Fleiri fréttir Fluttu út ál fyrir 186 milljarða Heildarverðmæti útflutts áls nam 186 milljörðum króna fyrstu 10 mánuði þessa árs. Samkvæmt tilkynningu frá Samáli er þetta umtalsverð aukning frá sama tíma í fyrra þegar verðmæti útflutts áls nam alls 137 milljörðum króna. 2.12.2010 13:54 Milljarða samningur við norska og sænska herinn Forsvarsmenn íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks skrifuðu í morgun undir fjögurra ára rammasamning við norska og sænska herinn, með möguleika á framlengingu til næstu tíu ára. Um er að ræða framleiðslu á jeppum frá fyrirtækinu. 2.12.2010 13:10 Segir óeðlilegt að kröfum sé ekki beint að bankaráði Það er óeðlilegt að bankastjórar Landsbankans séu krafðir um 37 milljarða króna af slitastjórn banakns vegna verka annarra meðan engar kröfur eru gerðar á hendur bankaráðsmanna, segir lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar. 2.12.2010 13:08 Hilmar Veigar Pétursson kjörinn formaður SUT Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var kjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun. Hilmar Veigar var sitjandi formaður en hann tók við formennsku í febrúar af þáverandi formanni, Þórólfi Árnasyni. 2.12.2010 12:55 Yfirlýsing PwC „játning“ um að endurskoðendur hafi brugðist PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Landsbankans, telja sig ekki hafa getað gerst segir um vanrækslu við endurskoðun ársreikninga því þeir hafi ekki haft gögn. Lektor í viðskiptafræði segir þetta ekki standast skoðun því endurskoðendur geti auðveldlega kallað eftir gögnum. 2.12.2010 12:54 Samherji greiðir 260 þúsund í launauppbót Samherji hf. hefur ákveðið að greiða starfsmönnum í landi 260 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 46 þúsund króna desemberuppbót. 2.12.2010 10:19 Áætla rekstrarafgang hjá Fljótdalshéraði á næsta ári Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 19,5 milljóna kr. rekstarafgangi í samstæðureikningi A- og B hluta sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir um 0,5 milljón kr. afgangi í A-hluta sem er hinn eiginlegi sveitarsjóður en það eru Aðalsjóður og Eignasjóður. 2.12.2010 09:10 Skuldatryggingaálag Íslands hækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert í þessari viku og stendur nú í 319 punktum samkvæmt Markit itraxx vísitölunni. 2.12.2010 08:44 Landsbankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldum Bretlands Samkvæmt skýrslu slitastjórnar gamla Landsbankans til kröfuhafa er bankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldunum í Bretlandi. 2.12.2010 06:53 Hagnaður Íslandsbanka 13,2 milljarðar Íslandsbanki skilaði 13,2 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,6% sem er talsvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 17,6%. 2.12.2010 05:49 Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. 2.12.2010 05:00 Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. 2.12.2010 04:30 Endurskoðendur hafna alfarið ásökunum Landsbankans PricewaterhouseCoopers (PwC) hafnar alfarið ásökunum slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans um skaðabótaskylda háttsemi fyrirtækisins vegna endurskoðunar á ársreikningi Landsbankans 2007 og könnunar á árshlutareikningum bankans á árinu 2008. 1.12.2010 21:57 Skuldabréf Björgólfs til sérstaks saksóknara Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar kaup fjárfestingarsjóðs Fyrirtækjabréfa Landsbankans á 400 milljóna króna skuldabréfi útgefnu af Björgólfi Guðmundssyni í byrjun árs 2005. 1.12.2010 21:22 Misstum málverkin og sitjum uppi með tvöfalt söluverð bankanna Það voru ekki bara málverkin sem fóru fyrir lítið við einkavæðingu Landsbankans, segir fjármálaráðherra. Ríkið situr uppi með meira en tvöfalt hærri skuld en það fékk fyrir söluna á helmingshlut í bankanum á sínum tíma. Tugir milljarða vegna ríkisábyrgða falla nú á ríkið. 1.12.2010 18:26 Sölunni á Vestia lokið Gengið hefur verið frá kaupum Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um fyrirhuguð kaup þann 20. ágúst síðastliðinn með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem nú er lokið. 1.12.2010 16:45 Um 9,5 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,7% í dag í 9,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,9% í 5,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 4,4 ma. viðskiptum. 1.12.2010 16:39 Telur ekki grundvöll fyrir málsókn gegn sér Halldór Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, segir að Landsbankinn hafi keypt ábyrgðartryggingu í Bretlandi fyrir starfsfólk sitt. Slitastjórn bankans hafi tilkynnt hlutaðeigandi tryggingafélagi að hún telji að kröfurnar falli undir trygginguna. Þetta kemur fram í orðsendingu sem Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Halldórs sendi fjölmiðlum. 1.12.2010 15:43 Telja að bankinn hafi blekkt með ársreikningum Slitastjórn Landsbankans telur að bankinn hafi veitt rangar upplýsingar í ársreikningum árið 2007 og ætlar að krefjast bóta frá endurskoðendum af þeim sökum. 1.12.2010 15:18 Mikil velta með skuldabréf í nóvembermánuði Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni námu 328 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 14,9 milljarða kr. veltu á dag samanborið við 11,8 milljarða kr. veltu á dag í október mánuði. Er þetta næst veltumesti mánuðurinn á árinu. 1.12.2010 14:52 Eina vottaða dagblaðaprentsmiðjan Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. 1.12.2010 14:00 Greining: Vextir lækka um 0,75 prósentustig í desember Greining Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,75 prósentustig þann 8.desember næstkomandi. Gangi spáin eftir verða vextir á viðskiptareikningum innlánastofnana 3,25%, hámarksvextir 28 daga innistæðubréfa 4,5% og veðlánavextir 4,75%. 1.12.2010 13:46 Íslandsbanki gerir samstarfssamning við DnB Nor Eignastýring Íslandsbanka hefur gert samstarfssamning við DnB NOR Asset Management en fyrirtækið er dótturfyrirtæki norska bankans DnB NOR. Samstarfið nær til dreifingar á sjóðum og þjónustu til allra viðskiptavina, þ.e. fagfjárfesta, einstaklinga og fyrirtækja. 1.12.2010 13:31 Leiðandi í netmarkaðsmálum Íslenska netmarkaðsfyrirtækið Nordic Emarketing hefur skapað sér nafn víða um heim undanfarin ár þar sem það hefur verið leiðandi í markaðssetningu á vefnum. 1.12.2010 13:00 Kröfuhafi hafnar tillögu Reykjaneshafnar Einn af 20 kröfuhöfum Reykjaneshafnar hefur hafnað tillögu stjórnenda hafnarinnar um frestun á greiðslum og afborgunum af lánum fram til maí á næsta ári. Fundað verður um málið þann 20. desember n.k. 1.12.2010 12:55 Verðbólguvæntingar stjórnenda lækka nokkuð Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Seðlabankann í september síðastliðnum. 1.12.2010 12:00 Slitastjórn Landsbankans krefur stjórnendur um 37 milljarða Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, eru hvor fyrir sig krafðir um 37 milljarða króna en slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur þeim vegna meintrar vanrækslu. Þá er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. 1.12.2010 12:00 Vinna að bættri nýtingu fjármuna Birtingahúsið fagnar nú um þessar mundir tíu ára afmæli sínu, en á þessum tíma hefur fyrirtækið unnið brautryðjendastarf í markaðsráðgjöf hér á landi. Helstu verkefni Birtingahússins, að sögn Huga Sævarssonar framkvæmdastjóra, eru ráðgjöf til fyrirtækja um hvernig megi hagnýta sem best fé til auglýsingabirtinga. 1.12.2010 11:30 Eiginfjárhlutfall ÍLS skiptir ekki höfuðmáli Ekki skiptir höfuðmáli hvert eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er á hverjum tíma svo lengi sem sjóðurinn getur staðið undir afborgunum af íbúðabréfum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. 1.12.2010 11:14 Síminn braut gegn trúnaðarskyldum Síminn braut gegn trúnaðarskyldum með því að nýta sér upplýsingar um viðskiptavini keppinauta sinna, Nova og Vodafone. 1.12.2010 10:15 Þjónustuviðskipti jákvæð um 35 milljarða á þriðja ársfjórðungi Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 97,3 milljarðar en innflutningur á þjónustu 62,0 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 35,3 milljarða króna. 1.12.2010 09:01 Jólagjafir með hagtölugleraugum Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. 1.12.2010 09:00 Atvinnulausir fá 45 þúsund í desemberuppbót Atvinnulausir sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun. Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010. 1.12.2010 08:40 Einkunnirnar aldrei verið lægri Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. 1.12.2010 08:30 Í lánshæfismatinu er falinn vandi landsins til lengri tíma Í síðustu viku hófust á vettvangi Evrópusambandsins viðræður um að nýtt yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit sem vaka á yfir verðbréfaviðskiptum og mörkuðum hafi einnig eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum. 1.12.2010 08:30 Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. 1.12.2010 08:00 Dæmalaus erfðasynd frá einkavæðingu bankanna Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ríkisábyrgðir þær sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að teknar verði yfir frá gömlu bönkunum sé dæmalaus erfðasynd frá einkavæðingu bankanna á sínum tíma. 1.12.2010 07:49 Allt undir við skoðun á sparisjóðunum Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. 1.12.2010 07:00 Tíu milljarðar greiddir án undirritunar samninga Skiptastjóri þrotabús Fons hefur hafnað tveimur kröfum slitastjórnar Glitnis í búið, sem nema samtals 10,8 milljörðum króna. Kröfurnar eru vegna framvirkra samninga um hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskipti sem skiptastjórinn telur að séu ekki undirritaðir með fullnægjandi hætti. 1.12.2010 04:30 Hagkaup framvegis í eintölu Eftir talsvert hringl í gegnum fimmtíu ára sögu Hagkaups var skarið tekið af í fyrra um rétta notkun á nafni fyrirtækisins. „Við erum í eintölu," segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri. 1.12.2010 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Fluttu út ál fyrir 186 milljarða Heildarverðmæti útflutts áls nam 186 milljörðum króna fyrstu 10 mánuði þessa árs. Samkvæmt tilkynningu frá Samáli er þetta umtalsverð aukning frá sama tíma í fyrra þegar verðmæti útflutts áls nam alls 137 milljörðum króna. 2.12.2010 13:54
Milljarða samningur við norska og sænska herinn Forsvarsmenn íslenska fyrirtækisins Arctic Trucks skrifuðu í morgun undir fjögurra ára rammasamning við norska og sænska herinn, með möguleika á framlengingu til næstu tíu ára. Um er að ræða framleiðslu á jeppum frá fyrirtækinu. 2.12.2010 13:10
Segir óeðlilegt að kröfum sé ekki beint að bankaráði Það er óeðlilegt að bankastjórar Landsbankans séu krafðir um 37 milljarða króna af slitastjórn banakns vegna verka annarra meðan engar kröfur eru gerðar á hendur bankaráðsmanna, segir lögmaður Sigurjóns Þ. Árnasonar. 2.12.2010 13:08
Hilmar Veigar Pétursson kjörinn formaður SUT Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, var kjörinn formaður Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT - á aðalfundi í morgun. Hilmar Veigar var sitjandi formaður en hann tók við formennsku í febrúar af þáverandi formanni, Þórólfi Árnasyni. 2.12.2010 12:55
Yfirlýsing PwC „játning“ um að endurskoðendur hafi brugðist PricewaterhouseCoopers, endurskoðendur Landsbankans, telja sig ekki hafa getað gerst segir um vanrækslu við endurskoðun ársreikninga því þeir hafi ekki haft gögn. Lektor í viðskiptafræði segir þetta ekki standast skoðun því endurskoðendur geti auðveldlega kallað eftir gögnum. 2.12.2010 12:54
Samherji greiðir 260 þúsund í launauppbót Samherji hf. hefur ákveðið að greiða starfsmönnum í landi 260 þúsund króna launauppbót nú í desember, til viðbótar umsaminni 46 þúsund króna desemberuppbót. 2.12.2010 10:19
Áætla rekstrarafgang hjá Fljótdalshéraði á næsta ári Samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir 19,5 milljóna kr. rekstarafgangi í samstæðureikningi A- og B hluta sveitarfélagsins. Þar af er gert ráð fyrir um 0,5 milljón kr. afgangi í A-hluta sem er hinn eiginlegi sveitarsjóður en það eru Aðalsjóður og Eignasjóður. 2.12.2010 09:10
Skuldatryggingaálag Íslands hækkar töluvert Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert í þessari viku og stendur nú í 319 punktum samkvæmt Markit itraxx vísitölunni. 2.12.2010 08:44
Landsbankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldum Bretlands Samkvæmt skýrslu slitastjórnar gamla Landsbankans til kröfuhafa er bankinn orðinn eitt af stóru verslunarveldunum í Bretlandi. 2.12.2010 06:53
Hagnaður Íslandsbanka 13,2 milljarðar Íslandsbanki skilaði 13,2 milljarða króna hagnaði eftir skatta á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins. Eiginfjárhlutfall bankans var 22,6% sem er talsvert hærra en það 16% lágmark sem FME hefur sett bankanum. Arðsemi eigin fjár var 17,6%. 2.12.2010 05:49
Íslenskt fyrirtæki vill selja þúsund rafjeppa hér á landi Íslenska þróunarfélagið Northern Lights Energy (NLE) hefur skrifað undir viljayfirlýsingu við bandaríska fyrirtækið AMP Electric Vehicles um sölu á eitt þúsund rafjeppum hér á landi á næstu fimm árum. Verkefnið er hluti af þjóðarátaki um rafbílavæðingu Íslands sem NLE stendur að. 2.12.2010 05:00
Óhagstæð skattalög stöðva gagnaverin Gera þarf miklar breytingar á frumvarpi fjármálaráðherra til að það nái því markmiði að gera samkeppnisstöðu gagnavera hér á landi sambærilega við gagnaver í ríkjum Evrópusambandsins, segir Friðrik Þór Snorrason, formaður Samtaka íslenskra gagnaversfyrirtækja. 2.12.2010 04:30
Endurskoðendur hafna alfarið ásökunum Landsbankans PricewaterhouseCoopers (PwC) hafnar alfarið ásökunum slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans um skaðabótaskylda háttsemi fyrirtækisins vegna endurskoðunar á ársreikningi Landsbankans 2007 og könnunar á árshlutareikningum bankans á árinu 2008. 1.12.2010 21:57
Skuldabréf Björgólfs til sérstaks saksóknara Embætti sérstaks saksóknara hefur nú til rannsóknar kaup fjárfestingarsjóðs Fyrirtækjabréfa Landsbankans á 400 milljóna króna skuldabréfi útgefnu af Björgólfi Guðmundssyni í byrjun árs 2005. 1.12.2010 21:22
Misstum málverkin og sitjum uppi með tvöfalt söluverð bankanna Það voru ekki bara málverkin sem fóru fyrir lítið við einkavæðingu Landsbankans, segir fjármálaráðherra. Ríkið situr uppi með meira en tvöfalt hærri skuld en það fékk fyrir söluna á helmingshlut í bankanum á sínum tíma. Tugir milljarða vegna ríkisábyrgða falla nú á ríkið. 1.12.2010 18:26
Sölunni á Vestia lokið Gengið hefur verið frá kaupum Framtakssjóðs Íslands á eignarhaldsfélaginu Vestia af Landsbankanum með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Tilkynnt var um fyrirhuguð kaup þann 20. ágúst síðastliðinn með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem nú er lokið. 1.12.2010 16:45
Um 9,5 milljarða viðskipti með skuldabréf Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,7% í dag í 9,5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,9% í 5,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,3% í 4,4 ma. viðskiptum. 1.12.2010 16:39
Telur ekki grundvöll fyrir málsókn gegn sér Halldór Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka Íslands, segir að Landsbankinn hafi keypt ábyrgðartryggingu í Bretlandi fyrir starfsfólk sitt. Slitastjórn bankans hafi tilkynnt hlutaðeigandi tryggingafélagi að hún telji að kröfurnar falli undir trygginguna. Þetta kemur fram í orðsendingu sem Friðjón Örn Friðjónsson, lögmaður Halldórs sendi fjölmiðlum. 1.12.2010 15:43
Telja að bankinn hafi blekkt með ársreikningum Slitastjórn Landsbankans telur að bankinn hafi veitt rangar upplýsingar í ársreikningum árið 2007 og ætlar að krefjast bóta frá endurskoðendum af þeim sökum. 1.12.2010 15:18
Mikil velta með skuldabréf í nóvembermánuði Heildarviðskipti með skuldabréf í Kauphöllinni námu 328 milljörðum í síðasta mánuði sem samsvarar 14,9 milljarða kr. veltu á dag samanborið við 11,8 milljarða kr. veltu á dag í október mánuði. Er þetta næst veltumesti mánuðurinn á árinu. 1.12.2010 14:52
Eina vottaða dagblaðaprentsmiðjan Ísafoldarprentsmiðja hefur fengið vottun Svansins, opinbers umhverfismerkis Norðurlandanna. Prentsmiðjan er fyrsta dagblaðaprentsmiðjan sem fær Svansvottun hér á landi. Fréttablaðið er prentað í Ísafoldarprentsmiðju. 1.12.2010 14:00
Greining: Vextir lækka um 0,75 prósentustig í desember Greining Arion banka spáir því að Peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka stýrivexti um 0,75 prósentustig þann 8.desember næstkomandi. Gangi spáin eftir verða vextir á viðskiptareikningum innlánastofnana 3,25%, hámarksvextir 28 daga innistæðubréfa 4,5% og veðlánavextir 4,75%. 1.12.2010 13:46
Íslandsbanki gerir samstarfssamning við DnB Nor Eignastýring Íslandsbanka hefur gert samstarfssamning við DnB NOR Asset Management en fyrirtækið er dótturfyrirtæki norska bankans DnB NOR. Samstarfið nær til dreifingar á sjóðum og þjónustu til allra viðskiptavina, þ.e. fagfjárfesta, einstaklinga og fyrirtækja. 1.12.2010 13:31
Leiðandi í netmarkaðsmálum Íslenska netmarkaðsfyrirtækið Nordic Emarketing hefur skapað sér nafn víða um heim undanfarin ár þar sem það hefur verið leiðandi í markaðssetningu á vefnum. 1.12.2010 13:00
Kröfuhafi hafnar tillögu Reykjaneshafnar Einn af 20 kröfuhöfum Reykjaneshafnar hefur hafnað tillögu stjórnenda hafnarinnar um frestun á greiðslum og afborgunum af lánum fram til maí á næsta ári. Fundað verður um málið þann 20. desember n.k. 1.12.2010 12:55
Verðbólguvæntingar stjórnenda lækka nokkuð Verðbólguvæntingar stjórnenda hjá stærstu fyrirtækjum landsins hafa lækkað nokkuð undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Seðlabankann í september síðastliðnum. 1.12.2010 12:00
Slitastjórn Landsbankans krefur stjórnendur um 37 milljarða Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, eru hvor fyrir sig krafðir um 37 milljarða króna en slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur þeim vegna meintrar vanrækslu. Þá er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. 1.12.2010 12:00
Vinna að bættri nýtingu fjármuna Birtingahúsið fagnar nú um þessar mundir tíu ára afmæli sínu, en á þessum tíma hefur fyrirtækið unnið brautryðjendastarf í markaðsráðgjöf hér á landi. Helstu verkefni Birtingahússins, að sögn Huga Sævarssonar framkvæmdastjóra, eru ráðgjöf til fyrirtækja um hvernig megi hagnýta sem best fé til auglýsingabirtinga. 1.12.2010 11:30
Eiginfjárhlutfall ÍLS skiptir ekki höfuðmáli Ekki skiptir höfuðmáli hvert eiginfjárhlutfall Íbúðalánasjóðs (ÍLS) er á hverjum tíma svo lengi sem sjóðurinn getur staðið undir afborgunum af íbúðabréfum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. 1.12.2010 11:14
Síminn braut gegn trúnaðarskyldum Síminn braut gegn trúnaðarskyldum með því að nýta sér upplýsingar um viðskiptavini keppinauta sinna, Nova og Vodafone. 1.12.2010 10:15
Þjónustuviðskipti jákvæð um 35 milljarða á þriðja ársfjórðungi Útflutningur á þjónustu á þriðja ársfjórðungi 2010 var, samkvæmt bráðabirgðatölum, 97,3 milljarðar en innflutningur á þjónustu 62,0 milljarðar króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á þriðja ársfjórðungi var því jákvæður um 35,3 milljarða króna. 1.12.2010 09:01
Jólagjafir með hagtölugleraugum Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. 1.12.2010 09:00
Atvinnulausir fá 45 þúsund í desemberuppbót Atvinnulausir sem tryggðir eru innan atvinnuleysistryggingakerfisins fá eingreiðslu í desember samkvæmt tillögu Guðbjarts Hannessonar, félags- og tryggingamálaráðherra, sem ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun. Full uppbót er 44.857 krónur en greiðsla hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til atvinnuleysisbóta árið 2010. 1.12.2010 08:40
Einkunnirnar aldrei verið lægri Lengst af hafa þrjú matsfyrirtæki metið lánshæfi ríkissjóðs Íslands, en það eru fyrirtækin Moody’s Investors Service, Fitch Ratings og Standard & Poor’s. 1.12.2010 08:30
Í lánshæfismatinu er falinn vandi landsins til lengri tíma Í síðustu viku hófust á vettvangi Evrópusambandsins viðræður um að nýtt yfirþjóðlegt fjármálaeftirlit sem vaka á yfir verðbréfaviðskiptum og mörkuðum hafi einnig eftirlit með lánshæfismatsfyrirtækjum. 1.12.2010 08:30
Tilboð halda verslun uppi í kreppunni Meira er um afslátt í verslunum nú fyrir jólin en fyrri ár. 1.12.2010 08:00
Dæmalaus erfðasynd frá einkavæðingu bankanna Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ríkisábyrgðir þær sem meirihluti fjárlaganefndar leggur til að teknar verði yfir frá gömlu bönkunum sé dæmalaus erfðasynd frá einkavæðingu bankanna á sínum tíma. 1.12.2010 07:49
Allt undir við skoðun á sparisjóðunum Sparisjóðirnir í landinu reka um þriðjung útibúa bankastofnana í landinu þrátt fyrir að hlutdeild þeirra í útlánum og eignarleigusamningum fjármálakerfisins sé aðeins um fjögur prósent. 1.12.2010 07:00
Tíu milljarðar greiddir án undirritunar samninga Skiptastjóri þrotabús Fons hefur hafnað tveimur kröfum slitastjórnar Glitnis í búið, sem nema samtals 10,8 milljörðum króna. Kröfurnar eru vegna framvirkra samninga um hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskipti sem skiptastjórinn telur að séu ekki undirritaðir með fullnægjandi hætti. 1.12.2010 04:30
Hagkaup framvegis í eintölu Eftir talsvert hringl í gegnum fimmtíu ára sögu Hagkaups var skarið tekið af í fyrra um rétta notkun á nafni fyrirtækisins. „Við erum í eintölu," segir Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri. 1.12.2010 03:00