Glitnir vill fá fjórtán milljarða frá Stoðum 23. maí 2012 14:00 SLITASTJóRN Stoðir voru stærsti einstaki eigandi Glitnis fyrir hrun. Glitnir er stærsti eigandi Stoða eftir hrun. Stoðir stefndu Glitni árið 2009 og Glitnir stefndi Stoðum í gær. Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson sitja í slitastjórn Glitnis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Stoðum, sem áður hétu FL Group, til að greiða sér fjórtán milljarða króna auk dráttarvaxta. Auk þess vill slitastjórnin að ráðstöfun Stoða á fyrsta veðrétti í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV, sem á meðal annars hlut í Refresco, frá því í maí 2008 verði rift. Þá var veðréttur Glitnis í félaginu gefinn eftir til að Stoðir gætu veðsett Landsbanka Íslands fyrir frekari lántökum. Slitastjórnin vill meina að umrædd aðgerð hafi verið svokallaður örlætisgerningur. Þetta staðfestir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða. Hann segir félagið enn eiga eftir að taka sér tíma til að fara yfir málið. „Í fljótu bragði, enn sem komið er, þá sjáum við ekki að þetta eigi við rök að styðjast.“ Málið snýst um 15 milljarða kúlulán sem Glitnir veitti Stoðum í desember 2007 og átti að vera til þriggja ára. Sem veð fyrir láninu fékk Glitnir fyrsta veðrétt í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV., sem átti um 40 prósenta hlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco. Í mars 2008 veitti Glitnir síðan Stoðum nýtt lán upp á fjóra milljarða króna þar sem veðið var meðal annars umrædd hlutabréf í Ferskur Holding 1 BV. Í maí 2008 var hins vegar samþykkt að aflétta umræddum veðum gegn því að hann fengi veð í fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum í staðinn, sem síðar reyndist verðlaust. Eign Stoða í Ferskur Holding 1 BV var síðan samstundis veðsett Landsbankanum í staðinn fyrir ný lán. Stoðir fóru í greiðslustöðvun strax eftir bankahrun, enda var félagið stærsti einstaki eigandi hins fallna Glitnis. Nauðasamningur félagsins var samþykktur í júní 2009. Þar var samþykkt að allir óveðtryggðir kröfuhafar myndu fá uppgerðar kröfur með einnar milljón króna eingreiðslu og að fimm prósent af viðbótarkröfunni fengist greitt með almennum hlutum í Stoðum. Júlíus segir að sú afgreiðsla myndi eiga við ef Stoðir myndu tapa málinu á hendur Glitni. thordur@frettabladid.is Tengdar fréttir Stoðir vilja 22 milljarða frá Glitni Stoðir lýstu riftunarkröfu á hendur Glitni banka á árinu 2009 vegna veðréttatilfærslna og eignasölu sem félagið telur sig hafa tapað miklu á. Krafa þess í því máli hljóðar upp á 22 milljarða króna. 23. maí 2012 15:30 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Slitastjórn Glitnis hefur stefnt Stoðum, sem áður hétu FL Group, til að greiða sér fjórtán milljarða króna auk dráttarvaxta. Auk þess vill slitastjórnin að ráðstöfun Stoða á fyrsta veðrétti í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV, sem á meðal annars hlut í Refresco, frá því í maí 2008 verði rift. Þá var veðréttur Glitnis í félaginu gefinn eftir til að Stoðir gætu veðsett Landsbanka Íslands fyrir frekari lántökum. Slitastjórnin vill meina að umrædd aðgerð hafi verið svokallaður örlætisgerningur. Þetta staðfestir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Stoða. Hann segir félagið enn eiga eftir að taka sér tíma til að fara yfir málið. „Í fljótu bragði, enn sem komið er, þá sjáum við ekki að þetta eigi við rök að styðjast.“ Málið snýst um 15 milljarða kúlulán sem Glitnir veitti Stoðum í desember 2007 og átti að vera til þriggja ára. Sem veð fyrir láninu fékk Glitnir fyrsta veðrétt í hollenska félaginu Ferskur Holding 1 BV., sem átti um 40 prósenta hlut í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco. Í mars 2008 veitti Glitnir síðan Stoðum nýtt lán upp á fjóra milljarða króna þar sem veðið var meðal annars umrædd hlutabréf í Ferskur Holding 1 BV. Í maí 2008 var hins vegar samþykkt að aflétta umræddum veðum gegn því að hann fengi veð í fasteignaverkefnum í Bandaríkjunum í staðinn, sem síðar reyndist verðlaust. Eign Stoða í Ferskur Holding 1 BV var síðan samstundis veðsett Landsbankanum í staðinn fyrir ný lán. Stoðir fóru í greiðslustöðvun strax eftir bankahrun, enda var félagið stærsti einstaki eigandi hins fallna Glitnis. Nauðasamningur félagsins var samþykktur í júní 2009. Þar var samþykkt að allir óveðtryggðir kröfuhafar myndu fá uppgerðar kröfur með einnar milljón króna eingreiðslu og að fimm prósent af viðbótarkröfunni fengist greitt með almennum hlutum í Stoðum. Júlíus segir að sú afgreiðsla myndi eiga við ef Stoðir myndu tapa málinu á hendur Glitni. thordur@frettabladid.is
Tengdar fréttir Stoðir vilja 22 milljarða frá Glitni Stoðir lýstu riftunarkröfu á hendur Glitni banka á árinu 2009 vegna veðréttatilfærslna og eignasölu sem félagið telur sig hafa tapað miklu á. Krafa þess í því máli hljóðar upp á 22 milljarða króna. 23. maí 2012 15:30 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur 43 ára kvikmyndasaga kvödd Lífið samstarf Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Stoðir vilja 22 milljarða frá Glitni Stoðir lýstu riftunarkröfu á hendur Glitni banka á árinu 2009 vegna veðréttatilfærslna og eignasölu sem félagið telur sig hafa tapað miklu á. Krafa þess í því máli hljóðar upp á 22 milljarða króna. 23. maí 2012 15:30