Ekki þrýst á aðgerðir 26. maí 2011 19:08 Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans kynnti þessar leiðir á fundi með blaðamönnum í dag, en þær skiptast í meginatriðum í þrennt. Í fyrsta lagi verða 20 prósent vaxtagreiðslna frá ársbyrjun 2008 endurgreiddar viðskiptavinum sem staðið hafa í skilum, en þær koma almennt til lækkunar á eftirstöðvum skulda. Í öðru lagi verður nú miðað við fasteignamat, en ekki verðmat, þegar skuldir eru felldar niður samkvæmt 110% leiðinni á eignum undir 30 milljónum. Auk þess munu aðrar eignir almennt ekki koma til lækkunar á niðurfærslu skulda. Í þriðja lagi mun bankinn lækka ýmsar aðrar skuldir lántaka sem teljast umfram greiðslugetu samkvæmt sjálfvirku greiðslumati, en sú niðurfærsla getur numið allt að fjórum milljónum króna. Steinþór telur að úrræðin geti nýst fleiri en 60 þúsund viðskiptavinum, en þau muni hafa veruleg áhrif fyrir allt að 35 þúsund manns. Hann telur að þau geti skipt gríðarlegu máli fyrir fólk. Hann segir að enginn þrýstingur hafi komið frá eiganda bankans, ríkinu, um að bjóða upp á þessar leiðir, og ekkert samráð hafi verið haft við hann. Steinþór segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hver kostnaður við niðurfærslur og annað í tengslum við aðgerðirnar verði. „Það erfitt að segja, en þetta eru tugir milljarða væntanlega. Ég get ekki nefnt töluna nákvæmlega," segir Steinþór. Spurður hvort hugsanlega sé ábyrgðarlaust af ríkisbanka að fara út í aðgerðirnar þegar endanlegur verðmiði þeirra liggur ekki fyrir segir Steinþór: „Við teljum að bókhald bankans sé rétt. Við erum búin að meta útlánin, og við höfum ákveðna aðferðafræði við það. Það hefur verið tekið út, m.a. af Fjármálaeftirlitinu. Þeim viriðst hugnast hvernig við metum eignirnar, og hafa ekki sett út á það. Við teljum því að útlánin séu rétt metin, og í dag stendur bankinn með varúðarsjóði á móti þessum aðgerðum." Hann segir að aðrir bankar verði að eiga það við sig hvort þeir fari sömu leið, en segir að það yrði ágætt ef tekið yrði á þessum hlutum yfir línuna. Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Steinþór um hinar nýju leiðir Landsbankans í myndskeiði með fréttinni. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Landsbankinn kynnti í dag nýjar leiðir til að lækka skuldir heimila, en meðal þeirra er 20 prósent endurgreiðsla á vöxtum síðustu tveggja ára. Bankastjórinn segir engan þrýsting um aðgerðirnar hafa komið frá stjórnvöldum. Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans kynnti þessar leiðir á fundi með blaðamönnum í dag, en þær skiptast í meginatriðum í þrennt. Í fyrsta lagi verða 20 prósent vaxtagreiðslna frá ársbyrjun 2008 endurgreiddar viðskiptavinum sem staðið hafa í skilum, en þær koma almennt til lækkunar á eftirstöðvum skulda. Í öðru lagi verður nú miðað við fasteignamat, en ekki verðmat, þegar skuldir eru felldar niður samkvæmt 110% leiðinni á eignum undir 30 milljónum. Auk þess munu aðrar eignir almennt ekki koma til lækkunar á niðurfærslu skulda. Í þriðja lagi mun bankinn lækka ýmsar aðrar skuldir lántaka sem teljast umfram greiðslugetu samkvæmt sjálfvirku greiðslumati, en sú niðurfærsla getur numið allt að fjórum milljónum króna. Steinþór telur að úrræðin geti nýst fleiri en 60 þúsund viðskiptavinum, en þau muni hafa veruleg áhrif fyrir allt að 35 þúsund manns. Hann telur að þau geti skipt gríðarlegu máli fyrir fólk. Hann segir að enginn þrýstingur hafi komið frá eiganda bankans, ríkinu, um að bjóða upp á þessar leiðir, og ekkert samráð hafi verið haft við hann. Steinþór segir að ekki liggi nákvæmlega fyrir hver kostnaður við niðurfærslur og annað í tengslum við aðgerðirnar verði. „Það erfitt að segja, en þetta eru tugir milljarða væntanlega. Ég get ekki nefnt töluna nákvæmlega," segir Steinþór. Spurður hvort hugsanlega sé ábyrgðarlaust af ríkisbanka að fara út í aðgerðirnar þegar endanlegur verðmiði þeirra liggur ekki fyrir segir Steinþór: „Við teljum að bókhald bankans sé rétt. Við erum búin að meta útlánin, og við höfum ákveðna aðferðafræði við það. Það hefur verið tekið út, m.a. af Fjármálaeftirlitinu. Þeim viriðst hugnast hvernig við metum eignirnar, og hafa ekki sett út á það. Við teljum því að útlánin séu rétt metin, og í dag stendur bankinn með varúðarsjóði á móti þessum aðgerðum." Hann segir að aðrir bankar verði að eiga það við sig hvort þeir fari sömu leið, en segir að það yrði ágætt ef tekið yrði á þessum hlutum yfir línuna. Hægt er að sjá ítarlegt viðtal við Steinþór um hinar nýju leiðir Landsbankans í myndskeiði með fréttinni.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun