Viðskipti innlent

Skuldatryggingaálag Íslands hækkar töluvert

Skuldatryggingaálag Íslands hefur hækkað töluvert í þessari viku og stendur nú í 319 punktum samkvæmt Markit itraxx vísitölunni.

Ekki er gott að sjá hvað veldur þessari hækkun annað en að skuldatryggingaálög á Evrópuríki hafa hækkað almennt undanfarnar vikur í kjölfar frétta af fjárhagsvandræðum Íra og landanna í suðurhluta Evrópu.

Álagið á Ísland fór lægst í rúmlega 270 punkta í haust en samkvæmt Markit itraxx vísitölunni hækkaði það um 7 punkta í gær og gefur hækkað um 30 punkta í liðinni viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×