Viðskipti innlent

Endurskoðendur hafna alfarið ásökunum Landsbankans

PricewaterhouseCoopers (PwC) hafnar alfarið ásökunum slitastjórnar og skilanefndar Landsbankans um skaðabótaskylda háttsemi fyrirtækisins vegna endurskoðunar á ársreikningi Landsbankans 2007 og könnunar á árshlutareikningum bankans á árinu 2008.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá PwC.

Fram kom á fundi skilanefndar og slitastjórnar Landsbankans í dag að bankinn hafi verið kominn langt undir lögmætt eiginfjárhlutfall töluvert löngu áður en hann féll í október 2008.

Þá sagði Herdís Hallmarsdóttir, meðlimur í slitastjórn Landsbankans, að slitastjórnin teldi að ekki hafi verið staðið rétt að flokkun venslaðra aðila og þar með áhættuskuldbindingum vegna útlána til þeirra.

Aðspurð sagði hún að slitastjórnin teldi að bankinn hafi brotið reglur um stórar áhættuskuldbindingar vegna lána til félaga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar á árinu 2007 og 2008.

Í yfirlýsingu PwC kemur eftirfarandi fram:

„PwC hafnar alfarið þeim ályktunum sem fram koma í bréfinu og þeim staðhæfingum sem hafðar hafa verið eftir fulltrúum slitastjórnar í fjölmiðlum í dag þess efnis að PwC hafi brugðist starfsskyldum sínum í vinnu sinni fyrir Landsbankann.

Hlutverk PwC sem endurskoðenda bankans var að láta í té álit á ársreikningum og ályktanir um árshlutauppgjör. Í því fólst umsögn um það hvort reikningsskilin, sem unnin voru og lögð fram á ábyrgð stjórnenda bankans, hafi verið í samræmi við lög og alþjóðlegar reikningsskilareglur.

Niðurstöður PwC tóku mið af þeim upplýsingum sem endurskoðendur PwC höfðu aðgang að á þeim tíma þegar vinna þeirra fór fram. Endurskoðendur PwC komu ekki að gerð uppgjöra eða ákvarðanatöku í Landsbankanum."


Tengdar fréttir

Telja að bankinn hafi blekkt með ársreikningum

Slitastjórn Landsbankans telur að bankinn hafi veitt rangar upplýsingar í ársreikningum árið 2007 og ætlar að krefjast bóta frá endurskoðendum af þeim sökum.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,9
82
106.936
ICESEA
0,41
2
6.086
VIS
0,32
9
191.838
ORIGO
0,24
3
1.239
BRIM
0
5
2.969

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,57
32
267.439
ARION
-1,24
25
511.397
HAGA
-1,24
10
421.666
SIMINN
-1,19
5
124.815
EIK
-1,13
3
4.919
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.