Vonast til að færeyska olíuævintýrið sé að byrja Kristján Már Unnarsson skrifar 22. maí 2012 17:45 Oliuborpallurinn Stena Don í Færeyjum árið 2006. Dýrasta og viðamesta olíuborun til þessa á landgrunni Færeyja er fyrirhuguð í sumar. Hún gæti jafnframt reynst lykillinn að olíuleit við Ísland. Þetta kemur fram í umfjöllun norskra og færeyskra fjölmiðla um Brugdan 2, en svo nefnist brunnurinn sem olíurisarnir Statoil og Exxon, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum, ætla að bora saman við austanverðar eyjarnar. Þetta verður áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessar einungist skilað óverulegu magni af gasi. Færeyingar gera sér þó meiri vonir nú en áður enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borunin standi í 3-4 mánuði og að holan kosti yfir 20 milljarða króna. Hafdýpið á borstaðnum er 400-500 metrar en ætlunin er að bora 4-5 kílómetra niður í jarðlögin undir hafsbotninum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, er bjartsýnn, og kveðst sannfærður um að olía finnist við Færeyjar. Það sé aðeins spurning um tíma. Hann bendir á að færeyska landgrunnið sé við hlið þess breska og aðeins nokkrum sjómílum handan við lögsögumörkin sé verið að vinna olíu við Hjaltlandseyjar. Frá náttúrunnar hendi sé enginn veggur þar á milli sem stöðvi auðlindirnar. Ráðamenn Statoil gera þó sitt til að halda væntingunum niðri. Forstjóri skrifstofu Statoil í Færeyjum, Rúni M. Hansen, segir áhættuna gríðarlega í olíuleit við Færeyjar og alls óvíst hvort nokkuð finnist. Hitti menn á olíu geti það þó orðið mjög stór olíufundur og hagnaðurinn mikill. Olíumálin voru til umræðu í heimsókn Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, til Færeyja fyrir helgi. Þar brýndi Stoltenberg Færeyinga til að sýna bæði þolinmæði og þrautsegju. Olíuleit væri langtímaverkefni. Hann minnti á að yfir 30 ár væru frá því Mjallhvítarsvæðið fannst í Barentshafi en langur tími hefði síðan liðið frá því þar hófst arðbær gasvinnsla. Í fyrra hefðu síðan fundist olíulindir á Skrugård-svæðinu í Barentshafinu, sem væri með stærstu olíufundum heims á síðasta ári. Lögmaður Færeyja segir að það mikilvægasta sem Færeyingar geti lært af Norðmönnum, ef olía finnst við Færeyjar, sé að stjórna hagkerfinu með því að búa til olíusjóð. Leitarstjóri Olíustofnunar Noregs, Sissel Eriksen, segir að færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðra jarðlaga, samsvarandi þeim sem finnist í vesturhluta Noregshafs, vestur af Hjaltlandseyjum og við Ísland. Niðurstöðurnar sem fáist í Færeyjum geti gagnast öllum þessum svæðum og haft áhrif á framvindu mála þar. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Dýrasta og viðamesta olíuborun til þessa á landgrunni Færeyja er fyrirhuguð í sumar. Hún gæti jafnframt reynst lykillinn að olíuleit við Ísland. Þetta kemur fram í umfjöllun norskra og færeyskra fjölmiðla um Brugdan 2, en svo nefnist brunnurinn sem olíurisarnir Statoil og Exxon, ásamt færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum, ætla að bora saman við austanverðar eyjarnar. Þetta verður áttunda holan sem olíufélög bora við Færeyjar á tíu árum, en sjö fyrri holurnar hafa til þessar einungist skilað óverulegu magni af gasi. Færeyingar gera sér þó meiri vonir nú en áður enda hefur aldrei verið lagt jafn mikið undir og nú. Áætlað er að borunin standi í 3-4 mánuði og að holan kosti yfir 20 milljarða króna. Hafdýpið á borstaðnum er 400-500 metrar en ætlunin er að bora 4-5 kílómetra niður í jarðlögin undir hafsbotninum. Lögmaður Færeyja, Kaj Leo Johannesen, er bjartsýnn, og kveðst sannfærður um að olía finnist við Færeyjar. Það sé aðeins spurning um tíma. Hann bendir á að færeyska landgrunnið sé við hlið þess breska og aðeins nokkrum sjómílum handan við lögsögumörkin sé verið að vinna olíu við Hjaltlandseyjar. Frá náttúrunnar hendi sé enginn veggur þar á milli sem stöðvi auðlindirnar. Ráðamenn Statoil gera þó sitt til að halda væntingunum niðri. Forstjóri skrifstofu Statoil í Færeyjum, Rúni M. Hansen, segir áhættuna gríðarlega í olíuleit við Færeyjar og alls óvíst hvort nokkuð finnist. Hitti menn á olíu geti það þó orðið mjög stór olíufundur og hagnaðurinn mikill. Olíumálin voru til umræðu í heimsókn Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, til Færeyja fyrir helgi. Þar brýndi Stoltenberg Færeyinga til að sýna bæði þolinmæði og þrautsegju. Olíuleit væri langtímaverkefni. Hann minnti á að yfir 30 ár væru frá því Mjallhvítarsvæðið fannst í Barentshafi en langur tími hefði síðan liðið frá því þar hófst arðbær gasvinnsla. Í fyrra hefðu síðan fundist olíulindir á Skrugård-svæðinu í Barentshafinu, sem væri með stærstu olíufundum heims á síðasta ári. Lögmaður Færeyja segir að það mikilvægasta sem Færeyingar geti lært af Norðmönnum, ef olía finnst við Færeyjar, sé að stjórna hagkerfinu með því að búa til olíusjóð. Leitarstjóri Olíustofnunar Noregs, Sissel Eriksen, segir að færeyska landgrunnið sé mikil áskorun vegna erfiðra jarðlaga, samsvarandi þeim sem finnist í vesturhluta Noregshafs, vestur af Hjaltlandseyjum og við Ísland. Niðurstöðurnar sem fáist í Færeyjum geti gagnast öllum þessum svæðum og haft áhrif á framvindu mála þar.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent