Þriðja hvert stórfyrirtæki í eigu banka 1. apríl 2012 06:00 Ný skýrsla Með útgáfu skýrslunnar er Samkeppniseftirlitið að fylgja eftir stærri skýrslu, "Samkeppnin eftir hrun“, sem gefin var út sumarið 2011. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrirtæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrirtækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið „Endurreisn fyrirtækja 2012 aflaklær eða uppvakningar?" Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag. Í henni kemur fram að stór íslensk fyrirtæki eru mjög skuldsett í alþjóðlegum samanburði. Þar segir að „eftirtektarvert er að skuldir fyrirtækja sem lokið hafa endurskipulagningu eru eftir sem áður almennt mjög miklar. Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni." Að mati Samkeppniseftirlitsins stafa margvíslegar hættur af mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Þau geti hvorki veitt keppinautum aðhald né starfað með skilvirkum hætti á markaði. Í skýrslunni segir að „hætt er við því að slíkt fyrirtæki ákveði verð á vöru eða þjónustu í samræmi við slæma skuldastöðu sína sé þess nokkur kostur. Hættan á þessu er þeim mun meiri eftir því sem samkeppni á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á er minni og markaðshlutdeild þess meiri". Samkeppniseftirlitið ætlar á næstunni fyrst og fremst að beina sjónum sínum að tvennu í tengslum við eftirlit með endurskipulagningu fyrirtækja. Annars vegar eftirliti með arðsemismarkmiðum fyrirtækja sem enn eru undir yfirráðum banka og hins vegar að tryggja að raunveruleg yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum. Eftirlitið hefur að undanförnu haft til skoðunar nokkur mál þar sem kannað er hvort myndast hafi yfirráð banka yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum. Í skýrslunni segir að þetta sé sérstaklega mikilvæg spurning vegna „mikillar skuldsetningar fyrirtækja og möguleika banka til að hafa áhrif á rekstur skuldsettra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði." thordur@frettabladid.is Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira
Bankar eru í ráðandi stöðu í 27% af 120 stærstu fyrirtækjum landsins í byrjun árs 2012. Þeir voru í slíkri stöðu í 46% þeirra í byrjun árs 2011 en á síðasta ári voru 20 stór fyrirtæki seld eða endurskipulögð með þeim hætti að bankarnir hafa ekki lengur þau ítök í rekstri fyrirtækjanna sem þeir höfðu áður. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins sem ber heitið „Endurreisn fyrirtækja 2012 aflaklær eða uppvakningar?" Skýrslan verður birt opinberlega á mánudag. Í henni kemur fram að stór íslensk fyrirtæki eru mjög skuldsett í alþjóðlegum samanburði. Þar segir að „eftirtektarvert er að skuldir fyrirtækja sem lokið hafa endurskipulagningu eru eftir sem áður almennt mjög miklar. Um þriðjungur stjórnenda stærri íslenskra fyrirtækja, sem hafa verið seld eða gengið í gegnum endurskipulagningu, telja að fyrirtækið geti ekki staðið undir núverandi skuldabyrði eða að óvíst sé að það geti staðið undir henni." Að mati Samkeppniseftirlitsins stafa margvíslegar hættur af mikilli skuldsetningu fyrirtækja. Þau geti hvorki veitt keppinautum aðhald né starfað með skilvirkum hætti á markaði. Í skýrslunni segir að „hætt er við því að slíkt fyrirtæki ákveði verð á vöru eða þjónustu í samræmi við slæma skuldastöðu sína sé þess nokkur kostur. Hættan á þessu er þeim mun meiri eftir því sem samkeppni á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á er minni og markaðshlutdeild þess meiri". Samkeppniseftirlitið ætlar á næstunni fyrst og fremst að beina sjónum sínum að tvennu í tengslum við eftirlit með endurskipulagningu fyrirtækja. Annars vegar eftirliti með arðsemismarkmiðum fyrirtækja sem enn eru undir yfirráðum banka og hins vegar að tryggja að raunveruleg yfirráð banka yfir fyrirtækjum séu uppi á borðum. Eftirlitið hefur að undanförnu haft til skoðunar nokkur mál þar sem kannað er hvort myndast hafi yfirráð banka yfir fyrirtækjum samkvæmt samkeppnislögum. Í skýrslunni segir að þetta sé sérstaklega mikilvæg spurning vegna „mikillar skuldsetningar fyrirtækja og möguleika banka til að hafa áhrif á rekstur skuldsettra fyrirtækja í gegnum skilmála í lánasamningum og gjaldfellingarákvæði." thordur@frettabladid.is
Mest lesið Breytingar í vinnunni: Hvað þýðir þetta fyrir mig? Atvinnulíf Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Viðskipti innlent Hrafnhildur til Pipar\TBWA Viðskipti innlent Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Sjá meira