Ekki þrýst á aðgerðir 26. maí 2011 19:08 Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans kynnti þessar leiðir á fundi með blaðamönnum í dag, en þær skiptast í meginatriðum í þrennt. Í fyrsta lagi verða 20 prósent vaxtagreiðslna frá ársbyrjun 2008 endurgreiddar viðskiptavinum sem staðið hafa í skilum, en þær koma almennt til lækkunar á eftirstöðvum skulda. Í öðru lagi verður nú miðað við fasteignamat, en ekki verðmat, þegar skuldir eru felldar niður samkvæmt 110% leiðinni á eignum undir 30 milljónum. Auk þess munu aðrar eignir almennt ekki koma til lækkunar á niðurfærslu skulda. Í þriðja lagi mun bankinn lækka ýmsar aðrar skuldir lántaka sem teljast umfram greiðslugetu samkvæmt sjálfvirku greiðslumati, en sú niðurfærsla getur numið allt að fjórum milljónum króna. Steinþór telur að úrræðin geti nýst fleiri en 60 þúsund viðskiptavinum, en þau muni hafa veruleg áhrif fyrir allt að 35 þúsund manns. Hann telur að þau geti skipt gríðarlegu máli fyrir fólk. Hann segir að enginn þrýstingur hafi komið frá eiganda bankans, ríkinu, um að bjóða upp á þessar leiðir, og ekkert samráð hafi verið haft við hann. Steinþór segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hver kostnaður við niðurfærslur og annað í tengslum við aðgerðirnar verði. „Það erfitt að segja, en þetta eru tugir milljarða væntanlega. Ég get ekki nefnt töluna nákvæmlega," segir Steinþór. Spurður hvort hugsanlega sé ábyrgðarlaust af ríkisbanka að fara út í aðgerðirnar þegar endanlegur verðmiði þeirra liggur ekki fyrir segir Steinþór: „Við teljum að bókhald bankans sé rétt. Við erum búin að meta útlánin, og við höfum ákveðna aðferðafræði við það. Það hefur verið tekið út, m.a. af Fjármálaeftirlitinu. Þeim viriðst hugnast hvernig við metum eignirnar, og hafa ekki sett út á það. Við teljum því að útlánin séu rétt metin, og í dag stendur bankinn með varúðarsjóði á móti þessum aðgerðum." Hann segir að aðrir bankar verði að eiga það við sig hvort þeir fari sömu leið, en segir að það yrði ágætt ef tekið yrði á þessum hlutum yfir línuna. Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Steinþór um hinar nýju leiðir Landsbankans í myndskeiði með fréttinni. Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira
Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans kynnti þessar leiðir á fundi með blaðamönnum í dag, en þær skiptast í meginatriðum í þrennt. Í fyrsta lagi verða 20 prósent vaxtagreiðslna frá ársbyrjun 2008 endurgreiddar viðskiptavinum sem staðið hafa í skilum, en þær koma almennt til lækkunar á eftirstöðvum skulda. Í öðru lagi verður nú miðað við fasteignamat, en ekki verðmat, þegar skuldir eru felldar niður samkvæmt 110% leiðinni á eignum undir 30 milljónum. Auk þess munu aðrar eignir almennt ekki koma til lækkunar á niðurfærslu skulda. Í þriðja lagi mun bankinn lækka ýmsar aðrar skuldir lántaka sem teljast umfram greiðslugetu samkvæmt sjálfvirku greiðslumati, en sú niðurfærsla getur numið allt að fjórum milljónum króna. Steinþór telur að úrræðin geti nýst fleiri en 60 þúsund viðskiptavinum, en þau muni hafa veruleg áhrif fyrir allt að 35 þúsund manns. Hann telur að þau geti skipt gríðarlegu máli fyrir fólk. Hann segir að enginn þrýstingur hafi komið frá eiganda bankans, ríkinu, um að bjóða upp á þessar leiðir, og ekkert samráð hafi verið haft við hann. Steinþór segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hver kostnaður við niðurfærslur og annað í tengslum við aðgerðirnar verði. „Það erfitt að segja, en þetta eru tugir milljarða væntanlega. Ég get ekki nefnt töluna nákvæmlega," segir Steinþór. Spurður hvort hugsanlega sé ábyrgðarlaust af ríkisbanka að fara út í aðgerðirnar þegar endanlegur verðmiði þeirra liggur ekki fyrir segir Steinþór: „Við teljum að bókhald bankans sé rétt. Við erum búin að meta útlánin, og við höfum ákveðna aðferðafræði við það. Það hefur verið tekið út, m.a. af Fjármálaeftirlitinu. Þeim viriðst hugnast hvernig við metum eignirnar, og hafa ekki sett út á það. Við teljum því að útlánin séu rétt metin, og í dag stendur bankinn með varúðarsjóði á móti þessum aðgerðum." Hann segir að aðrir bankar verði að eiga það við sig hvort þeir fari sömu leið, en segir að það yrði ágætt ef tekið yrði á þessum hlutum yfir línuna. Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Steinþór um hinar nýju leiðir Landsbankans í myndskeiði með fréttinni.
Mest lesið Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Viðskipti erlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Neytendur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Fleiri fréttir Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Sjá meira