Viðskipti innlent

Mikið keypt og selt í Marel

Meðalvelta á dag með skuldabréf var 12,7 milljarðar króna í mars.
Meðalvelta á dag með skuldabréf var 12,7 milljarðar króna í mars. Fréttablaðið/gva
Heildarviðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 16,9 milljörðum króna í mars sem jafngildir 766 milljónum á dag. Til samanburðar var velta með hlutabréf 3,8 milljarðar í febrúar eða 183 milljónir á dag.

Mest voru viðskipti með bréf Marels eða sem nam 9,5 milljörðum. Því næst komu viðskipti með bréf Haga, sem námu 4,8 milljörðum, og með bréf Icelandair eða sem nam 1,3 milljörðum.

Í mánuðinum hækkaði úrvalsvísitalan OMXI6 um 6,1% og stendur nú í 1040 stigum.

Þá voru heildarviðskipti með skuldabréf 279 milljarðar í mars sem samsvarar 12,7 milljarða veltu á dag.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×