Viðskipti innlent

Sveitarfélögin skulda tæpa 570 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
mynd/Villi
Heildarskuldir sveitarfélaga nema 567 milljörðum króna, eða um þriðjungi af landsframleiðslu síðasta árs. Þetta kemur fram í svari Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra við fyrirspurn Lúðvíks Geirssonar um skuldir sveitarfélaga og endurfjármögnun.

Í svarinu ikemur jafnframt fram að skuldir við erlendar lánastofnanir nema 219 milljörðum króna eða um 40% af heildarskuldunum. Skuldir fimm sveitarfélaga nema 458 milljörðum króna eða um 80% af heildarskuldum sveitarfélaganna. Mestar eru skuldir Reykjavíkurborgar, um 306 milljarðar króna, en þar á eftir koma Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær, Reykjanesbær og Akureyrakaupstaður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×