Viðskipti innlent

Deloitte segir að niðurstöður sínar fáist ekki keyptar

Endurskoðendafyrirtækið Deloitte vísar því alfarið á bug að útvegsmenn hafi keypt niðurstöður sem kynntar voru á opnum fundi Útvegsmannafélags Reykjavíkur á dögunum. Fyrirtækið bendir á að Deloitte sé alþjóðlegt endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtæki og niðurstöður þess fáist ekki keyptar.

Í yfirlýsingu frá Deloitte er bent á að stjórnvöld, sem gagnrýni nú mjög mat annarra á áhrifum lagabreytinga sem þau leggi til, hafi sjálf enga útreikninga birt af neinu tagi um áhrif og afleiðingar breytinganna. Deloitte segist hafa kannað málið þegar um var beðið í aðdraganda fyrrnefnds fundar. Fyrirtækið standi við niðurstöður sínar að öllu leyti og lýsi sig reiðubúið að fara yfir málið með ráðherra og ráðgjöfum hans.

Þá segir Deiloitte að látið sé að því liggja í skrifum aðstoðarmanns sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í Fréttablaðinu í gær að niðurstöður Deloitte séu keyptar af útvegsmönnum. Fyrirtækið vísi slíku alfarið á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×