Slitastjórn Landsbankans krefur stjórnendur um 37 milljarða Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. desember 2010 12:00 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. Slitastjórn Landsbankans vill skaðabætur frá þeim vegna samninga sem gerðir voru við Björgólfsfeðga, stærstu eigendur bankans. Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, eru hvor fyrir sig krafðir um 37 milljarða króna en slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur þeim vegna meintrar vanrækslu. Þá er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. Á fundi með kröfuhöfum Landsbankans sem nú stendur yfir á Hótel Nordica voru kynnt skaðabótamál sem slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur slitastjórnin ákveðið að höfða mál á hendur bankastjórunum fyrrverandi, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumanni fyrirtækjasviðs og fleiri stjórnendum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að slitastjórnin hefði krafið Sigurjón og Halldór um 37 milljarða króna vegna meintrar vanrækslu í rekstri bankans fyrir hrunið. Sigurður sagði kröfurnar fráleitar en þeim hefur þegar verið mótmælt skriflega og var það kynnt á fundinum í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. Létu hjá líða að innheimta ábyrgð Annars vegar krefur slitastjórnin bankastjórana um átján milljarða króna fyrir að láta hjá líða að hinnheimta ábyrgð Kaupþings banka í Lúxemborg upp á sömu fjárhæð vegna lánveitingar Landsbankans til Fjárfestingarfélagsins Grettis, sem var eigu Björgólfsfeðga. Krafan á hendur Elínu er einnig á þessum grundvelli. Hins krafan á hendur bankastjórunum fyrrverandi hljóðar upp á 19 milljarða króna vegna láns sem Landsbankinn veitti Straumi Burðaráss fjárfestingarbanka hinn 2. október 2008, aðeins sex dögum fyrir bankahrunið, en bankinn var sem kunnugt er í eigu sömu aðila en stærsti hluthafinn var félag Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fram kemur í bréfi Sigurðar G., fyrir hönd umbjóðanda hans Sigurjóns til slitastjórnarinnar að svo virðist sem gengið sé út frá því að um bótaskyld tjón kunni vera að ræða, sem falli undir skilmála ábyrgðartryggingar Landsbankans. Engin trygging hafi verið í gildi sem verndaði Landsbankann vegna tjóns sem Sigurjón gat í störfum sínum sem bankastjóri Landsbankans valdið bankanum. Svo virðist sem gengið sé út frá því Sigurjón, sem bankastjóri, beri einhvers konar húsbóndaábyrgð á öllu því starfsfólki sem starfaði hjá Landsbankanum, starfsfólki sem hafði skýr og afmörkuð verkefni og valdsvið sem áttu að tryggja að ábyrgðir skiluðu sér og frá lánasamningum væri gengið með þeim hætti að þeir héldu, segir í bréfinu. Þá sé Sigurjón ekki borgunarmaður fyrir 37 milljörðum króna, en sé tilbúinn að ná einhvers konar sátt í málinu því honum sé umhugað um fjárhagslega framtíð sína og fjölskyldu sinnar. Við þetta er svo að bæta að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa kröfuhafa sem var á fundinum, sem lauk rétt í þessu, (kl. 11:58) voru engin mál á hendur fyrrverandi eigendum bankans, þ.e Björgólfsfeðgum, kynnt eða riftunarráðstafanir vegna viðskipta til félaga í þeirra eigu. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjórar Landsbankans, eru hvor fyrir sig krafðir um 37 milljarða króna en slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða skaðabótamál á hendur þeim vegna meintrar vanrækslu. Þá er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. Á fundi með kröfuhöfum Landsbankans sem nú stendur yfir á Hótel Nordica voru kynnt skaðabótamál sem slitastjórn Landsbankans hefur ákveðið að höfða á hendur fyrrverandi stjórnendum bankans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur slitastjórnin ákveðið að höfða mál á hendur bankastjórunum fyrrverandi, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni og Elínu Sigfúsdóttir, fyrrverandi forstöðumanni fyrirtækjasviðs og fleiri stjórnendum. Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Sigurjóns, staðfesti í samtali við fréttastofu í morgun að slitastjórnin hefði krafið Sigurjón og Halldór um 37 milljarða króna vegna meintrar vanrækslu í rekstri bankans fyrir hrunið. Sigurður sagði kröfurnar fráleitar en þeim hefur þegar verið mótmælt skriflega og var það kynnt á fundinum í morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er Elín Sigfúsdóttir krafin um 18 milljarða króna. Létu hjá líða að innheimta ábyrgð Annars vegar krefur slitastjórnin bankastjórana um átján milljarða króna fyrir að láta hjá líða að hinnheimta ábyrgð Kaupþings banka í Lúxemborg upp á sömu fjárhæð vegna lánveitingar Landsbankans til Fjárfestingarfélagsins Grettis, sem var eigu Björgólfsfeðga. Krafan á hendur Elínu er einnig á þessum grundvelli. Hins krafan á hendur bankastjórunum fyrrverandi hljóðar upp á 19 milljarða króna vegna láns sem Landsbankinn veitti Straumi Burðaráss fjárfestingarbanka hinn 2. október 2008, aðeins sex dögum fyrir bankahrunið, en bankinn var sem kunnugt er í eigu sömu aðila en stærsti hluthafinn var félag Björgólfs Thors Björgólfssonar. Fram kemur í bréfi Sigurðar G., fyrir hönd umbjóðanda hans Sigurjóns til slitastjórnarinnar að svo virðist sem gengið sé út frá því að um bótaskyld tjón kunni vera að ræða, sem falli undir skilmála ábyrgðartryggingar Landsbankans. Engin trygging hafi verið í gildi sem verndaði Landsbankann vegna tjóns sem Sigurjón gat í störfum sínum sem bankastjóri Landsbankans valdið bankanum. Svo virðist sem gengið sé út frá því Sigurjón, sem bankastjóri, beri einhvers konar húsbóndaábyrgð á öllu því starfsfólki sem starfaði hjá Landsbankanum, starfsfólki sem hafði skýr og afmörkuð verkefni og valdsvið sem áttu að tryggja að ábyrgðir skiluðu sér og frá lánasamningum væri gengið með þeim hætti að þeir héldu, segir í bréfinu. Þá sé Sigurjón ekki borgunarmaður fyrir 37 milljörðum króna, en sé tilbúinn að ná einhvers konar sátt í málinu því honum sé umhugað um fjárhagslega framtíð sína og fjölskyldu sinnar. Við þetta er svo að bæta að samkvæmt upplýsingum frá fulltrúa kröfuhafa sem var á fundinum, sem lauk rétt í þessu, (kl. 11:58) voru engin mál á hendur fyrrverandi eigendum bankans, þ.e Björgólfsfeðgum, kynnt eða riftunarráðstafanir vegna viðskipta til félaga í þeirra eigu.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira