Viðskipti innlent

Sólning seld fyrir 440 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnar Justinussen hefur keypt fyrirtækið Sólningu af Hömlum ehf, dótturfélagi Landsbankans, fyrir 440 milljónir króna. Gunnar rekur fyrirtækið Pitstop hér á landi.

Sólning Kópavogi ehf. er hjólbarðaverkstæði og innflutningsfyrirtæki með langa sögu að baki. Félagið rekur í dag fjögur verkstæði; á Smiðjuvegi í Kópvogi, Fitjabraut Njarðvík og Gagnheiði á Selfossi og verkstæði undir merkjum Barðans í Skútavogi í Reykjavík. Lager er starfræktur á Smiðjuvegi 11 þaðan sem megninu af heildsölustarfsemi félagsins er sinnt.

Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans hafði umsjón með söluferlinu sem hófst 31. janúar 2012. Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem stóðust hæfismat og gátu sýnt fram á fjárfestingargetu að upphæð 100 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×