Fleiri fréttir Bærinn leggur fé í sparisjóð Akureyrarbær hyggst leggja fé í Sparisjóð Höfðhverfinga. Njáll Trausti Friðbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að í ljósi núverandi aðstæðna geti stofnun sparisjóðs með aðkomu bæjarins til skamms tíma styrkt samfélagið. Bæjarbúum verði sem fyrst boðið að fjárfesta í stofnfé nýja sjóðsins. 27.5.2011 06:30 Telur hagvöxt verða 2,2% í ár Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir 2,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár í skýrslu sem stofnunin birti á miðvikudag. OECD byggir spá sína meðal annars á auknum fjárfestingum og einkaneyslu. Þá er spáð 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. 27.5.2011 05:30 Ekki þrýst á aðgerðir Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. 26.5.2011 19:08 Þorkell nýr stjórnarformaður Framtakssjóðsins Þorkell Sigurlaugsson verður stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Aðalfundur sjóðsins fór fram í dag en Ágúst Einarsson, sem gegnt hefur formennsku frá því að sjóðurinn var stofnaður í fyrra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku. 26.5.2011 17:47 Allianz hyggst áfrýja úrskurði Allianz hyggst áfrýja úrskurði Neytendastofu vegna samanburðar á vörum Allianz við vörur Sparnaðar. Neytendastofa taldi fyrirtækið hafa brotið gegn ákvæöum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz og Sparnaðar. 26.5.2011 17:41 Tæplega 13 milljarða hagnaður á fyrsta fjórðungi Alls var 12,7 milljarða króna hagnaður af rekstri Landsbankans eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011. Arðsemi eigin fjár var 26,7%. Hagnaður á sama tíma á síðasta ári var 8,3 milljarðar króna og var arðsemi eigin fjár þá 21,2%. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 20,4% en var 19,5% í lok árs 2010. 26.5.2011 16:51 Endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga Landsbankinn mun endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga og heimila sem greiddir hafa verið frá 31. desember 2008 til 30. apríl síðastliðins. Þetta nýtist öllum einstaklingum sem voru í skilum við bankann þann 30. apríl. Endurgreiðslan kemur til lækkunar eftirstöðva skulda en ef viðskiptavinur er skuldlaus verður endurgreiðslan lögð inn á innlánsreikning viðkomandi. Í tilkynningu frá Landsbakanum segir að 26.5.2011 16:36 Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26.5.2011 10:54 OECD spáir 2,2% hagvexti Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir 2,2% hagvexti á Íslandi á þessu ári vegna aukinna fjárfestinga og einkaneyslu. Þá er spá 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. Þetta kemur fram í skýslu OECD, Economic Outlook, sem birtist í gær. 26.5.2011 09:46 Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar - nýskráningum einnig Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um 26% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru 83 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, en 66 í apríl fyrir ári síðan. Flest gjaldþrot voru hjá fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur gjaldþrotum fjölgað um 44%. Þau eru 519 það sem af er ári, en voru 360 á sama tíma í fyrra. 26.5.2011 09:15 Allianz notaði villandi samanburð á lífeyristryggingum Neytendastofa hefur úrskurðað að Allianz hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz söluumboðs og Sparnaðar / Bayern-Versicherung. Sparnaður kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði og útreikningi Allianz á kostnaði og ávinningi af viðbótarlífeyrissparnaði Allianz og Sparnaðar. Athugasemdir Sparnaðar snéru bæði að framsetningu samanburðarins sem og útreikningum Allianz.. Neytendastofa féllst á flestar athugasemdir Sparnaðar og telur samanburðinn villandi fyrir neytendur og að Allianz söluumboð hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu í nokkrum liðum. 26.5.2011 09:02 Gæti komið niður á fjárfestingum sjóða Áætlað er að nýr eignaskattur á lífeyrissjóði sem ríkisstjórnin boðar í svokölluðum skattabandormi í tengslum við nýgerða kjarasamninga skili tæpum tveimur milljörðum króna. Skatturinn nemur 0,0972 prósentum. 26.5.2011 05:00 Verðbólgan eykur á vanda Seðlabankans Ársverðbólga nemur nú 3,4 prósentum. Búist er við að verðbólga aukist enn næstu mánuði. Greiningardeild Arion banka segir Seðlabankann í vanda. 26.5.2011 00:00 FME vildi að forstjóri VÍS hætti Fjármálaeftirlitið taldi rétt að Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, viki úr starfi vegna óeðlilegrar lánastarfsemi sem átti sér stað í félaginu á árunum 2008-2010. Þetta er fullyrt í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. 25.5.2011 20:30 Kröfuhafa yfirtaka formlega rekstur N1 Formlega hefur verið gengið frá yfirtöku kröfuhafa á rekstri N1 hf. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar hafa kröfuhafar samþykkt að breyta skuldabréfum í nýtt hlutafé í N1. 25.5.2011 17:12 Greining telur Seðlabankann í verulegum vanda Gangi spár greiningar Arion banka eftir er útlit fyrir að ársverðbólgan færist nú fjær verðbólgumarkmiði en í því felst verulegur vandi fyrir Seðlabankann. Bankinn stendur á ákveðnum krossgötum í augnablikinu. 25.5.2011 16:58 Scandic hótelin fá umhverfisverðlaun Scandic-keðjan hlýtur verðlaunin fyrir að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu á Norðurlöndum og um allan heim. Meðvituð umhverfisstefna og litlar einfaldar aðgerðir hafa haft í för með sér mikinn ávinning. Norrænu umhverfisverðlaunin verða afhent ásamt þremur öðrum norrænum verðlaunum, fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist, á Norðurlandaráðsþingi í byrjun nóvember. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 eru veitt fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Verðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur dregið úr skaðlegum umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Verðlaunahafinn er Scandic hótelakeðjan, sem í nær tvo áratugi hefur verið í farabroddi á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. - Scandic hefur síðan 1994 gengið á undan með góðu fordæmi og dregið úr mengandi áhrifum starfseminnar og hafa margir fylgt þeirra fordæmi, bæði í hótelageiranum og samfélaginu í heild sinni. Scandic hefur sýnt þor með því að gera kröfur til birgja og bjóða gestum að taka þátt í að reyna að uppfylla vistvæn markmið, t.d. með því að minnka þvott og flokka úrgang, skrifar dómnefndin í rökstuðningi sínum. Það var starfsmaður Scandic sem fékk þá hugmynd að leggja til að hótelagestir spöruðu þvott á handklæðum og Scandic var einnig meðal þeirra fyrstu sem notuðu fljótandi sápu. Smáatriði sem hafa haft mikil áhrif og eru notuð á hótelum um allan heim. Á árinu 1993 ákváðu forráðamenn Scandic að bæta umhverfisvitund starfsfólks og hafa rúmlega 11.000 starfsmenn fengið fræðslu um umhverfismál. Þá hafa 19.000 hótelaherbergi verið byggð úr sjálfbærum byggingarefnum. Alls hafa 114 af 147 hótelum í keðjunni fengið Svansmerkið, umhverfisviðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gerir hvað ströngustu kröfur til umhverfisverndar. Vatnsnotkun Scandic hefur frá 1994 minnkað um 17%, orkunotkun um 22% og koltvísýringslosun um 38%. Kaffið sem veitt er á Scandic er lífrænt og vatnið er ekki úr plastflöskum. Samkvæmt umhverfisbókhaldi Scandic hefur koltvísýringslosun vegna vatnsflutninga minnkað um 160 tonn á ári. Náttúru- og umhverfisveðlaun Norðurlandaráðs byggja á norrænum gildum um sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni. Þau eru veitt stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða. Náttúru- og umhverfisverðlaunin nema, eins og verðlaunin fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir, 350.000 dönskum krónum (u.þ.b. 50.000 evrum) og verða afhent við hátíðlega athöfn ásamt hinum verðlaununum á árlegu þingi Norðurlandaráðs þann 2. nóvember 2011. 25.5.2011 12:07 Nýr framkvæmdastjóri fjármála hjá OR Ingvar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Ingvar, sem hefur viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjármálum og stjórnun, var valinn úr hópi 25 umsækjenda um starfið. Hann stýrir nú Íslandsbanka Fjármögnun og hefur störf hjá OR á næstu vikum. Ingvar hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var starfsmannastjóri hjá Esso í átta ár, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins í fjögur ár, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Lyfja og heilsu í tvö ár, kennari við Háskólann á Bifröst í fjármálum, samningatækni, stjórnun og stefnumótun samhliða annarri vinnu og loks framkvæmdastjóri og forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar sem er um 40 manna eining innan bankans. Ingvar er 45 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur matvælafræðingi og eiga þau tvo syni. Hann tekur við starfinu af Inga Jóhannesi Erlingssyni, sem tók tímabundið við starfinu í janúar síðastliðnum. Ingi Jóhannes mun áfram gegna starfi forstöðumanns fjár- og áhættustýringar hjá OR. Capacent ráðningar höfðu umsjón með ráðningarferlinu. 25.5.2011 12:03 Verðbólgan 3,4 prósent Verðlag í landinu hækkaði um 0,94 prósent í maí frá fyrra mánuði, en mikil verðbólga hefur mælst síðustu fjóra mánuði. Ársverðbólgan er nú 3,4 prósent og er tæpu prósentustigi yfir markmiði seðlabankans. 25.5.2011 09:57 Sendur norðurleiðina með hraði Gos hófst í Vatnajökli rétt í þann mund sem tilbúið var nýtt sérbrugg af samnefndum bjór í Ölvisholti í Flóahreppi. „Ég gekk yfir í brugghúsið á laugardagskvöldið að sækja Vatnajökul í könnu og frétti þegar ég kom út að gos væri hafið,“ segir Jón Elías Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts. 25.5.2011 07:00 Kortleggja fyrirtæki í sjávarútveginum Velta tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi nam 26 milljörðum króna í fyrra. Þetta eru tæp tíu prósent af heildarumfangi sjávarútvegsfyrirtækja á sama tíma. 25.5.2011 05:00 Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24.5.2011 20:36 Ágúst Einars hættur í stjórn Framtakssjóðsins Dr. Ágúst Einarsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Framtakssjóði Íslands næsta starfsár en aðalfundur sjóðsins verður haldinn á fimmtudag þar sem ný stjórn verður kjörin. Ágúst hefur verið formaður sjóðsins frá upphafi en sjóðurinn er í eigu lífeyrissjóða auk Landsbanka Íslands og VÍS. Á árinu 2010, sem var fyrsta heila starfsár sjóðsins skilaði Framtakssjóður Íslands 700 milljóna króna hagnaði og voru heildareignir í árslok 5,6 milljarðar króna. Ágúst Einarsson segir: „Það hefur verið ákaflega gefandi að vinna að uppbyggingu Framtakssjóðs Íslands með starfsfólki og samstarfsfólki í stjórn. Nú eru ákveðin kaflaskil í starfsemi sjóðsins; uppbygging eignasafns er vel á veg komin og sjóðurinn búinn að festa sig í sessi sem virkur fjárfestir í íslensku atvinnulífi. Afkoma sjóðsins á fyrsta starfsári ári var góð; ávöxtun eigin fjár var 49% og ráðinn hefur verið góður og samhentur hópur starfsmanna til sjóðsins. Það er því með nokkru stolti sem ég kveð Framtakssjóð Íslands að loknum þessum uppbyggingarfasa." 24.5.2011 16:08 Skuldum breytt í hlutafé og jörð veðsett fyrir milljarð Hluta af skuldum vatnsfyrirtækis Jóns Ólafssonar hefur verið breytt í hlutafé. Þá hafa erlendir auðkýfingar sem eru vinir hans keypt hlut í fyrirtækinu. Jón keypti jörð undir vatnsverksmiðju sína með hundrað milljóna króna kúluláni frá sveitarfélaginu Ölfusi. 24.5.2011 12:38 Verðbólguálagið hefur tvöfaldast frá áramótum Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er nú nærri tvöfalt hærra en það var í upphafi árs. Álagið er nú 4,3% til 5 ára, en um áramótin var það 2,1%. Það má því segja að skuldabréfamarkaður endurspegli litla trú markaðsaðila á því að fyrirheit stjórnvalda í kjarasamningum um verulega styrkingu krónu og verðbólgu við markmið Seðlabankans næstu misserin gangi eftir. 24.5.2011 12:03 Ísland með þyngstu greiðslubyrðina hjá AGS Ísland er með þyngstu greiðslubyrðina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af þeim löndum sem sjóðurinn hefur lánað til á undanförnum árum. Hér er átt við greiðslubyrði samkvæmt höfðatölu en endurgreiðslur á lánum AGS munu nema rúmlega 2.800 dollurum á hvern Íslending eða tæplega 330.000 kr. 24.5.2011 08:10 JP Morgan fjárfestir í íslenska vatninu „Það er langt frá því að fyrirtækið standi illa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið framleiðir átappað flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur lokið við að auka hlutafé fyrirtækisins um fjörutíu milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. 24.5.2011 06:00 4G byltir þráðlausum samskiptum "4G-kerfi hafa verið byggð upp í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og víðar. Þetta er allt að gerast núna,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Nova. Fyrirtækið sótti í gær um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun um leyfi til að prófa innleiðingu næstu kynslóðar í gagnaflutningstækni hér í samstarfi við kínverska tæknifyrirtækið Huawei. 24.5.2011 03:15 Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23.5.2011 20:20 Forstjóri VÍS hættir vegna gagnrýni FME Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur fallist á ósk Guðmundar Arnar Gunnarssonar um að láta af störfum sem forstjóri félagsins. Jafnframt mun hann láta af störfum sem forstjóri Líftryggingafélags Íslands. Ákvörðun Guðmundar er tekin í framhaldi af úttekt Fjármálaeftirlitsins á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna frá árinu 2008. Gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu Friðriks Bragasonar núverandi framkvæmdastjóra vátryggingasviðs VÍS í starf forstjóra félagsins. 23.5.2011 17:18 Vaxandi verðbólguótti hjá fjárfestum Verðtryggingarálagið á ríkisskuldabréf heldur áfram að hækka og er álagið til sex ára um 4,66%. Það er því ljóst að það er töluvert mikill og vaxandi verðbólguótti hjá fjárfestum. 23.5.2011 14:35 Walker vill kaupa Iceland, selur ekki sinn hlut Malcolm Walker stofnandi Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann vilji kaupa Iceland og muni vissulega ekki selja sinn hlut þótt að annar kaupandi fáist að hlut skilanefndar Landsbankans. 23.5.2011 14:22 LS Retail aflýsir alþjóðlegri ráðstefnu vegna gossins Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur aflýst alþjóðlegri ráðstefnu sinni sem hefjast átti í hinu nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsi Hörpu á morgun. Ástæðan er eldgosið í Grímsvötnum og óvissan sem það veldur um flugsamgöngur til og frá landinu. 23.5.2011 13:45 Nova sækir um 4G leyfi Í dag sendi Nova Póst- og fjarskiptastofnun formlega beiðni um 4G tilraunaleyfi á Íslandi. Óskar Nova eftir heimild til prófana á 1800 MHz tíðnisviðinu. Nova hefur gert 4G samning við Huawei Technologies sem gerir fyrirtækinu kleift að hefja undirbúning að 4G farsíma- og netþjónustu á Íslandi. 23.5.2011 12:49 Mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik Greining Íslandabanka segir það mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik í nýboðuðu útboði á gjaldeyri í skiptum fyrir krónueignir erlendra aðila. Ekki sé kálið sopið þótt í ausuna sé komið ef Seðlabankanum tekst ekki að endurselja þeir krónueignir sem hann kaupir. 23.5.2011 12:42 Óverulegt tjón af völdum gossins hjá Iceland Express Lítið hefur borið á afbókunum hjá Iceland Express, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Áhrifin af gosinu eru því óveruleg og fjárhagslegt tjón lítið, miðað við að flug hefjist að nýju með kvöldinu. 23.5.2011 12:18 Gosið lækkar hluti í Icelandair um 7,4% Gengi flestra evrópskra flugfélaga hefur lækkað nokkuð það sem af er degi eða um 3-5%. Gengi bréfa Icelandair hafa lækkað um 7,4% það sem af er morgni. Icelandair segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunað tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins, 9,5 milljarða kr. EBITDA, haldist óbreytt. Þess má geta að metið tap félagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári var um 1,5 milljarðar kr. 23.5.2011 12:14 Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum sínum óbreyttum í 11,25% fyrir júnímánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. 23.5.2011 11:38 Afkoma Stafa betri en samt óviðunandi „Afkoma Stafa lífeyrissjóðs árið 2010 var betri en árið 2009 en samt langt frá því að vera viðunandi,“ segir Guðsteinn Einarsson, fráfarandi formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Stafa. Fjallað er um afkomuna á vefsíðu sjóðsins. 23.5.2011 10:27 Ríkið reynir brátt 82 milljarða útgáfu á erlendum markaði Búast má við að fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn fari á stúfana á næstu vikum að vinna fyrstu útgáfu erlendra skuldabréfa ríkissjóðs frá hruni brautargengis. Greining Íslandsbanka telur líklegt að fyrsta útgáfan verða á þriðja ársfjórðungi ársins. Upphæðin yrði um 500 milljónir evra eða um 82 milljarða kr. 23.5.2011 09:49 Telja tjón Icelandair af gosinu óverulegt Stjórnendur Icelandair Group telja að tjón félagsins af völdum eldgossins í Grímsvötnum verði óverulegt svo framarlega sem ekki verði frekari truflanir af því. 23.5.2011 09:32 Kaupmáttur lækkaði um 0,7% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í apríl 2011 er 105,7 stig og lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%. 23.5.2011 09:02 Seðlabankinn býðst til að kaupa íslenskar krónur Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. 23.5.2011 08:55 Áfram líflegt á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 81. Þetta er svipaður fjöldi og vikuna á undan en aðeins undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 87 samningar á viku. Fjöldi samninga er hinsvegar umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra. 23.5.2011 07:48 Erum í óþægilega góðri æfingu "Staðreyndin er sú að við erum í óþægilega góðri æfingu síðan í fyrravor. Það vefst ekki fyrir okkur hvað þarf að gera þegar svona lagað fer í gang," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um viðbrögð fyrirtækisins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hann bætir við að meðan framhaldið sé enn óljóst séu aðgerðir einungis skipulagðar hálfan dag fram í tímann. "Það er of snemmt að hugsa um langtímaáhrifin. Nú fyrst í stað eru helstu verkefnin sem þarf að leysa úr taktísk. Að ná sambandi við þúsundir viðskiptavina um allan heim, sem allir þurfa á sinni persónulegu lausn að halda." 23.5.2011 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Bærinn leggur fé í sparisjóð Akureyrarbær hyggst leggja fé í Sparisjóð Höfðhverfinga. Njáll Trausti Friðbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að í ljósi núverandi aðstæðna geti stofnun sparisjóðs með aðkomu bæjarins til skamms tíma styrkt samfélagið. Bæjarbúum verði sem fyrst boðið að fjárfesta í stofnfé nýja sjóðsins. 27.5.2011 06:30
Telur hagvöxt verða 2,2% í ár Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) spáir 2,2 prósenta hagvexti á Íslandi í ár í skýrslu sem stofnunin birti á miðvikudag. OECD byggir spá sína meðal annars á auknum fjárfestingum og einkaneyslu. Þá er spáð 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. 27.5.2011 05:30
Ekki þrýst á aðgerðir Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. 26.5.2011 19:08
Þorkell nýr stjórnarformaður Framtakssjóðsins Þorkell Sigurlaugsson verður stjórnarformaður Framtakssjóðs Íslands. Aðalfundur sjóðsins fór fram í dag en Ágúst Einarsson, sem gegnt hefur formennsku frá því að sjóðurinn var stofnaður í fyrra, gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku. 26.5.2011 17:47
Allianz hyggst áfrýja úrskurði Allianz hyggst áfrýja úrskurði Neytendastofu vegna samanburðar á vörum Allianz við vörur Sparnaðar. Neytendastofa taldi fyrirtækið hafa brotið gegn ákvæöum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz og Sparnaðar. 26.5.2011 17:41
Tæplega 13 milljarða hagnaður á fyrsta fjórðungi Alls var 12,7 milljarða króna hagnaður af rekstri Landsbankans eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins 2011. Arðsemi eigin fjár var 26,7%. Hagnaður á sama tíma á síðasta ári var 8,3 milljarðar króna og var arðsemi eigin fjár þá 21,2%. Eiginfjárhlutfall (CAD) Landsbankans er nú 20,4% en var 19,5% í lok árs 2010. 26.5.2011 16:51
Endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga Landsbankinn mun endurgreiða 20% af vöxtum af lánum einstaklinga og heimila sem greiddir hafa verið frá 31. desember 2008 til 30. apríl síðastliðins. Þetta nýtist öllum einstaklingum sem voru í skilum við bankann þann 30. apríl. Endurgreiðslan kemur til lækkunar eftirstöðva skulda en ef viðskiptavinur er skuldlaus verður endurgreiðslan lögð inn á innlánsreikning viðkomandi. Í tilkynningu frá Landsbakanum segir að 26.5.2011 16:36
Hætt við kaup á þremur Dreamliner þotum Ekkert verður af því að Icelandair fái þrjár af fjórum nýjum Boeing Dreamliner B-787 þotum, sem félagið pantaði fyrir nokkrum árum. Pöntun á einni vél stendur eftir, en Dreamliner vélarnar marka upphaf nýrrar kynslóðar farþegavéla, hvað varðar rými, þægindi og eldsneytissparnað. 26.5.2011 10:54
OECD spáir 2,2% hagvexti Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, spáir 2,2% hagvexti á Íslandi á þessu ári vegna aukinna fjárfestinga og einkaneyslu. Þá er spá 2,7% verðbólgu á árinu og að atvinnuleysi minnki niður í 7%. Þetta kemur fram í skýslu OECD, Economic Outlook, sem birtist í gær. 26.5.2011 09:46
Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgar - nýskráningum einnig Gjaldþrotum fyrirtækja fjölgaði um 26% í apríl miðað við sama mánuð í fyrra. Alls voru 83 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta, en 66 í apríl fyrir ári síðan. Flest gjaldþrot voru hjá fyrirtækjum í fjármála- og vátryggingastarfsemi. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur gjaldþrotum fjölgað um 44%. Þau eru 519 það sem af er ári, en voru 360 á sama tíma í fyrra. 26.5.2011 09:15
Allianz notaði villandi samanburð á lífeyristryggingum Neytendastofa hefur úrskurðað að Allianz hafi brotið gegn ákvæðum laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með því að nota villandi samanburð á lífeyristryggingum Allianz söluumboðs og Sparnaðar / Bayern-Versicherung. Sparnaður kvartaði til Neytendastofu yfir samanburði og útreikningi Allianz á kostnaði og ávinningi af viðbótarlífeyrissparnaði Allianz og Sparnaðar. Athugasemdir Sparnaðar snéru bæði að framsetningu samanburðarins sem og útreikningum Allianz.. Neytendastofa féllst á flestar athugasemdir Sparnaðar og telur samanburðinn villandi fyrir neytendur og að Allianz söluumboð hafi brotið gegn ákvæðum laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu í nokkrum liðum. 26.5.2011 09:02
Gæti komið niður á fjárfestingum sjóða Áætlað er að nýr eignaskattur á lífeyrissjóði sem ríkisstjórnin boðar í svokölluðum skattabandormi í tengslum við nýgerða kjarasamninga skili tæpum tveimur milljörðum króna. Skatturinn nemur 0,0972 prósentum. 26.5.2011 05:00
Verðbólgan eykur á vanda Seðlabankans Ársverðbólga nemur nú 3,4 prósentum. Búist er við að verðbólga aukist enn næstu mánuði. Greiningardeild Arion banka segir Seðlabankann í vanda. 26.5.2011 00:00
FME vildi að forstjóri VÍS hætti Fjármálaeftirlitið taldi rétt að Guðmundur Örn Gunnarsson, forstjóri Vátryggingafélags Íslands, viki úr starfi vegna óeðlilegrar lánastarfsemi sem átti sér stað í félaginu á árunum 2008-2010. Þetta er fullyrt í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. 25.5.2011 20:30
Kröfuhafa yfirtaka formlega rekstur N1 Formlega hefur verið gengið frá yfirtöku kröfuhafa á rekstri N1 hf. Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar hafa kröfuhafar samþykkt að breyta skuldabréfum í nýtt hlutafé í N1. 25.5.2011 17:12
Greining telur Seðlabankann í verulegum vanda Gangi spár greiningar Arion banka eftir er útlit fyrir að ársverðbólgan færist nú fjær verðbólgumarkmiði en í því felst verulegur vandi fyrir Seðlabankann. Bankinn stendur á ákveðnum krossgötum í augnablikinu. 25.5.2011 16:58
Scandic hótelin fá umhverfisverðlaun Scandic-keðjan hlýtur verðlaunin fyrir að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu á Norðurlöndum og um allan heim. Meðvituð umhverfisstefna og litlar einfaldar aðgerðir hafa haft í för með sér mikinn ávinning. Norrænu umhverfisverðlaunin verða afhent ásamt þremur öðrum norrænum verðlaunum, fyrir bókmenntir, kvikmyndir og tónlist, á Norðurlandaráðsþingi í byrjun nóvember. Náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2011 eru veitt fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu. Verðlaunin, sem nema 350.000 dönskum krónum, eru veitt fyrirtæki, samtökum eða einstaklingi sem hefur dregið úr skaðlegum umhverfisáhrifum ferðaþjónustu á Norðurlöndum. Verðlaunahafinn er Scandic hótelakeðjan, sem í nær tvo áratugi hefur verið í farabroddi á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. - Scandic hefur síðan 1994 gengið á undan með góðu fordæmi og dregið úr mengandi áhrifum starfseminnar og hafa margir fylgt þeirra fordæmi, bæði í hótelageiranum og samfélaginu í heild sinni. Scandic hefur sýnt þor með því að gera kröfur til birgja og bjóða gestum að taka þátt í að reyna að uppfylla vistvæn markmið, t.d. með því að minnka þvott og flokka úrgang, skrifar dómnefndin í rökstuðningi sínum. Það var starfsmaður Scandic sem fékk þá hugmynd að leggja til að hótelagestir spöruðu þvott á handklæðum og Scandic var einnig meðal þeirra fyrstu sem notuðu fljótandi sápu. Smáatriði sem hafa haft mikil áhrif og eru notuð á hótelum um allan heim. Á árinu 1993 ákváðu forráðamenn Scandic að bæta umhverfisvitund starfsfólks og hafa rúmlega 11.000 starfsmenn fengið fræðslu um umhverfismál. Þá hafa 19.000 hótelaherbergi verið byggð úr sjálfbærum byggingarefnum. Alls hafa 114 af 147 hótelum í keðjunni fengið Svansmerkið, umhverfisviðurkenningu Norrænu ráðherranefndarinnar, sem gerir hvað ströngustu kröfur til umhverfisverndar. Vatnsnotkun Scandic hefur frá 1994 minnkað um 17%, orkunotkun um 22% og koltvísýringslosun um 38%. Kaffið sem veitt er á Scandic er lífrænt og vatnið er ekki úr plastflöskum. Samkvæmt umhverfisbókhaldi Scandic hefur koltvísýringslosun vegna vatnsflutninga minnkað um 160 tonn á ári. Náttúru- og umhverfisveðlaun Norðurlandaráðs byggja á norrænum gildum um sjálfbærni og virðingu fyrir náttúrunni. Þau eru veitt stofnun, fyrirtæki eða einstaklingi, sem sett hefur fordæmi með því að samþætta virðingu fyrir náttúru og umhverfi í starfi sínu, eða með því að sýna frumkvæði á annan hátt að sértækum aðgerðum náttúru og umhverfi til góða. Náttúru- og umhverfisverðlaunin nema, eins og verðlaunin fyrir bókmenntir, tónlist og kvikmyndir, 350.000 dönskum krónum (u.þ.b. 50.000 evrum) og verða afhent við hátíðlega athöfn ásamt hinum verðlaununum á árlegu þingi Norðurlandaráðs þann 2. nóvember 2011. 25.5.2011 12:07
Nýr framkvæmdastjóri fjármála hjá OR Ingvar Stefánsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Ingvar, sem hefur viðskiptafræðipróf á endurskoðunarsviði auk meistaragráðu í fjármálum og stjórnun, var valinn úr hópi 25 umsækjenda um starfið. Hann stýrir nú Íslandsbanka Fjármögnun og hefur störf hjá OR á næstu vikum. Ingvar hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr atvinnulífinu. Hann var starfsmannastjóri hjá Esso í átta ár, forstöðumaður fyrirtækjasviðs Olíufélagsins í fjögur ár, framkvæmdastjóri dótturfyrirtækis Lyfja og heilsu í tvö ár, kennari við Háskólann á Bifröst í fjármálum, samningatækni, stjórnun og stefnumótun samhliða annarri vinnu og loks framkvæmdastjóri og forstöðumaður Íslandsbanka Fjármögnunar sem er um 40 manna eining innan bankans. Ingvar er 45 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur matvælafræðingi og eiga þau tvo syni. Hann tekur við starfinu af Inga Jóhannesi Erlingssyni, sem tók tímabundið við starfinu í janúar síðastliðnum. Ingi Jóhannes mun áfram gegna starfi forstöðumanns fjár- og áhættustýringar hjá OR. Capacent ráðningar höfðu umsjón með ráðningarferlinu. 25.5.2011 12:03
Verðbólgan 3,4 prósent Verðlag í landinu hækkaði um 0,94 prósent í maí frá fyrra mánuði, en mikil verðbólga hefur mælst síðustu fjóra mánuði. Ársverðbólgan er nú 3,4 prósent og er tæpu prósentustigi yfir markmiði seðlabankans. 25.5.2011 09:57
Sendur norðurleiðina með hraði Gos hófst í Vatnajökli rétt í þann mund sem tilbúið var nýtt sérbrugg af samnefndum bjór í Ölvisholti í Flóahreppi. „Ég gekk yfir í brugghúsið á laugardagskvöldið að sækja Vatnajökul í könnu og frétti þegar ég kom út að gos væri hafið,“ segir Jón Elías Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Ölvisholts. 25.5.2011 07:00
Kortleggja fyrirtæki í sjávarútveginum Velta tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi nam 26 milljörðum króna í fyrra. Þetta eru tæp tíu prósent af heildarumfangi sjávarútvegsfyrirtækja á sama tíma. 25.5.2011 05:00
Ákvörðun Hæstaréttar fordæmislaus Það heyrir til algerra undantekninga að mál séu flutt frammi fyrir sjö manna dómi Hæstaréttar. Það mun þó gerast þann 6. júní næstkomandi þegar mál Landsbankans gegn þrotabúi Motormax verður flutt fyrir dómnum. Í málinu er deilt um það hvort lán Landsbankans, sem var veitt árið 2007, hafi verið löglegt. 24.5.2011 20:36
Ágúst Einars hættur í stjórn Framtakssjóðsins Dr. Ágúst Einarsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarformennsku í Framtakssjóði Íslands næsta starfsár en aðalfundur sjóðsins verður haldinn á fimmtudag þar sem ný stjórn verður kjörin. Ágúst hefur verið formaður sjóðsins frá upphafi en sjóðurinn er í eigu lífeyrissjóða auk Landsbanka Íslands og VÍS. Á árinu 2010, sem var fyrsta heila starfsár sjóðsins skilaði Framtakssjóður Íslands 700 milljóna króna hagnaði og voru heildareignir í árslok 5,6 milljarðar króna. Ágúst Einarsson segir: „Það hefur verið ákaflega gefandi að vinna að uppbyggingu Framtakssjóðs Íslands með starfsfólki og samstarfsfólki í stjórn. Nú eru ákveðin kaflaskil í starfsemi sjóðsins; uppbygging eignasafns er vel á veg komin og sjóðurinn búinn að festa sig í sessi sem virkur fjárfestir í íslensku atvinnulífi. Afkoma sjóðsins á fyrsta starfsári ári var góð; ávöxtun eigin fjár var 49% og ráðinn hefur verið góður og samhentur hópur starfsmanna til sjóðsins. Það er því með nokkru stolti sem ég kveð Framtakssjóð Íslands að loknum þessum uppbyggingarfasa." 24.5.2011 16:08
Skuldum breytt í hlutafé og jörð veðsett fyrir milljarð Hluta af skuldum vatnsfyrirtækis Jóns Ólafssonar hefur verið breytt í hlutafé. Þá hafa erlendir auðkýfingar sem eru vinir hans keypt hlut í fyrirtækinu. Jón keypti jörð undir vatnsverksmiðju sína með hundrað milljóna króna kúluláni frá sveitarfélaginu Ölfusi. 24.5.2011 12:38
Verðbólguálagið hefur tvöfaldast frá áramótum Verðbólguálag á skuldabréfamarkaði er nú nærri tvöfalt hærra en það var í upphafi árs. Álagið er nú 4,3% til 5 ára, en um áramótin var það 2,1%. Það má því segja að skuldabréfamarkaður endurspegli litla trú markaðsaðila á því að fyrirheit stjórnvalda í kjarasamningum um verulega styrkingu krónu og verðbólgu við markmið Seðlabankans næstu misserin gangi eftir. 24.5.2011 12:03
Ísland með þyngstu greiðslubyrðina hjá AGS Ísland er með þyngstu greiðslubyrðina hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum af þeim löndum sem sjóðurinn hefur lánað til á undanförnum árum. Hér er átt við greiðslubyrði samkvæmt höfðatölu en endurgreiðslur á lánum AGS munu nema rúmlega 2.800 dollurum á hvern Íslending eða tæplega 330.000 kr. 24.5.2011 08:10
JP Morgan fjárfestir í íslenska vatninu „Það er langt frá því að fyrirtækið standi illa,“ segir Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings. Fyrirtækið framleiðir átappað flöskuvatn undir merkjum Icelandic Glacial við Þorlákshöfn. Fyrirtækið hefur lokið við að auka hlutafé fyrirtækisins um fjörutíu milljónir dala, jafnvirði 4,7 milljarða íslenskra króna. 24.5.2011 06:00
4G byltir þráðlausum samskiptum "4G-kerfi hafa verið byggð upp í Bandaríkjunum, Noregi, Svíþjóð og víðar. Þetta er allt að gerast núna,“ segir Liv Bergþórsdóttir, framkvæmdastjóri farsímafyrirtækisins Nova. Fyrirtækið sótti í gær um heimild hjá Póst- og fjarskiptastofnun um leyfi til að prófa innleiðingu næstu kynslóðar í gagnaflutningstækni hér í samstarfi við kínverska tæknifyrirtækið Huawei. 24.5.2011 03:15
Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. 23.5.2011 20:20
Forstjóri VÍS hættir vegna gagnrýni FME Stjórn Vátryggingafélags Íslands hefur fallist á ósk Guðmundar Arnar Gunnarssonar um að láta af störfum sem forstjóri félagsins. Jafnframt mun hann láta af störfum sem forstjóri Líftryggingafélags Íslands. Ákvörðun Guðmundar er tekin í framhaldi af úttekt Fjármálaeftirlitsins á starfsemi og viðskiptaháttum VÍS í tíð eldri stjórna frá árinu 2008. Gengið hefur verið frá tímabundinni ráðningu Friðriks Bragasonar núverandi framkvæmdastjóra vátryggingasviðs VÍS í starf forstjóra félagsins. 23.5.2011 17:18
Vaxandi verðbólguótti hjá fjárfestum Verðtryggingarálagið á ríkisskuldabréf heldur áfram að hækka og er álagið til sex ára um 4,66%. Það er því ljóst að það er töluvert mikill og vaxandi verðbólguótti hjá fjárfestum. 23.5.2011 14:35
Walker vill kaupa Iceland, selur ekki sinn hlut Malcolm Walker stofnandi Iceland Foods verslunarkeðjunnar segir að hann vilji kaupa Iceland og muni vissulega ekki selja sinn hlut þótt að annar kaupandi fáist að hlut skilanefndar Landsbankans. 23.5.2011 14:22
LS Retail aflýsir alþjóðlegri ráðstefnu vegna gossins Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið LS Retail hefur aflýst alþjóðlegri ráðstefnu sinni sem hefjast átti í hinu nýja tónlistar- og ráðstefnuhúsi Hörpu á morgun. Ástæðan er eldgosið í Grímsvötnum og óvissan sem það veldur um flugsamgöngur til og frá landinu. 23.5.2011 13:45
Nova sækir um 4G leyfi Í dag sendi Nova Póst- og fjarskiptastofnun formlega beiðni um 4G tilraunaleyfi á Íslandi. Óskar Nova eftir heimild til prófana á 1800 MHz tíðnisviðinu. Nova hefur gert 4G samning við Huawei Technologies sem gerir fyrirtækinu kleift að hefja undirbúning að 4G farsíma- og netþjónustu á Íslandi. 23.5.2011 12:49
Mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik Greining Íslandabanka segir það mikilvægt að Seðlabankinn klári seinni hálfleik í nýboðuðu útboði á gjaldeyri í skiptum fyrir krónueignir erlendra aðila. Ekki sé kálið sopið þótt í ausuna sé komið ef Seðlabankanum tekst ekki að endurselja þeir krónueignir sem hann kaupir. 23.5.2011 12:42
Óverulegt tjón af völdum gossins hjá Iceland Express Lítið hefur borið á afbókunum hjá Iceland Express, þrátt fyrir eldgosið í Grímsvötnum. Áhrifin af gosinu eru því óveruleg og fjárhagslegt tjón lítið, miðað við að flug hefjist að nýju með kvöldinu. 23.5.2011 12:18
Gosið lækkar hluti í Icelandair um 7,4% Gengi flestra evrópskra flugfélaga hefur lækkað nokkuð það sem af er degi eða um 3-5%. Gengi bréfa Icelandair hafa lækkað um 7,4% það sem af er morgni. Icelandair segir í tilkynningu sem félagið sendi frá sér í morgunað tjón Icelandair Group verði ekki verulegt og að afkomuspá ársins, 9,5 milljarða kr. EBITDA, haldist óbreytt. Þess má geta að metið tap félagsins vegna gossins í Eyjafjallajökli á síðasta ári var um 1,5 milljarðar kr. 23.5.2011 12:14
Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum óbreyttum Seðlabankinn heldur dráttarvöxtum sínum óbreyttum í 11,25% fyrir júnímánuð. Þetta kemur fram í mánaðarlegri tilkynningu bankans um dráttarvexti og vexti af peningakröfum. 23.5.2011 11:38
Afkoma Stafa betri en samt óviðunandi „Afkoma Stafa lífeyrissjóðs árið 2010 var betri en árið 2009 en samt langt frá því að vera viðunandi,“ segir Guðsteinn Einarsson, fráfarandi formaður stjórnar lífeyrissjóðsins Stafa. Fjallað er um afkomuna á vefsíðu sjóðsins. 23.5.2011 10:27
Ríkið reynir brátt 82 milljarða útgáfu á erlendum markaði Búast má við að fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn fari á stúfana á næstu vikum að vinna fyrstu útgáfu erlendra skuldabréfa ríkissjóðs frá hruni brautargengis. Greining Íslandsbanka telur líklegt að fyrsta útgáfan verða á þriðja ársfjórðungi ársins. Upphæðin yrði um 500 milljónir evra eða um 82 milljarða kr. 23.5.2011 09:49
Telja tjón Icelandair af gosinu óverulegt Stjórnendur Icelandair Group telja að tjón félagsins af völdum eldgossins í Grímsvötnum verði óverulegt svo framarlega sem ekki verði frekari truflanir af því. 23.5.2011 09:32
Kaupmáttur lækkaði um 0,7% milli mánaða Vísitala kaupmáttar launa í apríl 2011 er 105,7 stig og lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa hækkað um 1,5%. 23.5.2011 09:02
Seðlabankinn býðst til að kaupa íslenskar krónur Seðlabanki Íslands kallar eftir tilboðum í íslenskar krónur gegn greiðslu í reiðufé í erlendum gjaldeyri. Útboðið er liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjaldeyrishafta frá 25. mars 2011. 23.5.2011 08:55
Áfram líflegt á fasteignamarkaðinum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 81. Þetta er svipaður fjöldi og vikuna á undan en aðeins undir meðaltali síðustu 12 vikna sem er 87 samningar á viku. Fjöldi samninga er hinsvegar umtalsvert meiri en á sama tíma í fyrra. 23.5.2011 07:48
Erum í óþægilega góðri æfingu "Staðreyndin er sú að við erum í óþægilega góðri æfingu síðan í fyrravor. Það vefst ekki fyrir okkur hvað þarf að gera þegar svona lagað fer í gang," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, um viðbrögð fyrirtækisins vegna eldgossins í Grímsvötnum. Hann bætir við að meðan framhaldið sé enn óljóst séu aðgerðir einungis skipulagðar hálfan dag fram í tímann. "Það er of snemmt að hugsa um langtímaáhrifin. Nú fyrst í stað eru helstu verkefnin sem þarf að leysa úr taktísk. Að ná sambandi við þúsundir viðskiptavina um allan heim, sem allir þurfa á sinni persónulegu lausn að halda." 23.5.2011 03:00