Jólagjafir með hagtölugleraugum 1. desember 2010 09:00 Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Jólagjafahugmyndir Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst hafa í gegnum tíðina elt hagsveiflur. Jólagjöfin í ár er íslensk lopapeysa, sem er í takt við hrun efnahagslífsins, fall bankanna, hrun krónunnar og samdrátt kaupmáttar, en allt þetta hefur valdið því að neytendur leita síður út fyrir landsteinana eftir gjöfum. Rannsóknarsetrið gengur út frá ýmsum grundvallaratriðum við val sitt á jólagjöfum ársins. Jólin 2005 var lófaspilari talinn líklegur til að leynast í gjöfum einhverra. Gengið var út frá því að því að varan væri nýjung í einum eða öðrum skilningi, fulltrúi tíðarandans og stæði undir mikilli veltu, það er annaðhvort með metsölutækjum ársins eða mjög verðmæt. Þekktasti lófaspilarinn er vafalítið iPod-spilarinn frá Apple, sem hefur tekið stórstígum breytingum síðastliðin fimm ár. Valið endurspeglaði tíðarandann það árið: Hagvöxtur mældist 5,5 prósent, dregið hafði úr atvinnuleysi og var þá 2,5 prósent samanborið við 3,1 prósent árið á undan. Þá stóð gengisvísitala krónunnar í rétt rúmum 106 stigum á Þorláksmessu. Til samanburðar kostaði einn Bandaríkjadalur þá 69,7 krónur og ein evra 63,6 krónur. iPod Nano, 2 GB, kostaði í þá tíð 19.900 krónur út úr búð, sem var þrjú hundruð krónum meira en búist var við að hvert mannsbarn myndi eyða vegna jólahaldsins. . Gjafirnar stækkuðu og urðu dýrari í takt við uppsveiflu hagkerfisins. Hápunktinum var náð um jólin 2007 þegar gjöf ársins var staðsetningartæki. Slíkt tæki kostaði þá kringum þrjátíu þúsund krónur, en gat verið langtum dýrara. Allt fór það eftir stærð, gerð og þeim möguleikum sem tækin buðu upp á. GPS-tækið í jólapökkum landsmanna kom hins vegar ekki í veg fyrir að hagkerfið endaði úti í móa. . Eftir fall krónunnar hafa jólagjafirnar einkennst öðru fremur af innlendum varningi, íslenskri hönnun og jákvæðri upplifun. Ósagt skal látið hvort um ódýrari jólagjafir er að ræða en leynst hafa í pökkum landsmanna í gegnum tíðina. Möguleikarnir eru hins vegar mun fleiri en áður. Þetta árið getur jólagjöfin hlaupið frá þrjú þúsund krónum til allt að 25 þúsunda. Lopi og annað sem þarf til í lopapeysugerðina getur kostað í kringum þrjú þúsund krónur og er þá vinnan ótalin. Hefðbundnar tilbúnar lopapeysur úr búð kosta allt frá þrettán þúsund krónum upp í tuttugu og fimm þúsund krónur fyrir þær sem teljast til tískuvara.- jab . . s
Fréttir Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira