Fréttaskýring: Krónan enn sveiflugjörn þrátt fyrir gjaldeyrishöft Hafsteinn Hauksson skrifar 8. nóvember 2011 18:45 Jón Bjarki Bentsson. Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. Fréttastofa hefur reiknað staðalfrávik í mánaðarlegu gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart evrunni frá ársbyrjun 2010. Staðalfrávikið mælir hversu langt frá meðaltali tímabilsins gengið flöktir að meðaltali, en eftir því sem staðalfrávikið er hærra, þeim mun meiri eru breytingarnar í gengi gjaldmiðilsins. Svona lítur myndin út: NOK 1,64% GBP 2,37% HUF 2,82% SEK 3,84% ISK 4,64% CHF 7,19% TRY 8,74% Í ljós kemur að gengi íslensku krónunnar gagnvart evru er talsvert óstöðugra en flestra annarra mynta í álfunni, þrátt fyrir að þær séu fljótandi með öllu öfugt við krónuna.Of ýkt mynd Þessi aðferð getur þó gefið ýkta mynd af sveiflunum, þar sem hún tekur ekki tillit til þess að gengi gjaldmiðla getur fylgt stöðugri stefnu, t.d. hækkað stöðugt eða lækkað yfir tímabil, án þess að því fylgi miklar sveiflur. Hægt er að leiðrétta fyrir þessum áhrifum með því að reikna út staðalfrávik gengisbreytinganna sjálfra; með öðrum orðum að athuga sveiflurnar í gengisbreytingunum en ekki sveiflurnar í genginu. Þá lítur myndin svona út: NOK 1,05% SEK 1,21% ISK 1,82% GBP 1,93% HUF 1,93% TRY 2,44% CHF 2,70% Gengi íslensku krónunnar er í meðallagi stöðugt í samanburðinum. Aðrar norrænar myntir eru til dæmis stöðugri, breska pundið og ungverska forintan sveiflast litlu meira en krónan, en tyrkneska líran og svissneski frankinn eru hins vegar mun sveiflugjarnari. En ættu gjaldeyrishöftin að tryggja stöðugra gengi en svo?Meiri stöðugleiki en ella "Gjaldeyrishöftin ættu að tryggja, og hafa klárlega tryggt, meiri stöðugleika en annars hefði orðið í krónunni. En höftin bolta krónuna ekki niður í algjöran stöðugleika, enda var það ekki tilgangurinn með þeim," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hann telur að höftin hafi til dæmis skýlt krónunni fyrir áhrifum frá alþjóðamörkuðum á síðustu mánuðum, sem líklegast hefðu orðið veruleg ella, eins og sjáist í sambærilegum myntum og krónan er.Grunnur markaður galli á höftunum Höftin séu hins vegar ekki gallalaus, þar sem þau geri gjaldeyrismarkaðinn mjög lítinn og grunnan þar sem gjaldeyrisviðskipti séu takmörkuð við vöru- og þjónustuviðskipti, vexti og afborganir af lánum. "Markaðurinn verður svo lítill og grunnur að tiltölulega lítið flæði, af þeirri stærðargráðu að ekki hefði séð högg á vatni á markaðnum fyrir hrun, getur breytt gengi krónunnar töluvert. Sveifluvaldarnir eru orðnir aðrir en áður var, og þeir geta verið verulegir."Traustur - en ekki of traustur Athygli vekur að svissneski frankinn, sem er einn traustasti gjaldmiðil heims, er jafnframt sá sem sveiflast mest, en svissneski seðlabankinn þurfti að grípa til þess ráðs að setja hámark á verð frankans svo hann yrði ekki of sterkur. "Hann er eiginlega lentur í þeirri skrítnu stöðu að vera í svo miklu uppáhaldi hjá þeim spákaupmönnum og fjárfestum sem eru að forða sér úr áhættusamari myntum, að hann geldur fyrir það," segir Jón Bjarki. "Þegar áhættufælni eykst glímir hann við stöðugt innflæði fjármagns og verður svissneska hagkerfinu fjötur um fót, því gengið styrkist og samkeppnishæfni hagkerfisins laskast." Er þá boðskapurinn sá að vera með traustan gjaldmiðil, en ekki of traustan? "Ég held að það megi segja í þessu eins og mörgu öðru að meðalhófið er best," segir Jón að lokum. Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira
Rannsókn fréttastofu leiðir í ljós að þrátt fyrir að vera studd gjaldeyrishöftum er íslenska krónan aðeins í meðallagi stöðugur gjaldmiðill á við aðrar fljótandi myntir í Evrópu síðustu misserin. Fréttastofa hefur reiknað staðalfrávik í mánaðarlegu gengi nokkurra gjaldmiðla gagnvart evrunni frá ársbyrjun 2010. Staðalfrávikið mælir hversu langt frá meðaltali tímabilsins gengið flöktir að meðaltali, en eftir því sem staðalfrávikið er hærra, þeim mun meiri eru breytingarnar í gengi gjaldmiðilsins. Svona lítur myndin út: NOK 1,64% GBP 2,37% HUF 2,82% SEK 3,84% ISK 4,64% CHF 7,19% TRY 8,74% Í ljós kemur að gengi íslensku krónunnar gagnvart evru er talsvert óstöðugra en flestra annarra mynta í álfunni, þrátt fyrir að þær séu fljótandi með öllu öfugt við krónuna.Of ýkt mynd Þessi aðferð getur þó gefið ýkta mynd af sveiflunum, þar sem hún tekur ekki tillit til þess að gengi gjaldmiðla getur fylgt stöðugri stefnu, t.d. hækkað stöðugt eða lækkað yfir tímabil, án þess að því fylgi miklar sveiflur. Hægt er að leiðrétta fyrir þessum áhrifum með því að reikna út staðalfrávik gengisbreytinganna sjálfra; með öðrum orðum að athuga sveiflurnar í gengisbreytingunum en ekki sveiflurnar í genginu. Þá lítur myndin svona út: NOK 1,05% SEK 1,21% ISK 1,82% GBP 1,93% HUF 1,93% TRY 2,44% CHF 2,70% Gengi íslensku krónunnar er í meðallagi stöðugt í samanburðinum. Aðrar norrænar myntir eru til dæmis stöðugri, breska pundið og ungverska forintan sveiflast litlu meira en krónan, en tyrkneska líran og svissneski frankinn eru hins vegar mun sveiflugjarnari. En ættu gjaldeyrishöftin að tryggja stöðugra gengi en svo?Meiri stöðugleiki en ella "Gjaldeyrishöftin ættu að tryggja, og hafa klárlega tryggt, meiri stöðugleika en annars hefði orðið í krónunni. En höftin bolta krónuna ekki niður í algjöran stöðugleika, enda var það ekki tilgangurinn með þeim," segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur hjá greiningu Íslandsbanka. Hann telur að höftin hafi til dæmis skýlt krónunni fyrir áhrifum frá alþjóðamörkuðum á síðustu mánuðum, sem líklegast hefðu orðið veruleg ella, eins og sjáist í sambærilegum myntum og krónan er.Grunnur markaður galli á höftunum Höftin séu hins vegar ekki gallalaus, þar sem þau geri gjaldeyrismarkaðinn mjög lítinn og grunnan þar sem gjaldeyrisviðskipti séu takmörkuð við vöru- og þjónustuviðskipti, vexti og afborganir af lánum. "Markaðurinn verður svo lítill og grunnur að tiltölulega lítið flæði, af þeirri stærðargráðu að ekki hefði séð högg á vatni á markaðnum fyrir hrun, getur breytt gengi krónunnar töluvert. Sveifluvaldarnir eru orðnir aðrir en áður var, og þeir geta verið verulegir."Traustur - en ekki of traustur Athygli vekur að svissneski frankinn, sem er einn traustasti gjaldmiðil heims, er jafnframt sá sem sveiflast mest, en svissneski seðlabankinn þurfti að grípa til þess ráðs að setja hámark á verð frankans svo hann yrði ekki of sterkur. "Hann er eiginlega lentur í þeirri skrítnu stöðu að vera í svo miklu uppáhaldi hjá þeim spákaupmönnum og fjárfestum sem eru að forða sér úr áhættusamari myntum, að hann geldur fyrir það," segir Jón Bjarki. "Þegar áhættufælni eykst glímir hann við stöðugt innflæði fjármagns og verður svissneska hagkerfinu fjötur um fót, því gengið styrkist og samkeppnishæfni hagkerfisins laskast." Er þá boðskapurinn sá að vera með traustan gjaldmiðil, en ekki of traustan? "Ég held að það megi segja í þessu eins og mörgu öðru að meðalhófið er best," segir Jón að lokum.
Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Sjá meira