Viðskipti innlent

FME samþykkir samruna Íslandsbanka og Kreditkorts

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur samþykkt samruna Íslandsbanka hf. og Kreditkorts hf. á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki.

Á vefsíðu FME segir að Íslandsbanki hf. tekur við öllum réttindum og skyldum Kreditkorts hf. og verða félögin sameinuð undir nafni Íslandsbanka hf.

Heiti hins sameinaða félags er Íslandsbanki en sérhæft kortaútibú undir vörumerkinu Kreditkort mun verða rekið að Ármúla 28 og mun það veita viðskiptavinum sínum sömu þjónustu og áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×