Fleiri fréttir Icelandair lækkað um 3,14% Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið um 3,14% í morgun en gengi bréfa félagsins er nú 5,25. Hvort þessi lækkun tengist eitthvað áformum Easy jet um að fljúga hingað til lands, sem tilkynnt var um í morgun, skal ósagt látið. 9.11.2011 13:50 Héðinsfjarðargöng fóru langt fram úr áætlun Héðinsfjárðargöng kostuðu 15,4 milljarða, 17,2% meira en áætlað var. Þetta kemur fram á vef Vegerðar ríkisins. 9.11.2011 12:04 easyJet til Íslands: Um 11 þúsund krónur báðar leiðir Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands frá Bretlandi. Flogið verður þrisvar í viku til Keflavíkur frá Lutonflugvelli í nágrenni London. Ferðirnar hefjast 27. mars á næsta ári en miðarnir fara í sölu á morgun. Í tilkynningu frá easy Jet segir að miðaverðið verði 6100 krónur aðra leiðina en 10.900 krónur báðar leiðir. 9.11.2011 10:12 Lífeyrissjóðir keyptu hluti í Icelandair af sjálfum sér Sá breiði hópur fjárfesta sem keyptu 10% hlut í Icelandair af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) er að mestu skipaður eigendum sjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru níu lífeyrissjóðir sem eru á meðal eigenda FSÍ hluti af hópnum. Þeirra á meðal er Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem keypti 2,5% og á nú 14,5% hlut, og Gildi lífeyrissjóður, sem keypti um 1,1% hlut. 9.11.2011 09:29 Leigumarkaðurinn óðum að dragast saman Leigumarkaðurinn dregst nú óðum saman en samfelld fækkun hefur orðið á þinglýstum leigusamningum milli ára það sem af er árinu. 9.11.2011 09:24 Dimon: Allt hefur breyst, þarf nýjar reglur? Jamie Dimon, forstjóri bandaríska risabankans JP Morgan Chase, stóð upp á blaðamannafundi hjá Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna fyrr á þessu ári spurði hann ítarlega út í hvort það væri þörf fyrir miklar breytingar á regluverki fjármálamarkaðarins. 9.11.2011 08:42 Slitastjórn krefur Jón Ásgeir um 83 milljónir Slitastjórn Glitnis stendur nú í málaferlum við Jón Ásgeir Jóhannesson vegna 450 þúsund punda, jafnvirði um 83 milljóna króna, sem hún telur hann skulda sér í málskostnað vegna kyrrsetningarmáls í Bretlandi. 9.11.2011 07:30 CCP braut persónuverndarlög persónuvernd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP braut lög um persónuvernd með því að senda upplýsingar um notendur tölvuleiksins Eve Online til Kína og Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði Persónuverndar. 9.11.2011 05:00 Ógilding yfirtöku á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku Stjörnugríss á svínabúunum Brautarholti og Grísagarði. 9.11.2011 02:00 Fréttaskýring: Krónan enn sveiflugjörn þrátt fyrir gjaldeyrishöft Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. 8.11.2011 18:45 Slitameðferð Kaupþings vísað til EFTA dómstólsins Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort tilteknir þættir í slitameðferðinni hafi samræmst reglur um EES, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið tengist kröfu sem Anglo Irish Bank á Írlandi gerir á hendur Kaupþingi upp á samtals 15 milljónir evra. 8.11.2011 16:15 Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8.11.2011 15:39 Karl Wernersson heldur hundruðum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli þrotabús Milestone á hendur Karli Wernerssyni um greiðslur á verðmætum sem Karl fékk í aðdraganda gjaldþrots Milestone. Þrotabúið krafðist að um 500 milljóna króna greiðslum til Karls yrði rift og að Karl myndi greiða þrotabúinu 418 milljónir króna. Karli var stefnt þann 9. nóvember í fyrra. Ástæða frávísunarinnar er sú að málið var höfðað eftir að málshöfðunarfrestur rann út. 8.11.2011 15:17 Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun. 8.11.2011 13:55 Johnson: Millistéttin borgar fyrir glannaskap banka Simon Johnson, prófessor í hagfræði við MIT háskólann í Boston, segir að "millistéttin“ sé að borga brúasann fyrir glannaskap bankanna. Þetta sjáist víða og sé í reynd alþjóðlegt einkenni á vandamálum sem hagkerfi heimsins glími nú við. 8.11.2011 13:47 Glitnir krefst þess að Jón Ásgeir greiði allan málskostnað Þrotabú Glitnis banka krefst þess að Jón Ásgeir Jóhannesson greiði allan þann málskostnað sem honum ber að greiða í tengslum við frystingu á eignum hans í London. Heildarkrafa Glitnis gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er 604 þúsund pund, liðlega 110 milljónir króna, en hann hefur nú þegar greitt um 150 þúsund pund, liðlega 27 milljónir króna. 8.11.2011 13:19 Gæti hagnast um tæpa 5 milljarða á Icelandair Hagnaður Framtakssjóðs Íslands af kaupunum á tæplega 30% hlut í Icelandair í fyrra nemur milljörðum króna. 8.11.2011 12:00 Sigríður hefur störf um áramót Sigríður Benediktsdóttir, sem nýlega var ráðin yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, tekur ekki formlega til starfa fyrr en um áramót og gegnir Harpa Jónsdóttir, hennar næstráðandi, starfi hennar fram að því. 8.11.2011 11:45 SP-toppar fara frá Landsbankanum Kjartan G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíla og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum, hefur ákveðið að láta af störfum. Hið sama á við um forstöðumennina Pétur Gunnarsson og Herbert Arnarson. 8.11.2011 11:27 Breiður hópur fjárfesta keypti í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur selt 10% hlutafjár í Icelandair Group, alls 500 milljón hluti til breiðs hóps fagfjárfesta. Meðalverð á hlut var 5,423 krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 2.711 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 950 milljón hluti í Icelandair Group, eða um 19% hlutafjár. 8.11.2011 09:53 Vöruskiptin hagstæð um 8 milljarða í október Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október var útflutningur 52,7 milljarðar króna og innflutningur tæpir 44,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 8,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 8.11.2011 09:02 Almenningur nýtur ekki góðs af hækkun á raungengi krónunnar Raungengi krónunnar heldur áfram að styrkjast en almenningur virðist ekki njóta þess sem skyldi. 8.11.2011 07:44 Gjaldeyrisforði Seðlabankans kominn í 983 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans er kominn í tæplega 983 milljarða króna og jókst hann um rúmlega 71 milljarð króna í október. 8.11.2011 07:42 Milestone í mál við Makedóna Þrotabú Milestone reynir nú að innheimta skuld upp á eina milljón evra, jafnvirði um 160 milljóna króna, af makedónskum kaupsýslumanni, sem var viðskiptafélagi Wernersbræðranna Karls og Steingríms fyrir bankahrun. Málflutningur um skuldina fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 8.11.2011 07:00 Verkfræðistofur leita að verkefnum erlendis Tæplega tvö hundruð verk- og tæknifræðingar eru án vinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands segir það áhyggjuefni hversu litlar upplýsingar liggja fyrir um landflótta í stéttunum. 7.11.2011 20:15 Dregið verði úr verðtryggingaráhættu Ákveðið hefur verið að ríkissjóður kaupi til baka óverðtryggð bréf af Íbúðalánasjóði að andvirði 32,5 milljarðar króna að nafnverði. Á móti afhendir ríkissjóður verðtryggð bréf fyrir 31,62 milljarða króna, að því er segir í tilkynningu. 7.11.2011 18:13 Áttatíu milljóna króna sekt vegna verðsamráðs Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 80 milljóna króna sekt á Langasjó, móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls vegna verðsamráðs. Málið tengist smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem voru verðmerktar fyrir Bónus. 7.11.2011 16:55 Icelandair hækkaði í kjölfar tilkynningar um sölu Icelandair hækkaði um rúmlega 1,1 % í dag og stendur gengi bréfa féalgsins nú í 5,48. Eins og áður hefur komið fram tilkynnti Framtakssjóður Íslands um það í morgun að hann hygðist selja 10% hlut í félaginu á genginu 5,42. Íslandsbanki hefur umsjón með söluferlinu. 7.11.2011 16:55 Fimm milljarða króna aukakvóti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar 3. nóvember síðastliðinn að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. 7.11.2011 17:16 Arion vann milljarðamál í héraðsdómi Ice Capital ehf, sem áður hét Sund ehf, hefur verið dæmt til að greiða Arion banka því sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna láns sem félagið tók hjá Kaupþingi. Málið er rakið til þess að árið 2004 gerði Sund samning við Kaupþing Búnaðarbanka um eignastýringu. 7.11.2011 15:01 Úr 3,6 milljörðum í 8,1 milljarð Miðað við markaðsgengi Icelandair Group í dag er hlutur Framtakssjóðsins í félaginu ríflega 8,1 milljarða virði. Framtakssjóðurinn keypti 30% hlutinn á 3,6 milljarða. Hagnaðurinn er því umtalsverður. Tíu prósent hlutur, sem Icelandair tilkynnti um í morgun að yrði seldur, er virði um 2,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 7.11.2011 12:42 Vill ljúka fjármögnunarsamningi um Vaðlaheiðagöng Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist telja að ekkert sé því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi við fyrirtækið Vaðlaheiðagöng hf um fjármögnun fyrir gerð ganganna. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið hafa umsjón með gerð ganganna með láni frá ríkissjóði. Verktakafyrirtækin ÍAV og Marti munu sjá um verklegan þátt framkvæmdanna. 7.11.2011 12:20 Vill nýtt mat á kostnaði við Vaðlaheiðargöng Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, vill að gert verði nýtt mat á kostnaðinum við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir það vægast sagt varlega áætlað að ætla að gera ráð fyrir 7% frávikum frá kostnaðaráætlun miðað við það hve mikið gangagerð hefur farið fram úr kostnaðaráætlunum síðustu ára. Áætlaður kostnaður við gerð ganganna nemur um 10 milljörðum króna. Runólfur benti á að kostnaðaráætlun hefði verið gerð af Saga Capital og síðar MP banka. Þessir aðilar hefðu hag af því að framkvæmdin yrði að veruleika vegna þess að bankinn myndi sjá um skuldabréfaútboð í tengslum við fjármögnun ganganna. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, sagðist ekkert hafa á móti því að óháður aðili gerði kostnaðarmat á framkvæmdinni. 7.11.2011 11:08 Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum í borginni. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 74 talsins. Þetta er töluvert undir meðaltalinu undanfarnar 12 vikur sem eru 98 samningar á viku. 7.11.2011 10:54 Framtakssjóðurinn hagnast vel Framtakssjóður Íslands hefur hagnast vel á fjárfestingu sinni í Icelandair Group, sem tilkynnt var um í morgun að hann væri að selja 10% hlut í. 7.11.2011 10:30 Selja 10% í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 18.00 mánudaginn 7. nóvember, 2011. 7.11.2011 09:57 Met sett í útflutningi sjávarafurða Met var sett í útflutningi sjávarafurða frá landinu í september en útflutningurinn nam 28,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. Það er þessum útflutningi að þakka hve myndarlegur afgangur varð á vöruskiptajöfnuðinum í september en hann nam 15.5 milljörðum króna. 7.11.2011 08:06 Endurfjármagna Hörpuna Til stendur að ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á 18 milljarða króna til að endurfjármagna sambankalán sem Austurhöfn-TR, eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, tók í janúar í fyrra. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins og 46% eigu Reykjavíkurborgar. Skuldabréfaútboðið á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 og verður innlent. Þetta staðfestir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, dótturfélags Austurhafnar, sem heldur utan um eignarhald á Hörpunni. 7.11.2011 08:00 Matvörufélag Ólafs græðir milljarða Hollenska matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40 prósenta hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, sem jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 7.11.2011 00:01 Slitastjórnir mala gull eftir hrunið Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. 6.11.2011 18:36 Epli.is sektað fyrir loforð um „enga vírusa“ Neytendastofa hefur sektað Epli.is um eina og hálfa milljón króna sökum þess að fyrirtækið notaði fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum sínum, en gat ekki fært sönnur á hana. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Sektin er lögð á rekstraraðila Epli.is vegna þess að fyrirtækið fór ekki eftir banni Neytendastofunnar við að nota fullyrðinguna í markaðsherferðum. Í desember á síðasta ári gerði Neytendastofa fyrst athugasemdir við auglýsingarnar. Í október á þessu ári bárust hins vegar ábendingar um að auglýsingarnar væru aftur farnar að birtast. Í kjölfarið komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að um ítrekuð brot væri að ræða og fyrirtækið sýndi einbeittan vilja til að blekkja neytendur. Því þótti hæfilegt að sekta fyrirtækið um eina og hálfa milljón króna. 6.11.2011 13:11 Milljarða hagnaður fyrirtækja Ólafs Matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40% hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010. En það jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum króna. Ólafur á fjörutíu prósenta hlut í gegnum hollenska fyrirtækið Kjalar Invest á móti franska fyrirtækinu Lur Berri. Tæplega hálfur milljarður króna var greiddur út í arð til hluthafa í fyrra en eignir Alfesca umfram skuldir nema 375 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 59 milljarða króna. 6.11.2011 20:00 Er ég ekki örugglega í fókus? Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. 6.11.2011 00:01 Segir ráðherra hafa misst af tekjum upp á milljarða Magnús Orri Schram sakar sjávarútvegsráðherra um að hafa "misst af dauðafæri" þegar hann úthlutaði kvóta í makríl án endurgjalds til útgerðarmanna fyrr í haust. Með því að leigja kvótann frá ríkinu hefði ráðuneytið geta aflað 6 milljarða króna að mati Magnúsar. Þeir hefðu komið sér vel á niðurskurðartímum. 5.11.2011 17:40 Þarf þrjúþúsund notendur á mánuði Í Holtagörðum er nú verið að undirbúa opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar en eigendur hennar ætla sér að tröllríða markaðnum hér á landi með því að bjóða ódýr líkamsræktarkort án bindingar. Stöðin þarf þrjúþúsund korthafa til að reksturinn gangi upp. Það er nóg um að vera í Holtagörðum þessa dagana en þar er líkamsræktarfrumkvöðullinn Ágúst Ágústsson ásamt foreldrum sínum í óða önn að innrétta glænýja líkamsræktarstöð. 5.11.2011 20:00 Sjá næstu 50 fréttir
Icelandair lækkað um 3,14% Gengi bréfa í Icelandair hefur fallið um 3,14% í morgun en gengi bréfa félagsins er nú 5,25. Hvort þessi lækkun tengist eitthvað áformum Easy jet um að fljúga hingað til lands, sem tilkynnt var um í morgun, skal ósagt látið. 9.11.2011 13:50
Héðinsfjarðargöng fóru langt fram úr áætlun Héðinsfjárðargöng kostuðu 15,4 milljarða, 17,2% meira en áætlað var. Þetta kemur fram á vef Vegerðar ríkisins. 9.11.2011 12:04
easyJet til Íslands: Um 11 þúsund krónur báðar leiðir Breska lággjaldaflugfélagið easyJet hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til Íslands frá Bretlandi. Flogið verður þrisvar í viku til Keflavíkur frá Lutonflugvelli í nágrenni London. Ferðirnar hefjast 27. mars á næsta ári en miðarnir fara í sölu á morgun. Í tilkynningu frá easy Jet segir að miðaverðið verði 6100 krónur aðra leiðina en 10.900 krónur báðar leiðir. 9.11.2011 10:12
Lífeyrissjóðir keyptu hluti í Icelandair af sjálfum sér Sá breiði hópur fjárfesta sem keyptu 10% hlut í Icelandair af Framtakssjóði Íslands (FSÍ) er að mestu skipaður eigendum sjóðsins. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru níu lífeyrissjóðir sem eru á meðal eigenda FSÍ hluti af hópnum. Þeirra á meðal er Lífeyrissjóður verslunarmanna, sem keypti 2,5% og á nú 14,5% hlut, og Gildi lífeyrissjóður, sem keypti um 1,1% hlut. 9.11.2011 09:29
Leigumarkaðurinn óðum að dragast saman Leigumarkaðurinn dregst nú óðum saman en samfelld fækkun hefur orðið á þinglýstum leigusamningum milli ára það sem af er árinu. 9.11.2011 09:24
Dimon: Allt hefur breyst, þarf nýjar reglur? Jamie Dimon, forstjóri bandaríska risabankans JP Morgan Chase, stóð upp á blaðamannafundi hjá Ben Bernanke seðlabankastjóra Bandaríkjanna fyrr á þessu ári spurði hann ítarlega út í hvort það væri þörf fyrir miklar breytingar á regluverki fjármálamarkaðarins. 9.11.2011 08:42
Slitastjórn krefur Jón Ásgeir um 83 milljónir Slitastjórn Glitnis stendur nú í málaferlum við Jón Ásgeir Jóhannesson vegna 450 þúsund punda, jafnvirði um 83 milljóna króna, sem hún telur hann skulda sér í málskostnað vegna kyrrsetningarmáls í Bretlandi. 9.11.2011 07:30
CCP braut persónuverndarlög persónuvernd Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP braut lög um persónuvernd með því að senda upplýsingar um notendur tölvuleiksins Eve Online til Kína og Bandaríkjanna samkvæmt úrskurði Persónuverndar. 9.11.2011 05:00
Ógilding yfirtöku á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku Stjörnugríss á svínabúunum Brautarholti og Grísagarði. 9.11.2011 02:00
Fréttaskýring: Krónan enn sveiflugjörn þrátt fyrir gjaldeyrishöft Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. 8.11.2011 18:45
Slitameðferð Kaupþings vísað til EFTA dómstólsins Leitað verður ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins á því hvort tilteknir þættir í slitameðferðinni hafi samræmst reglur um EES, samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. Málið tengist kröfu sem Anglo Irish Bank á Írlandi gerir á hendur Kaupþingi upp á samtals 15 milljónir evra. 8.11.2011 16:15
Ógilding yfirtöku Stjörnugríss á svínabúum staðfest Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins um að ógilda yfirtöku fyrirtækisins Stjörnugríss á svínabúum. Þetta kemur fram á vefsíðu Samkeppniseftirlitsins. 8.11.2011 15:39
Karl Wernersson heldur hundruðum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá máli þrotabús Milestone á hendur Karli Wernerssyni um greiðslur á verðmætum sem Karl fékk í aðdraganda gjaldþrots Milestone. Þrotabúið krafðist að um 500 milljóna króna greiðslum til Karls yrði rift og að Karl myndi greiða þrotabúinu 418 milljónir króna. Karli var stefnt þann 9. nóvember í fyrra. Ástæða frávísunarinnar er sú að málið var höfðað eftir að málshöfðunarfrestur rann út. 8.11.2011 15:17
Alls óljóst hvenær Nubo verður svarað Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segir ekkert til um það hvenær hann mun svara erindi Huangs Nubo vegna fyrirhugaðra kaupa hans á jörð á Grímsstöðum á Fjöllum. Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ögmund út í málið á Alþingi í dag. Kristján sagði að hér væri um miklar tekjur að ræða sem myndu skila sér sem tekjur við nýsköpun. 8.11.2011 13:55
Johnson: Millistéttin borgar fyrir glannaskap banka Simon Johnson, prófessor í hagfræði við MIT háskólann í Boston, segir að "millistéttin“ sé að borga brúasann fyrir glannaskap bankanna. Þetta sjáist víða og sé í reynd alþjóðlegt einkenni á vandamálum sem hagkerfi heimsins glími nú við. 8.11.2011 13:47
Glitnir krefst þess að Jón Ásgeir greiði allan málskostnað Þrotabú Glitnis banka krefst þess að Jón Ásgeir Jóhannesson greiði allan þann málskostnað sem honum ber að greiða í tengslum við frystingu á eignum hans í London. Heildarkrafa Glitnis gagnvart Jóni Ásgeiri Jóhannessyni er 604 þúsund pund, liðlega 110 milljónir króna, en hann hefur nú þegar greitt um 150 þúsund pund, liðlega 27 milljónir króna. 8.11.2011 13:19
Gæti hagnast um tæpa 5 milljarða á Icelandair Hagnaður Framtakssjóðs Íslands af kaupunum á tæplega 30% hlut í Icelandair í fyrra nemur milljörðum króna. 8.11.2011 12:00
Sigríður hefur störf um áramót Sigríður Benediktsdóttir, sem nýlega var ráðin yfirmaður fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, tekur ekki formlega til starfa fyrr en um áramót og gegnir Harpa Jónsdóttir, hennar næstráðandi, starfi hennar fram að því. 8.11.2011 11:45
SP-toppar fara frá Landsbankanum Kjartan G. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bíla og tækjafjármögnunar hjá Landsbankanum, hefur ákveðið að láta af störfum. Hið sama á við um forstöðumennina Pétur Gunnarsson og Herbert Arnarson. 8.11.2011 11:27
Breiður hópur fjárfesta keypti í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur selt 10% hlutafjár í Icelandair Group, alls 500 milljón hluti til breiðs hóps fagfjárfesta. Meðalverð á hlut var 5,423 krónur og nemur heildarsöluvirði hlutafjár því 2.711 milljónum króna. Eftir viðskiptin á Framtakssjóður Íslands um 950 milljón hluti í Icelandair Group, eða um 19% hlutafjár. 8.11.2011 09:53
Vöruskiptin hagstæð um 8 milljarða í október Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október var útflutningur 52,7 milljarðar króna og innflutningur tæpir 44,7 milljarðar króna. Vöruskiptin í október voru því hagstæð um 8,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 8.11.2011 09:02
Almenningur nýtur ekki góðs af hækkun á raungengi krónunnar Raungengi krónunnar heldur áfram að styrkjast en almenningur virðist ekki njóta þess sem skyldi. 8.11.2011 07:44
Gjaldeyrisforði Seðlabankans kominn í 983 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans er kominn í tæplega 983 milljarða króna og jókst hann um rúmlega 71 milljarð króna í október. 8.11.2011 07:42
Milestone í mál við Makedóna Þrotabú Milestone reynir nú að innheimta skuld upp á eina milljón evra, jafnvirði um 160 milljóna króna, af makedónskum kaupsýslumanni, sem var viðskiptafélagi Wernersbræðranna Karls og Steingríms fyrir bankahrun. Málflutningur um skuldina fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 8.11.2011 07:00
Verkfræðistofur leita að verkefnum erlendis Tæplega tvö hundruð verk- og tæknifræðingar eru án vinnu samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. Framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands segir það áhyggjuefni hversu litlar upplýsingar liggja fyrir um landflótta í stéttunum. 7.11.2011 20:15
Dregið verði úr verðtryggingaráhættu Ákveðið hefur verið að ríkissjóður kaupi til baka óverðtryggð bréf af Íbúðalánasjóði að andvirði 32,5 milljarðar króna að nafnverði. Á móti afhendir ríkissjóður verðtryggð bréf fyrir 31,62 milljarða króna, að því er segir í tilkynningu. 7.11.2011 18:13
Áttatíu milljóna króna sekt vegna verðsamráðs Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 80 milljóna króna sekt á Langasjó, móðurfélag Síldar og fisks og Matfugls vegna verðsamráðs. Málið tengist smásöluverðlagningu á kjöti og unnum kjötvörum sem voru verðmerktar fyrir Bónus. 7.11.2011 16:55
Icelandair hækkaði í kjölfar tilkynningar um sölu Icelandair hækkaði um rúmlega 1,1 % í dag og stendur gengi bréfa féalgsins nú í 5,48. Eins og áður hefur komið fram tilkynnti Framtakssjóður Íslands um það í morgun að hann hygðist selja 10% hlut í félaginu á genginu 5,42. Íslandsbanki hefur umsjón með söluferlinu. 7.11.2011 16:55
Fimm milljarða króna aukakvóti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið í framhaldi af ráðgjöf Hafrannsóknarstofnunarinnar 3. nóvember síðastliðinn að hækka heildaraflamark í íslenskri sumargotssíld um 40 þúsund tonn. Fyrr á þessu hausti úthlutaði ráðherra 5 þúsund tonnum í sama aflamarki. 7.11.2011 17:16
Arion vann milljarðamál í héraðsdómi Ice Capital ehf, sem áður hét Sund ehf, hefur verið dæmt til að greiða Arion banka því sem nemur 3,7 milljörðum króna vegna láns sem félagið tók hjá Kaupþingi. Málið er rakið til þess að árið 2004 gerði Sund samning við Kaupþing Búnaðarbanka um eignastýringu. 7.11.2011 15:01
Úr 3,6 milljörðum í 8,1 milljarð Miðað við markaðsgengi Icelandair Group í dag er hlutur Framtakssjóðsins í félaginu ríflega 8,1 milljarða virði. Framtakssjóðurinn keypti 30% hlutinn á 3,6 milljarða. Hagnaðurinn er því umtalsverður. Tíu prósent hlutur, sem Icelandair tilkynnti um í morgun að yrði seldur, er virði um 2,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi. 7.11.2011 12:42
Vill ljúka fjármögnunarsamningi um Vaðlaheiðagöng Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist telja að ekkert sé því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi við fyrirtækið Vaðlaheiðagöng hf um fjármögnun fyrir gerð ganganna. Samkvæmt samningnum mun fyrirtækið hafa umsjón með gerð ganganna með láni frá ríkissjóði. Verktakafyrirtækin ÍAV og Marti munu sjá um verklegan þátt framkvæmdanna. 7.11.2011 12:20
Vill nýtt mat á kostnaði við Vaðlaheiðargöng Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, vill að gert verði nýtt mat á kostnaðinum við gerð Vaðlaheiðarganga. Hann segir það vægast sagt varlega áætlað að ætla að gera ráð fyrir 7% frávikum frá kostnaðaráætlun miðað við það hve mikið gangagerð hefur farið fram úr kostnaðaráætlunum síðustu ára. Áætlaður kostnaður við gerð ganganna nemur um 10 milljörðum króna. Runólfur benti á að kostnaðaráætlun hefði verið gerð af Saga Capital og síðar MP banka. Þessir aðilar hefðu hag af því að framkvæmdin yrði að veruleika vegna þess að bankinn myndi sjá um skuldabréfaútboð í tengslum við fjármögnun ganganna. Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, formaður stjórnar Vaðlaheiðarganga, sagðist ekkert hafa á móti því að óháður aðili gerði kostnaðarmat á framkvæmdinni. 7.11.2011 11:08
Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum Áfram dregur úr veltunni á fasteignamarkaðinum í borginni. Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 74 talsins. Þetta er töluvert undir meðaltalinu undanfarnar 12 vikur sem eru 98 samningar á viku. 7.11.2011 10:54
Framtakssjóðurinn hagnast vel Framtakssjóður Íslands hefur hagnast vel á fjárfestingu sinni í Icelandair Group, sem tilkynnt var um í morgun að hann væri að selja 10% hlut í. 7.11.2011 10:30
Selja 10% í Icelandair Framtakssjóður Íslands hefur falið Verðbréfamiðlun Íslandsbanka hf. að hafa umsjón með sölu á 10% hlutafjár í Icelandair Group. Hlutaféð er boðið til sölu til fagfjárfesta með áskriftarfyrirkomulagi. Lágmarksverð er kr. 5,42 á hlut sem er dagslokagengi á síðasta viðskiptadegi, föstudaginn 4. nóvember. Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 18.00 mánudaginn 7. nóvember, 2011. 7.11.2011 09:57
Met sett í útflutningi sjávarafurða Met var sett í útflutningi sjávarafurða frá landinu í september en útflutningurinn nam 28,6 milljörðum króna og hefur aldrei verið meiri í krónum talið. Það er þessum útflutningi að þakka hve myndarlegur afgangur varð á vöruskiptajöfnuðinum í september en hann nam 15.5 milljörðum króna. 7.11.2011 08:06
Endurfjármagna Hörpuna Til stendur að ráðast í skuldabréfaútgáfu upp á 18 milljarða króna til að endurfjármagna sambankalán sem Austurhöfn-TR, eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu, tók í janúar í fyrra. Austurhöfn er í 54% eigu íslenska ríkisins og 46% eigu Reykjavíkurborgar. Skuldabréfaútboðið á að fara fram á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012 og verður innlent. Þetta staðfestir Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, dótturfélags Austurhafnar, sem heldur utan um eignarhald á Hörpunni. 7.11.2011 08:00
Matvörufélag Ólafs græðir milljarða Hollenska matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40 prósenta hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, sem jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum íslenskra króna. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. 7.11.2011 00:01
Slitastjórnir mala gull eftir hrunið Slitastjórnir föllnu bankanna þriggja mala gull eftir bankahrunið, en sumar lögmannsstofur í eigu nefndarmanna í slitastjórnum skiluðu tugmilljóna króna hagnaði á síðasta ári. Í slitastjórn Kaupþings sitja nú þau Feldís Lilja Óskarsdóttir og Davíð Benedikt Gíslason, eftir að Ólafur Garðarsson, lét af störfum. Lögmannstofa Feldísar Lilju hagnaðist um 6,8 milljónir króna í fyrra samkvæmt ársreikningi. Félag Davíðs hefur ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2010. Fyrirtæki utan um rekstur Steinars Þórs Guðgeirssonar, sem er formaður skilanefndar Kaupþings, skilaði rúmlega fimmtíu milljóna króna hagnaði á síðasta ári og er félagið skráð með eignir upp á tæplega hundrað milljónir króna, en hann þess skal getið að hann rekur félagið ásamt eiginkonu sinni sem einnig er lögmaður og inni í fjárhæðinni eru því einnig hagnaður vegna tekna hennar. 6.11.2011 18:36
Epli.is sektað fyrir loforð um „enga vírusa“ Neytendastofa hefur sektað Epli.is um eina og hálfa milljón króna sökum þess að fyrirtækið notaði fullyrðinguna „engir vírusar" í auglýsingum sínum, en gat ekki fært sönnur á hana. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV. Sektin er lögð á rekstraraðila Epli.is vegna þess að fyrirtækið fór ekki eftir banni Neytendastofunnar við að nota fullyrðinguna í markaðsherferðum. Í desember á síðasta ári gerði Neytendastofa fyrst athugasemdir við auglýsingarnar. Í október á þessu ári bárust hins vegar ábendingar um að auglýsingarnar væru aftur farnar að birtast. Í kjölfarið komst Neytendastofa að þeirri niðurstöðu að um ítrekuð brot væri að ræða og fyrirtækið sýndi einbeittan vilja til að blekkja neytendur. Því þótti hæfilegt að sekta fyrirtækið um eina og hálfa milljón króna. 6.11.2011 13:11
Milljarða hagnaður fyrirtækja Ólafs Matvælafyrirtækið Alfesca, sem Ólafur Ólafsson á tæplega 40% hlut í, hagnaðist um 35 milljónir evra á síðasta ári, samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2010. En það jafngildir rúmlega 5,5 milljörðum króna. Ólafur á fjörutíu prósenta hlut í gegnum hollenska fyrirtækið Kjalar Invest á móti franska fyrirtækinu Lur Berri. Tæplega hálfur milljarður króna var greiddur út í arð til hluthafa í fyrra en eignir Alfesca umfram skuldir nema 375 milljónum evra, jafnvirði rúmlega 59 milljarða króna. 6.11.2011 20:00
Er ég ekki örugglega í fókus? Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. 6.11.2011 00:01
Segir ráðherra hafa misst af tekjum upp á milljarða Magnús Orri Schram sakar sjávarútvegsráðherra um að hafa "misst af dauðafæri" þegar hann úthlutaði kvóta í makríl án endurgjalds til útgerðarmanna fyrr í haust. Með því að leigja kvótann frá ríkinu hefði ráðuneytið geta aflað 6 milljarða króna að mati Magnúsar. Þeir hefðu komið sér vel á niðurskurðartímum. 5.11.2011 17:40
Þarf þrjúþúsund notendur á mánuði Í Holtagörðum er nú verið að undirbúa opnun nýrrar líkamsræktarstöðvar en eigendur hennar ætla sér að tröllríða markaðnum hér á landi með því að bjóða ódýr líkamsræktarkort án bindingar. Stöðin þarf þrjúþúsund korthafa til að reksturinn gangi upp. Það er nóg um að vera í Holtagörðum þessa dagana en þar er líkamsræktarfrumkvöðullinn Ágúst Ágústsson ásamt foreldrum sínum í óða önn að innrétta glænýja líkamsræktarstöð. 5.11.2011 20:00