Hugsanlegt er að rannsókn efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, á máli Vincent Tchenguiz verði látin niður falla. Málið snýst sem kunnugt er, um viðskipti Vincents og Roberts bróður hans við Kaupþing banka. Þeir voru á meðal stærstu skuldara bankans þegar hann féll. Í bréfi sem David Green, yfirmaður Serious Fraud Office, sendi frá sér í gær heitir hann því að rannsóknin verði tekin til skoðunar. Serious Fraud Office hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir húsleitir og handtökur við rannsókn á máli Tchenguizbræðranna.
Hætta mögulega Tchenguiz-rannsókn
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin
Viðskipti innlent


Á ég að greiða inn á lánið eða spara?
Viðskipti innlent

Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila
Viðskipti innlent

„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“
Viðskipti innlent

Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum
Viðskipti erlent

Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni
Atvinnulíf


Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar
Viðskipti innlent
