ríkið um skaðabætur Það stendur ekki til að Íslandsbanki sæki íslenska ríkið um skaðabætur vegna laga sem skylduðu bankann til að endurútreikna lán sem bankinn veitti og voru miðuð við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessari spurningu var velt upp eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm síðasta fimmtudag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lán frá Íslandsbanka sem voru miðuð við erlenda gjaldmiðla væru lögmæt. 10.6.2012 19:43 Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. 10.6.2012 18:45 Neyðarlán Spánar jákvæð fyrir Íslendinga Það að Spánn fái fjárhagsaðstoð er að vissu leyti jákvætt fyrir Íslendinga, segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Evrukrísan hefur slæm áhrif á Ísland, sem fyrst og fremst koma fram með því að hér verður veikari útflutningur, verri viðskipti, minni bein fjárfesting til landsins og þar af leiðandi verður erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin. 10.6.2012 18:05 Spurning hvort Íslandsbanki eignist skaðabótakröfu á ríkið Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudaginn var að ákveðin tegund lána sem miðuð eru við erlenda gjaldmiðla sé lögmæt. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, telur fordæmisgildi dómsins aðeins taka til lána frá Íslandsbanka. 10.6.2012 17:22 Skuldir lækkuðu vegna afskriftagleði lánardrottna Ástæðan fyrir því að skuldir heimila hafa lækkað er sú að bankar og lánardrottnar séu orðnir fúsari til að afskrifa skuldir. Þetta sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. 10.6.2012 11:30 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9.6.2012 18:59 Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. 9.6.2012 18:49 Skattar á tekjuháa hækkuðu um tæp 40% Það eina prósent fjölskyldna sem var með hæstar tekjur árið 2010 greiddi 138,3% hærri skatta af tekjum það ár en á góðærisárinu 2007. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tíundar. 9.6.2012 15:44 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9.6.2012 14:17 Tekjur landsmanna lækkað um 30% Tekjur landsmanna hafa lækkað um hátt í þriðjung á fimm árum en tekjurýrnunin er mismunandi eftir hópum. 9.6.2012 12:18 Tekjuháir bera meiri skatta Af álögðum tekju- og eignarskötttum eru 68,7 prósent lögð á 20 prósent fjölskyldna í landinu. Á undanförnum árum hefur hlutum 10 prósent fjölskyldna í heildarskattbyrði farið vaxandi en á árinu 2001 greiddu þessir framteljendur 61,8 prósent álagðra skatta. Þetta kemur fram í umfjöllun Páls Kolbeins, hagfræðings hjá embætti Ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar, tímarits embættisins. Þróunin frá 2009 hefur verið sú að færri greiða skatta en áður og flestir greiða minni skatta en tekjuhæstu fjölskyldurnar bera meiri skatta af minni tekjum nú en fyrir nokkrum árum. 9.6.2012 10:07 OR seinkar aftur gjalddögum Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við þýsk-írska bankann Depfa um breytingar á afborgunum 4,9 milljarða króna láns sem var á gjalddaga á árinu 2016. Samkvæmt samkomulaginu verður meginhluti afborgana á árunum 2023 til 2025 í staðinn. 9.6.2012 06:30 Enginn kaupréttur fyrir lykilstjórnendur Haga Stjórnarformaður Haga, Árni Hauksson, segir lykilstjórnendur Haga ekki fá kauprétt í hlutabréfum félagsins svo lengi sem hann er í stjórn. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 8.6.2012 15:34 Virði Regins 10,5 til 15,5 milljarðar við útboð Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 75% hlutafjár í fasteignafélaginu Reginn hf. í hlutafjárútboði sem fer fram dagana 18. og 19. júní 2012. Stefnt er að skráningu Regins á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphallar Íslands) í kjölfar útboðsins. Megin markmið Landsbankans með útboðinu er að Reginn uppfylli skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár og að almenningur jafnt og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. 8.6.2012 15:08 Steingrímur: Staðan betri hér en annarsstaðar Nýleg hagspá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer batnandi, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í grein sem birtist hér á Vísi fyrir stundu. Hann segir að horfur fyrir næsta ár séu ágætlega bjartar, sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. 8.6.2012 14:47 Spá óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum í júní. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (PSÍ) mun tilkynna vaxtaákvörðun miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Hagfræðideildin segir að miðað við þróun hagvísa frá síðustu vaxtaákvörðun séu óbreyttir vextir í samræmi við síðustu vaxtaákvarðanir og yfirlýsingar nefndarinnar. 8.6.2012 14:09 Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn "Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. 8.6.2012 13:05 27 útskrifast sem fjármálaráðgjafar Útskrifað var í gær úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa, en 27 starfsmenn útskrifuðust úr náminu. Þetta er í fyrsta sinn sem að starfsmenn í einstaklingsráðgjöf á fjármálamarkaði fá slíka vottun en námið hefur staðið í allan vetur. Námið spannar þætti fjármálamarkaðar og þjóðhagfræði auk lögfræði, siðfræði og þjálfunar í ráðgjafafærni, að því er segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja vegna þessa. 8.6.2012 11:40 Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8.6.2012 11:37 Íbúðalánasjóður hefur selt 390 íbúðir frá hruni Af þeim 2380 íbúðum sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín frá bankahruni hafa 390 verið seldar. Þar af eru 96 á höfuðborgarsvæðinu. Um 1990 íbúðir eru enn í eigu sjóðsins. Í 800 íbúðum búa einstaklingar eða fjölskyldur sem samið hafa við sjóðinn um áframhaldandi búsetu í leiguformi. Um 270 íbúðir eru enn á byggingarstigi og 830 íbúðir standa tómar af ýmsum ástæðum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að markmiðið sé að selja þessar eignir. 8.6.2012 09:24 Regluleg laun hækkuðu um 2% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 2,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi ársins en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 10,3% að meðaltali, hækkunin var 11,1% á almennum vinnumarkaði og 8,6% hjá opinberum starfsmönnum. 8.6.2012 09:09 Hagvöxtur mælist 2,4% á fyrstu mánuðum ársins Landsframleiðsla jókst um 2,4% að raungildi milli 4. ársfjórðungs í fyrra og 1. ársfjórðungs í ár. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,4%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. 8.6.2012 09:04 Býður vaxtagreiðsluþak á óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. 8.6.2012 08:13 Rekstur borgarinnar betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Rekstur A hluta Reykjavíkurborgar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.6.2012 07:28 Hefur endurreiknað öll húsnæðislán í erlendum myntum Íslandsbanki vill árétta vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán að bankinn hefur nú endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjaldmiðlum. 8.6.2012 06:44 Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7.6.2012 20:30 Neytendastofa aðhefst ekki vegna kvartana Icelandair Neytendastofa sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kvörtunar sem Icelandair sendi stofnuninni vegna auglýsinga WOW air. Þetta kemur fram í úrskurði sem kveðinn var upp á mánudag. Icelandair sendi tvær kvartanir til Neytendastofu í febrúar og apríl þar sem gerð var athugasemd við auglýsingar WOW air um sætabil í vélum WOW. Niðustaða Neytendastofa er að þegar litið er heildstætt á hinar umkvörtuðu auglýsingar fær Neytendastofa ekki séð að neytendum séu veittar villandi, rangar eða ófullnæjandi upplýsingar um sætabil í auglýsingum WOW air. 7.6.2012 17:06 Advania tvöfaldar stærð gagnavers - ætlar að byggja nýtt Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fengið vilyrði hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir tvöföldun á núverandi lóð fyrirtækisins við Helluhraun þar sem gagnaverið Advania Thor Data Center stendur. Eftir fyrirhugaða tvöföldun verður gagnaverið tæplega 6 þúsund fermetrar að stærð. Jafnframt hefur Advania fengið vilyrði fyrir 30 þúsund fermetra lóð skammt frá þar sem framtíðaráform eru um að reisa annað gagnaver, allt að 20 þúsund fermetrar á stærð með 10 metra lofthæð. 7.6.2012 14:51 Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. 7.6.2012 14:30 Skuldir íslenskra heimila lægri en í Danmörku og Hollandi Skuldir heimila á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu minnkuðu um átta prósent í fyrra á sama tíma og kaupmáttur jókst um tæplega fjögur prósent. Skuldir heimila hér á landi í hlutfalli við ráðstöfunartekjur eru nú minni en í bæði Danmörku og Hollandi. 7.6.2012 12:15 Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7.6.2012 10:30 Rekstur ÍLS mikið „umhugsunarefni“ "Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri viðskiptabanka hjá Landsbankanum hf., í grein í Fréttablaðinu í dag um starfsemi Íbúðalánasjóðs og þá gagnrýni sem komið hefur frá Sigurði Erlingssyni, framkvæmdastjóra ÍLS, um óverðtryggð lán bankanna. 7.6.2012 10:18 Fasteignaviðskipti jukust um 19% milli ára í maí Fasteignaviðskipti jukust um 19.1% á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði samanborið við maí í fyrra. Veltan í þessum viðskiptum jókst um 22,1% milli ára. 7.6.2012 07:58 Tæplega 3.000 íbúðir í eigu lánadrottna Tæplega 3.000 íbúðir eru nú í eigu lánadrottna, þ.e. Íbúðalánasjóðs, bankanna, sparisjóða og lífeyrissjóða. Þar af á Íbúðalánasjóður um 2.000 íbúðir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki 633 (miðað við stöðuna í lok árs 2011), slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans (Drómi) 217, sparisjóðir 17 íbúðir og lífeyrissjóðir 32. 7.6.2012 14:33 Enn eitt farþegametið hjá Icelandair Icelandair setti enn eitt farþegametið í maí s.l. Þá flutti félagið yfir 165 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 22% fleiri en í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 82,2% og jókst um 5,0 prósentustig á milli ára. 7.6.2012 06:40 Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.238 milljarðar Eignir lífeyrissjóðann halda áfram að aukast. Þær námu 2.238 milljörðum kr. í lok apríl s.l..og hækkuðu um 21,3 milljarða kr. frá mars eða um 1%. 7.6.2012 06:36 Greiða ekki krónu fyrir kauprétt - fá hundruð milljóna á silfurfati Lykilstjórnendum Eimskipafélagsins mun bjóðast að eignast hluti í félaginu á umtalsvert lægra gengi en reiknað er með að verði fyrir hendi þegar félagið verður skráð á markað í september. Hlutur þeirra gæti orðið milljarða virði. 6.6.2012 18:34 Saga Capital í slitameðferð Saga Capital hf., sem lengi vel var fjárfestingabanki, hefur verið tekið til slitameðferðar og félaginu skipuð slitastjórn. Þetta gerist í kjölfar þess að Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði að krafa Fjármálaeftirlitsins (FME) um að félagið yrði tekið til slitameðferðar væri réttmæt. Kröfulýsingarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á mánudag. Í slitastjórn voru skipaðir Ástráður Haraldsson, Arnar Sigfússon og Sigrún Guðmundsdóttir. 6.6.2012 12:15 Keldan kaupir Vaktarann af CLARA ehf. Keldan ehf., sem á og rekur vefinn Keldan.is ásamt Dagatali Viðskiptalífsins hefur keypt Vaktarann af CLARA ehf. 6.6.2012 10:03 Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt 6.6.2012 10:00 Ferðamenn eyða minna en árið 2007 Hver einstakur erlendur ferðamaður eyddi jafn miklu hérlendis í fyrra og hann gerði árið 2009. Eyðsla á hvern ferðamann dróst saman um rúm sex prósent frá árinu 2010 ef miðað er við fast verðlag. Eyðsla ferðamanna hefur minnkað frá árinu 2007 ef tekið er tillit til falls krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þetta kemur fram í tölum um árlega kortaveltu erlendra ferðamanna sem DataMarket tók saman fyrir Markaðinn. 6.6.2012 09:45 Gistinóttum fjölgaði um 10% milli ára í apríl Gistinætur á hótelum í apríl voru um 120.700 samanborið við 109.300 í apríl í fyrra. Þetta er aukning um 10% milli ára. 6.6.2012 09:08 Björgólfur Thor ætlar að taka þátt 6.6.2012 09:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lífeyrissjóðirnir munu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. 11.6.2012 00:00
Gjaldeyrishöftin eru skjól Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. 10.6.2012 20:41
Íslandsbanki mun ekki sækja ríkið um skaðabætur Það stendur ekki til að Íslandsbanki sæki íslenska ríkið um skaðabætur vegna laga sem skylduðu bankann til að endurútreikna lán sem bankinn veitti og voru miðuð við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessari spurningu var velt upp eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm síðasta fimmtudag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lán frá Íslandsbanka sem voru miðuð við erlenda gjaldmiðla væru lögmæt. 10.6.2012 19:43
Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. 10.6.2012 18:45
Neyðarlán Spánar jákvæð fyrir Íslendinga Það að Spánn fái fjárhagsaðstoð er að vissu leyti jákvætt fyrir Íslendinga, segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Evrukrísan hefur slæm áhrif á Ísland, sem fyrst og fremst koma fram með því að hér verður veikari útflutningur, verri viðskipti, minni bein fjárfesting til landsins og þar af leiðandi verður erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin. 10.6.2012 18:05
Spurning hvort Íslandsbanki eignist skaðabótakröfu á ríkið Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudaginn var að ákveðin tegund lána sem miðuð eru við erlenda gjaldmiðla sé lögmæt. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, telur fordæmisgildi dómsins aðeins taka til lána frá Íslandsbanka. 10.6.2012 17:22
Skuldir lækkuðu vegna afskriftagleði lánardrottna Ástæðan fyrir því að skuldir heimila hafa lækkað er sú að bankar og lánardrottnar séu orðnir fúsari til að afskrifa skuldir. Þetta sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. 10.6.2012 11:30
"Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9.6.2012 18:59
Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. 9.6.2012 18:49
Skattar á tekjuháa hækkuðu um tæp 40% Það eina prósent fjölskyldna sem var með hæstar tekjur árið 2010 greiddi 138,3% hærri skatta af tekjum það ár en á góðærisárinu 2007. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tíundar. 9.6.2012 15:44
Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9.6.2012 14:17
Tekjur landsmanna lækkað um 30% Tekjur landsmanna hafa lækkað um hátt í þriðjung á fimm árum en tekjurýrnunin er mismunandi eftir hópum. 9.6.2012 12:18
Tekjuháir bera meiri skatta Af álögðum tekju- og eignarskötttum eru 68,7 prósent lögð á 20 prósent fjölskyldna í landinu. Á undanförnum árum hefur hlutum 10 prósent fjölskyldna í heildarskattbyrði farið vaxandi en á árinu 2001 greiddu þessir framteljendur 61,8 prósent álagðra skatta. Þetta kemur fram í umfjöllun Páls Kolbeins, hagfræðings hjá embætti Ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar, tímarits embættisins. Þróunin frá 2009 hefur verið sú að færri greiða skatta en áður og flestir greiða minni skatta en tekjuhæstu fjölskyldurnar bera meiri skatta af minni tekjum nú en fyrir nokkrum árum. 9.6.2012 10:07
OR seinkar aftur gjalddögum Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við þýsk-írska bankann Depfa um breytingar á afborgunum 4,9 milljarða króna láns sem var á gjalddaga á árinu 2016. Samkvæmt samkomulaginu verður meginhluti afborgana á árunum 2023 til 2025 í staðinn. 9.6.2012 06:30
Enginn kaupréttur fyrir lykilstjórnendur Haga Stjórnarformaður Haga, Árni Hauksson, segir lykilstjórnendur Haga ekki fá kauprétt í hlutabréfum félagsins svo lengi sem hann er í stjórn. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 8.6.2012 15:34
Virði Regins 10,5 til 15,5 milljarðar við útboð Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 75% hlutafjár í fasteignafélaginu Reginn hf. í hlutafjárútboði sem fer fram dagana 18. og 19. júní 2012. Stefnt er að skráningu Regins á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphallar Íslands) í kjölfar útboðsins. Megin markmið Landsbankans með útboðinu er að Reginn uppfylli skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár og að almenningur jafnt og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. 8.6.2012 15:08
Steingrímur: Staðan betri hér en annarsstaðar Nýleg hagspá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer batnandi, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í grein sem birtist hér á Vísi fyrir stundu. Hann segir að horfur fyrir næsta ár séu ágætlega bjartar, sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. 8.6.2012 14:47
Spá óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum í júní. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (PSÍ) mun tilkynna vaxtaákvörðun miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Hagfræðideildin segir að miðað við þróun hagvísa frá síðustu vaxtaákvörðun séu óbreyttir vextir í samræmi við síðustu vaxtaákvarðanir og yfirlýsingar nefndarinnar. 8.6.2012 14:09
Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn "Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. 8.6.2012 13:05
27 útskrifast sem fjármálaráðgjafar Útskrifað var í gær úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa, en 27 starfsmenn útskrifuðust úr náminu. Þetta er í fyrsta sinn sem að starfsmenn í einstaklingsráðgjöf á fjármálamarkaði fá slíka vottun en námið hefur staðið í allan vetur. Námið spannar þætti fjármálamarkaðar og þjóðhagfræði auk lögfræði, siðfræði og þjálfunar í ráðgjafafærni, að því er segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja vegna þessa. 8.6.2012 11:40
Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8.6.2012 11:37
Íbúðalánasjóður hefur selt 390 íbúðir frá hruni Af þeim 2380 íbúðum sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín frá bankahruni hafa 390 verið seldar. Þar af eru 96 á höfuðborgarsvæðinu. Um 1990 íbúðir eru enn í eigu sjóðsins. Í 800 íbúðum búa einstaklingar eða fjölskyldur sem samið hafa við sjóðinn um áframhaldandi búsetu í leiguformi. Um 270 íbúðir eru enn á byggingarstigi og 830 íbúðir standa tómar af ýmsum ástæðum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að markmiðið sé að selja þessar eignir. 8.6.2012 09:24
Regluleg laun hækkuðu um 2% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 2,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi ársins en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 10,3% að meðaltali, hækkunin var 11,1% á almennum vinnumarkaði og 8,6% hjá opinberum starfsmönnum. 8.6.2012 09:09
Hagvöxtur mælist 2,4% á fyrstu mánuðum ársins Landsframleiðsla jókst um 2,4% að raungildi milli 4. ársfjórðungs í fyrra og 1. ársfjórðungs í ár. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,4%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. 8.6.2012 09:04
Býður vaxtagreiðsluþak á óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. 8.6.2012 08:13
Rekstur borgarinnar betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Rekstur A hluta Reykjavíkurborgar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.6.2012 07:28
Hefur endurreiknað öll húsnæðislán í erlendum myntum Íslandsbanki vill árétta vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán að bankinn hefur nú endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjaldmiðlum. 8.6.2012 06:44
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7.6.2012 20:30
Neytendastofa aðhefst ekki vegna kvartana Icelandair Neytendastofa sér ekki ástæðu til að aðhafast vegna kvörtunar sem Icelandair sendi stofnuninni vegna auglýsinga WOW air. Þetta kemur fram í úrskurði sem kveðinn var upp á mánudag. Icelandair sendi tvær kvartanir til Neytendastofu í febrúar og apríl þar sem gerð var athugasemd við auglýsingar WOW air um sætabil í vélum WOW. Niðustaða Neytendastofa er að þegar litið er heildstætt á hinar umkvörtuðu auglýsingar fær Neytendastofa ekki séð að neytendum séu veittar villandi, rangar eða ófullnæjandi upplýsingar um sætabil í auglýsingum WOW air. 7.6.2012 17:06
Advania tvöfaldar stærð gagnavers - ætlar að byggja nýtt Upplýsingatæknifyrirtækið Advania hefur fengið vilyrði hjá Hafnarfjarðarbæ fyrir tvöföldun á núverandi lóð fyrirtækisins við Helluhraun þar sem gagnaverið Advania Thor Data Center stendur. Eftir fyrirhugaða tvöföldun verður gagnaverið tæplega 6 þúsund fermetrar að stærð. Jafnframt hefur Advania fengið vilyrði fyrir 30 þúsund fermetra lóð skammt frá þar sem framtíðaráform eru um að reisa annað gagnaver, allt að 20 þúsund fermetrar á stærð með 10 metra lofthæð. 7.6.2012 14:51
Peningamálin eiga að vera „fyrsta og síðasta mál allra funda“ Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að málefni er varða peningamálstefnu fyrir Ísland til framtíðar, eigi að vera fyrsta mál hvers einasta fundar ríkisstjórnarinnar og einnig hið síðasta. „Þetta mál er svo stórt, og varðar svo ríka almannahagsmuni, að það er algjörlega nauðsynlegt að færa það enn framar í forgangsröðina en gert hefur verið nú þegar," segir Illugi í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins. 7.6.2012 14:30
Skuldir íslenskra heimila lægri en í Danmörku og Hollandi Skuldir heimila á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu minnkuðu um átta prósent í fyrra á sama tíma og kaupmáttur jókst um tæplega fjögur prósent. Skuldir heimila hér á landi í hlutfalli við ráðstöfunartekjur eru nú minni en í bæði Danmörku og Hollandi. 7.6.2012 12:15
Íslendingar geta búist við þremur olíusvæðum norðan Íslands Íslendingar geta búist við því að upp úr 2025 verði þrjú olíusvæði norðan Íslands; á Drekasvæðinu, útaf Austur-Grænlandi, og við Jan Mayen. Íslensk stjórnvöld stefna að því að byggja upp þjónustu á Norðurlandi við öll olíusvæðin þrjú, og hafa átt viðræður við Grænland og Noreg um íslenskar þjónustumiðstöðvar við olíuvinnsluna. Þetta kom meðal annars fram í ræðu Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á fundi Arion banka í morgun um Drekasvæðið og hugsanlega olíuvinnslu Íslendinga. 7.6.2012 10:30
Rekstur ÍLS mikið „umhugsunarefni“ "Rekstur og tilvist Íbúðalánasjóðs hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir Íslendinga. Alkunna er að sjóðurinn er illa staddur, svo ekki sé meira sagt, hann er rekinn með aðfinnsluverðri ríkisábyrgð, en býður þrátt fyrir það lökust kjör á markaði og það virðist taka sjóðinn heila eilífð að bjóða þær vörur sem markaðurinn kallar eftir,“ segir Helgi Teitur Helgason, framkvæmdastjóri viðskiptabanka hjá Landsbankanum hf., í grein í Fréttablaðinu í dag um starfsemi Íbúðalánasjóðs og þá gagnrýni sem komið hefur frá Sigurði Erlingssyni, framkvæmdastjóra ÍLS, um óverðtryggð lán bankanna. 7.6.2012 10:18
Fasteignaviðskipti jukust um 19% milli ára í maí Fasteignaviðskipti jukust um 19.1% á höfuðborgarsvæðinu í maímánuði samanborið við maí í fyrra. Veltan í þessum viðskiptum jókst um 22,1% milli ára. 7.6.2012 07:58
Tæplega 3.000 íbúðir í eigu lánadrottna Tæplega 3.000 íbúðir eru nú í eigu lánadrottna, þ.e. Íbúðalánasjóðs, bankanna, sparisjóða og lífeyrissjóða. Þar af á Íbúðalánasjóður um 2.000 íbúðir, Arion banki, Landsbankinn og Íslandsbanki 633 (miðað við stöðuna í lok árs 2011), slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans (Drómi) 217, sparisjóðir 17 íbúðir og lífeyrissjóðir 32. 7.6.2012 14:33
Enn eitt farþegametið hjá Icelandair Icelandair setti enn eitt farþegametið í maí s.l. Þá flutti félagið yfir 165 þúsund farþega í millilandaflugi og voru þeir 22% fleiri en í maí á síðasta ári. Sætanýting nam 82,2% og jókst um 5,0 prósentustig á milli ára. 7.6.2012 06:40
Eignir lífeyrissjóðanna orðnar 2.238 milljarðar Eignir lífeyrissjóðann halda áfram að aukast. Þær námu 2.238 milljörðum kr. í lok apríl s.l..og hækkuðu um 21,3 milljarða kr. frá mars eða um 1%. 7.6.2012 06:36
Greiða ekki krónu fyrir kauprétt - fá hundruð milljóna á silfurfati Lykilstjórnendum Eimskipafélagsins mun bjóðast að eignast hluti í félaginu á umtalsvert lægra gengi en reiknað er með að verði fyrir hendi þegar félagið verður skráð á markað í september. Hlutur þeirra gæti orðið milljarða virði. 6.6.2012 18:34
Saga Capital í slitameðferð Saga Capital hf., sem lengi vel var fjárfestingabanki, hefur verið tekið til slitameðferðar og félaginu skipuð slitastjórn. Þetta gerist í kjölfar þess að Héraðsdómur Norðurlands eystra úrskurðaði að krafa Fjármálaeftirlitsins (FME) um að félagið yrði tekið til slitameðferðar væri réttmæt. Kröfulýsingarfrestur er til 24. ágúst næstkomandi. Þetta kemur fram í innköllun sem birtist í Lögbirtingarblaðinu á mánudag. Í slitastjórn voru skipaðir Ástráður Haraldsson, Arnar Sigfússon og Sigrún Guðmundsdóttir. 6.6.2012 12:15
Keldan kaupir Vaktarann af CLARA ehf. Keldan ehf., sem á og rekur vefinn Keldan.is ásamt Dagatali Viðskiptalífsins hefur keypt Vaktarann af CLARA ehf. 6.6.2012 10:03
Fer í nauðasamninga á næstu mánuðum Kaupþing mun fara í nauðasamningsferli á allra næstu mánuðum. Stefnt er að því að leggja fram nauðasamning eins fljótt og auðið er á þriðja ársfjórðungi ársins 2012. Sá ársfjórðungur hefst 1. júlí næstkomandi. Eftir nauðasamninginn verður Kaupþing íslenskt eignarhaldsfélag í eigu, og undir stjórn, almennra kröfuhafa bankans. Þeir eru að langstærstu leyti erlendir aðilar. Einnig er mögulegt að sérstakt 6.6.2012 10:00
Ferðamenn eyða minna en árið 2007 Hver einstakur erlendur ferðamaður eyddi jafn miklu hérlendis í fyrra og hann gerði árið 2009. Eyðsla á hvern ferðamann dróst saman um rúm sex prósent frá árinu 2010 ef miðað er við fast verðlag. Eyðsla ferðamanna hefur minnkað frá árinu 2007 ef tekið er tillit til falls krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum. Þetta kemur fram í tölum um árlega kortaveltu erlendra ferðamanna sem DataMarket tók saman fyrir Markaðinn. 6.6.2012 09:45
Gistinóttum fjölgaði um 10% milli ára í apríl Gistinætur á hótelum í apríl voru um 120.700 samanborið við 109.300 í apríl í fyrra. Þetta er aukning um 10% milli ára. 6.6.2012 09:08