Viðskipti innlent

Bærinn leggur fé í sparisjóð

Mynd/Stefán
Akureyrarbær hyggst leggja fé í Sparisjóð Höfðhverfinga. Njáll Trausti Friðbertsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokks, segir að í ljósi núverandi aðstæðna geti stofnun sparisjóðs með aðkomu bæjarins til skamms tíma styrkt samfélagið. Bæjarbúum verði sem fyrst boðið að fjárfesta í stofnfé nýja sjóðsins.

 

Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi Samfylkingar, sagðist andvígur þátttöku bæjarins. Bærinn hafi til þessa aðeins lagt fé til uppbyggingar atvinnustarfsemi sem ekki sé í samkeppni við fyrirtæki sem fyrir séu. Nú væri vikið frá þeirri stefnu. Petra Ósk Sigurðardóttir, fulltrúi Framsóknarflokks, lýsti efasemdum um að bærinn bindi fé í sparisjóðinn á sama tíma og skorið væri niður í grunnþjónustu. - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×