Er ég ekki örugglega í fókus? Arnór Bogason skrifar 6. nóvember 2011 00:01 Myndavélin fæst í þremur mismunandi útgáfum. Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. Helsti kostur Lytro er nefnilega höfundarréttarvarin tækni sem framleiðandinn kallar lifandi myndir og er knúin áfram af svokallaðri ljósrýmistækni. Í venjulegum myndavélum þarftu að velja hvar í ljósrýminu myndin er staðsett þegar þú tekur myndina, og þar með fókuspunktinn. Lytro hinsvegar tekur mynd af öllu ljósrýminu svo þú getur valið fókuspunktinn í eftirvinnslu. Dæmi: Þú ert í partíi og einhver vina þinna tekur upp á einhverju sem vert er að skrásetja í mynd, þú sérð fugl sem þér finnst fallegur, barnið þitt stendur í lappirnar í fyrsta skipti. Þessi og svo mörg önnur augnablik krefjast þess að þau séu fönguð á mynd og þá máttu engan tíma missa. Lytro nefnilega tekur mynd af öllu því sem sést og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að bakgrunnurinn sé í fókus frekar en viðfangsefnið. Lytro er líka hröð, það fer enginn tími í að fókusa enda gerist það allt eftirá. Í myndavélinni er líka öflug aðdráttarlinsa sem getur stækkað allt að áttfalt og hún er mjög ljósnæm. Eftirvinnsla fer fram í sérhönnuðum hugbúnaði sem fylgir myndavélinni og geta notendur annaðhvort valið fókuspunktinn þar eða breytt myndinni í Flash-mynd og sett á netið, t.d. á Facebook þar sem þeir sem skoða myndirnar geta valið fókuspunktinn sjálfir. Tæknin á bak við Lytro-myndavélina gerir hana sjálfkrafa að 3D myndavél og er gert ráð fyrir að hugbúnaðaruppfærsla fyrir slíka úrvinnslu verði tilbúinn einhverntíma á næsta ári. Lytro fæst í þremur litum; ljósblá eða grá með 8GB geymsluplássi (um það bil 350 myndir) mun kosta 399 Bandaríkjadali sem er um 48 þúsund, en sú rauða er með 16GB geymsluplássi (um það bil 750 myndir) og mun kosta 499 Bandaríkjadali sem er um 60 þúsund krónur. Myndavélin er væntanleg á Bandaríkjamarkað í upphafi næsta árs.Umfjöllun blaðamanns Cnet um vélina (myndband). Nánari upplýsingar og dæmi um myndir úr vélinni má sjá á lytro.com. Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira
Myndavélin fæst í þremur mismunandi útgáfum. Lytro er líklega með skrýtnustu myndavélum sem þú hefur séð. Hún er ferstrendingslaga, á öðrum endanum er lítill snertiskjár og á hinum endanum er óvenjulega stór linsa fyrir svona litla vél. En þótt að Lytro sé smá þá býr í henni tækni sem er áður óþekkt, í það minnsta á neytendamarkaði. Þú þarft nefnilega aldrei að fókusa neitt. Helsti kostur Lytro er nefnilega höfundarréttarvarin tækni sem framleiðandinn kallar lifandi myndir og er knúin áfram af svokallaðri ljósrýmistækni. Í venjulegum myndavélum þarftu að velja hvar í ljósrýminu myndin er staðsett þegar þú tekur myndina, og þar með fókuspunktinn. Lytro hinsvegar tekur mynd af öllu ljósrýminu svo þú getur valið fókuspunktinn í eftirvinnslu. Dæmi: Þú ert í partíi og einhver vina þinna tekur upp á einhverju sem vert er að skrásetja í mynd, þú sérð fugl sem þér finnst fallegur, barnið þitt stendur í lappirnar í fyrsta skipti. Þessi og svo mörg önnur augnablik krefjast þess að þau séu fönguð á mynd og þá máttu engan tíma missa. Lytro nefnilega tekur mynd af öllu því sem sést og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að bakgrunnurinn sé í fókus frekar en viðfangsefnið. Lytro er líka hröð, það fer enginn tími í að fókusa enda gerist það allt eftirá. Í myndavélinni er líka öflug aðdráttarlinsa sem getur stækkað allt að áttfalt og hún er mjög ljósnæm. Eftirvinnsla fer fram í sérhönnuðum hugbúnaði sem fylgir myndavélinni og geta notendur annaðhvort valið fókuspunktinn þar eða breytt myndinni í Flash-mynd og sett á netið, t.d. á Facebook þar sem þeir sem skoða myndirnar geta valið fókuspunktinn sjálfir. Tæknin á bak við Lytro-myndavélina gerir hana sjálfkrafa að 3D myndavél og er gert ráð fyrir að hugbúnaðaruppfærsla fyrir slíka úrvinnslu verði tilbúinn einhverntíma á næsta ári. Lytro fæst í þremur litum; ljósblá eða grá með 8GB geymsluplássi (um það bil 350 myndir) mun kosta 399 Bandaríkjadali sem er um 48 þúsund, en sú rauða er með 16GB geymsluplássi (um það bil 750 myndir) og mun kosta 499 Bandaríkjadali sem er um 60 þúsund krónur. Myndavélin er væntanleg á Bandaríkjamarkað í upphafi næsta árs.Umfjöllun blaðamanns Cnet um vélina (myndband). Nánari upplýsingar og dæmi um myndir úr vélinni má sjá á lytro.com.
Mest lesið Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Kísiltollar gætu vel endað fyrir EFTA-dómstólnum Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Sjá meira