Viðskipti innlent

Fluttu út ál fyrir 186 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heildarverðmæti útflutts áls nam 186 milljörðum króna fyrstu 10 mánuði þessa árs.

Samkvæmt tilkynningu frá Samáli er þetta umtalsverð aukning frá sama tíma í fyrra þegar verðmæti útflutts áls nam alls 137 milljörðum króna. Verðmætaaukningin nemur 49 milljörðum sem er liðlega 35% aukning á milli ára.

Stærstur hluti verðmætaaukningar stafar af hækkandi heimsmarkaðsverði á áli, en álverð var mjög lágt á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×