Fleiri fréttir

Nýherji varð 20 ára

Upplýsingatæknifélagið Nýherji varð 20 ára í þessari viku, en félagið hóf starfsemi sína þann 2. apríl 1992 með samruna IBM á Íslandi hf. og Skrifstofuvéla-Sund hf.

Sameining FME og Seðlabanka ekki á dagskrá í bili

Sameining FME og Seðlabankans er framtíðarmúsík sem er ekki á dagskrá á næstu misserum, að sögn efnahags- og viðskiptaráðherra og ósennilegt er að stigin verði skref í þá átt fyrir kosningar, en erlendir ráðgjafar stjórnvalda hafa lagt áherslu á sameiningu þessara stofnana.

Deloitte segir að niðurstöður sínar fáist ekki keyptar

Endurskoðendafyrirtækið Deloitte vísar því alfarið á bug að útvegsmenn hafi keypt niðurstöður sem kynntar voru á opnum fundi Útvegsmannafélags Reykjavíkur á dögunum. Fyrirtækið bendir á að Deloitte sé alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki og niðurstöður þess fáist ekki keyptar.

Talsmaður Nubo: Ekkert breyst hér á landi

"Við höfum ekki upplýsingar um að eitthvað hafi breyst,“ segir Halldór Jóhannsson, landslagsarkitekt og talsmaður kínverska fjárfestarins Huang Nubo hér á landi.

SAS ætlar að bjóða upp á flug á milli Íslands og Stokkhólms

Síðustu ár hefur Icelandair verið eina félagið sem hefur séð sér hag í að bjóða upp á ætlunarflug héðan til Stokkhólms. Nú ætlar hins vegar SAS að blanda sér í slaginn og bjóða upp á fjórar ferðir í viku frá Stokkhólmi en þó aðeins yfir aðal ferðamannatímabilið samkvæmt ferðavefnum túristi.is.

Segir Brynjólf þurfa að íhuga stöðu sína sem framkvæmdastjóri

Mörður Árnason þingmaður Samfylkinginnar segir í Fréttatímanum í dag að Brynjólfur Bjarnason fyrrum forstjóri Símans hljóti að skoða stöðu sína sem framkvæmdarstjóri Framtakssjóðs í ljósi nýjustu sektar Símans undir hans stjórn sem hljóðar upp á 440 milljónir króna.

Fermingar hafa mikil áhrif á hagkerfið

Fermingar hafa umtalsverð áhrif á hagkerfið á þessum tíma ársins, en yfir fjögur þúsund Íslendingar eru nú á fermingaraldri. Fréttastofa komst í raun um að fermingarveislu hafa í för með sér milljarðaveltu í hagkerfinu og skipta umtalsverðu máli fyrir kaupmenn.

Rekstrarkostnaður bankanna mun hærri en á Norðurlöndunum

Rekstrarkostnaður íslensku bankanna nam tæplega 64 milljörðum króna í fyrra. Þrátt fyrir smæð bankakerfisins eru íslensku bankarnir miklu dýrari í rekstri en bankar á Norðurlöndunum. Og rekstrarkostnaður sem hlutfall af landsframleiðslu nálgast Sviss, sem er eitt sérhæfðasta ríki í heimi á þessu sviði.

Vilja svör frá Seðlabanka Íslands

Samherji sendi í dag gjaldeyriseftirliti Seðlabankans bréf í dag þar sem óskað var eftir upplýsingum um húsleit hjá fyrirtækinu í síðustu viku. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá lögmanni Samherja.

Stefnir í 60 prósent fjölgun ferðamanna með skemmtiferðaskipum

„Þá stefnir í metfjölda skemmtiferðaskipa til landsins á komandi sumri. Samkvæmt upplýsingum Faxaflóahafna hafa nú þegar 77 erlend skemmtiferðaskip tilkynnt um komu sína komandi sumar. Áætlun Faxaflóahafna miðar við 100 þúsund erlenda gesti með skemmtiferðaskipum í sumar samanborið við 63 þúsund í fyrra. Það er 59% aukning!"

Sveitarfélögin skulda tæpa 570 milljarða

Heildarskuldir sveitarfélaga nema 567 milljörðum króna, eða um þriðjungi af landsframleiðslu síðasta árs. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun.

Yfir 1,5 milljarðar liggja inni á dauðum bankareikningum

Rétt rúmlega 100 þúsund innlánsreikningar hafa staðið óhreyfðir í 15 ár eða lengur í bankakerfinu. Á þessum reikningum eru samtals rúmlega 1,5 milljarðar kr. eða um 15.000 kr. á hverjum þeirra að meðaltali.

Eyrir Invest eykur hlut sinn í ReMake Electric

Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður Atvinnulífsins ásamt smærri hluthöfum hafa aukið við hlutafé sitt í fyrirtækinu ReMake Electric ehf. Eftir hlutafjáraukninguna á Eyrir Invest 26,2% í fyrirtækinu og Nýsköpunarsjóður 18% en markmið fyrirtækisins er að verða leiðandi á heimsmarkaði með lausnir til orkustjórnunar í heimilum og fyrirtækjum.

440 milljóna sekt lögð á Símann

Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 390 milljóna króna sekt á Símann, en eftirlitið komst að þeirri niðurstöðu í dag að Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína og brotið gegn samkeppnislögum og EES samningnum með því að beita keppinauta sína samkeppnishamlandi verðþrýstingi.

Hætta öllum viðskiptum við Íslendinga

Deutsche Fischfang Union, dótturfélag Samherja, hefur ákveðið að hætta tímabundið öllum viðskiptum við íslenska lögaðila. DFFU er grunað um að hafa brotið lög um gjaldeyrisviðskipti eins og fram kom í fréttum í síðustu viku.

Öllu starfsfólki LA sagt upp

Leikfélag Akureyrar hefur sagt upp öllu starfsfólki sínu frá og með 1. apríl. Sigrún Björk Jakobsdóttir, stjórnarformaður Leikfélagsins, segir að þetta sé gert í ljósi þess að ekki hafi náðst samningar við Akureyrarbæ um reksturinn. Hún segir að verið sé að vinna í samningum og vonandi verði hægt að ráða aftur í störfin sem fyrst.

Mikið keypt og selt í Marel

Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 16,9 milljörðum króna í mars sem jafngildir 766 milljónum á dag. Til samanburðar var velta með hlutabréf 3,8 milljarðar í febrúar eða 183 milljónir á dag.

Högnuðust um 1,1 milljarð

Stoðir, sem áður hétu FL Group, högnuðust um 1,1 milljarð króna á síðasta ári. Helstu eignir félagsins eru 99,94% hlutur í Tryggingamiðstöðinni (TM), 40,3% hlutur í hollenska drykkjarvöruframleiðandanum Refresco og 16% hlutur í Geysi Green Energy. Þær voru metnar á 35,4 milljarða króna um síðustu áramót og eiginfjárhlutfall félagsins var 89%. TM var nýverið auglýst til sölu og því ljóst að Stoðir munu enn frekar draga saman segl sín á þessu ári.

Hagnaður VÍS rúmlega 400 milljónir í fyrra

Hagnaður af rekstri Vátryggingafélags Íslands (VÍS) nam 408 milljónum króna eftir skatta í fyrra, sem er tvöfalt meiri hagnaður en árið 2010 þegar hagnaður af rekstri félagsins eftir skatta nam liðlega 204 milljónum króna.

Bloomberg: Áratugir í afléttingu gjaldeyrishaftanna

Gjaldeyrisútboð Seðlabankans ná ekki flugi vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því talið ljóst að breytt verður um stefnu innan skamms.

Hafa ekki uppfyllt markmiðið frá 2008

Íbúðalánasjóð vantar um tíu milljarða króna til að uppfylla markmið um eiginfjárhlutfall sjóðsins sem sett er fram í reglugerð. Íslenska ríkið mun þurfa að leggja fram upphæðina. Stefnir að því að bjóða upp á óverðtryggð lán í haust.

Norðlenska greiðir arð í fyrsta sinn

Á aðalfundi Norðlenska í gær var samþykkt að greiða eigandanum Búsæld ehf., félagi 540 bænda, arð að upphæð 66 milljónum króna. Þetta er í fyrsta skipti sem eigendum Norðlenska er greiddur arður af starfseminni.

Gjaldeyrishöftin bæði hert og rýmkuð í senn

Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um frekari breytingar á núgildandi gjaldeyrishöftum. Boðað var að frekari breytinga á lögum um gjaldeyrismál væri að vænta þegar Alþingi lokaði fyrir glufu í haftalögunum í síðasta mánuði.

Mikill fjörkippur á fasteignamarkaðinum í borginni

Mikil aukning varð í fjölda þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var þinglýst 114 samningum sem er 25 samningum meira en nemur meðaltalinu á viku undanfarna þrjá mánuði.

Eigum heimsmet í notkun mjaltaþjóna

Hlutfall mjólkur sem kemur frá mjaltaþjónabúum nemur 28,2% af heildarframleiðslu landsins sem er hæsta hlutfall mjaltaþjónamjólkur í heimi árið 2011 samkvæmt NMSM eða Samtökum norrænna afurðastöðva í mjólkuriðnaði.

Inspired by Iceland lokkaði Easy Jet á klakann

Forstjóri Easy Jet, sem er meðal annars lærður kennari, segir að fólk verði að hugsa ferðalög sín upp á nýtt þegar það ferðist með fyrirtækinu og flestir sem það geri líti ekki um öxl. Hún segir að kynningarherferð stjórnvalda í fyrra hafi skipt sköpum þegar tekin var ákvörðun um að koma til Íslands.

Sólning seld fyrir 440 milljónir

Gunnar Justinussen hefur keypt fyrirtækið Sólningu af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Gunnar rekur fyrirtækið Pitstop hér á landi.

Samkeppniseftirlitið telur sig vanta um 140 milljónir króna

Frá hruni bankanna hefur mikið mætt á Samkeppniseftirlitinu, og ber umfjöllun í ársriti eftirlitsins það með sér. Í því kemur m.a. fram að álagið á eftirlitið hefur aukist mikið, á sama tíma og fjárheimildir hafa dregist saman um átta prósent að raunvirði.

Icelandair bætir tveimur vélum í flotann

Icelandair ætlar að bæta við tveimur vélum í flugvélaflotann sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en voru með fjórtán síðasta sumar.

Gjaldeyrishöftin rýmkuð en eftirlit með þeim hert

Í nýju frumvarpi um breytingu á gjaldeyrislögum sem efnahags- og viðskiptaráðherra leggur fram felst í raun bæði lítilsháttar rýmkun á gjaldeyrishöftunum og hert eftirlit með höftunum og strangari viðurlög gegn brotum.

Stjórnarmenn HB Granda fái 800 þúsund í þóknun

Á aðalfundi HB Granda í næstu viku verður lögð fram tillaga um að stjórnarmenn félagsins fái 800 þúsund krónur í þóknun fyrir liðið ár. Stjórnarformaður fái þrefalda þessa upphæð eða 2,4 milljónir króna í sinn hlut.

Ríkisábyrgð afnumin en getum ekki farið eigin leiðir vandræðalaust

Ríkisábyrgð á innistæðum verður afnumin þegar lög um innistæðutryggingar verða endurskoðuð, en von er á nýju kerfi frá ESB þar sem mun hærri fjárhæðir verða tryggðar en í eldra kerfi. Höfundar skýrslu ráðherra um framtíð bankakerfisins leggja til að skoðað verði hvort innistæður verði áfram forgangskröfur í þrotabú.

Björgólfur mun líklega ekki hagnast á Actavis sölunni

Þótt fátt sé fast í hendi varðandi fyrirhugaða sölu á samheitalyfjarisanum Actavis er enn sem komið er ekki ástæða til þess að ætla að Björgólfur Thor Björgólfsson muni hagnast persónulega og fá jafnvel tugi milljarða ef takast mun að selja Actavis, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu.

Þriðja hvert stórfyrirtæki í eigu banka

Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrirtæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrirtækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið "Endurreisn fyrirtækja 2012 aflaklær eða uppvakningar?" Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag.

Taka við starfi framkvæmdastjóra hjá Nýherja

Þorvaldur Jacobsen, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Tæknisviðs Nýherja, hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Vörusviðs félagsins. Þá hefur Gunnar Zoëga tekið við starfi framkvæmdastjóra Tæknisviðs Nýherja.

Sjá næstu 50 fréttir