Mikill áhugi á Facebook 19. maí 2012 13:00 New York í gær Alls skiptu 83,7 milljón hlutir í Facebook um hendur á fyrstu mínútu viðskipta með hluti í fyrirtækinu í gær.NordicPhotos/AFP Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Það var líflegur dagur í Nasdaq-Kauphöllinni í New York í Bandaríkjunum í gær þegar viðskipti hófust með hlutabréf í Facebook. Útboðsverð bréfanna var 38 Bandaríkjadalir en verðið skaust fljótlega upp í 43 dali áður en það féll aftur niður í útboðsverðið. Við lokun markaða var verðið 38,23 dalir á hlut sem jafngildir tæpum 4.900 íslenskum krónum. Viðskiptin hófust klukkan 15.30 að íslenskum tíma í gær en þeim seinkaði um hálftíma vegna tæknilegra örðugleika. Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, hringdi opnunarbjöllunni hefðum samkvæmt við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Menlo Park í Kaliforníu. Á fyrstu mínútu viðskipta skiptu 83,7 milljón hlutir um hendur en alls var 421 milljón hluta til sölu í útboðinu. Um miðjan dag höfðu 200 milljón hlutir skipt um hendur. Í nýlegum hlutafjárútboðum tæknifyrirtækja í Bandaríkjunum hefur verð þeirra skotist upp á fyrsta degi viðskipta. Til að mynda tvöfaldaðist hlutabréfaverð samfélagsmiðilsins viðskiptasinnaða, LinkedIn, á fyrsta degi viðskipta í fyrra. Fyrirtæki eru iðulega verðlögð lítillega undir væntu markaðsvirði í útboðum þar sem hækkun hlutabréfaverðs í kjölfar útboðs þykir sýna fram á tiltrú markaðarins á fyrirtækinu. Hækki verðið hins vegar verulega bendir það til þess að hlutirnir hafi verið seldir á of lágu verði. Niðurstaðan úr viðskiptum gærdagsins er því eigendum Facebook væntanlega nokkur vonbrigði, enda var verðhækkunin sáralítil. Miðað við 38 Bandaríkjadala útboðsverðið er heildarvirði Facebook um 104 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 13.248 milljarða króna. Þýðir það að Facebook er verðmætasta fyrirtæki nokkru sinni til að skrá sig á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Virði Facebook jafngildir 54 sinnum væntum hagnaði fyrirtækisins á árinu en til samanburðar var Google metið á 44 sinnum væntan hagnað ársins þegar það fór á markað árið 2004. Hlutabréfaverð Google hækkaði um fjórðung á fyrsta degi viðskipta en féll svo á skömmum tíma langleiðina niður í útboðsverðið á ný. Síðan hefur hlutabréfaverðið þó sexfaldast vegna hraðari vaxtar en gert var ráð fyrir. Hvort Facebook geti leikið þann vöxt eftir mun koma í ljós en hagnaður fyrirtækisins hefur aukist gríðarlega á fáum árum. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 hagnaðist það um 205 milljónir Bandaríkjadala en til samanburðar tapaði það 138 milljónum dala á árinu 2007. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira