Viðskipti innlent

Bloomberg: Áratugir í afléttingu gjaldeyrishaftanna

Gjaldeyrisútboð Seðlabankans ná ekki flugi vegna vantrausts fjárfesta á bankanum og áætluninni um afnám haftanna. Með núverandi fyrirkomulagi mun taka áratugi að losa um höftin og því talið ljóst að breytt verður um stefnu innan skamms.

Þetta er inntakið í ítarlegri umfjöllun á Bloomberg fréttaveitunni um gjaldeyrisútboð Seðlabankans en óhætt er að segja að þátttakan í því síðasta þeirra í mars s.l. hafi verið afar dræm og mikil vonbrigði fyrir bankann.

Bloomberg ræðir m.a. við Andra Guðmundsson forstjóra HF Verðbréfa um málið. Andri segir að með núverandi aðferðum muni það taka Seðlabankann áratugi að aflétta höftunum. „Fyrr eða síðar neyðist bankinn til að breyta aðferðum sínum," segir Andri.

Einnig er rætt við Þorgeir Eyjólfsson sem hefur umsjón með gjaldeyrisútboðum Seðlabankans. Þorgeir segir að aðferðir bankans séu stöðugt í endurskoðun. Hann segir mögulegt að breytingar verði á fyrirkomulagi bankans fyrir næsta gjaldeyrisútboð sem halda á í næsta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×