Fleiri fréttir Íslendingar langt í frá einir að glíma við vaxandi skuldir Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir. 23.3.2010 11:59 Íslandsbanki með ráðleggingar í skattamálum Þar sem stutt er í skil á skattframtölum einstaklinga, eða 26. mars nk. stendur Íslandsbanki fyrir fundi um skattamál einstaklinga í dag, þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00 í útibúi bankans við Gullinbrú. 23.3.2010 09:15 Leikhúsgestum fækkaði um 14% milli ára Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var tæplega 356 þúsund á síðasta leikári. Það samsvarar því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu. Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um 56 þúsund frá því á leikárinu þar á undan. Það jafngildir fækkun gesta um 14 af hundraði. 23.3.2010 09:12 FME veitir Arev verðbréfafyrirtæki auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. fyrr í mánuðinum auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. 23.3.2010 08:03 Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. 22.3.2010 18:45 Tap Skipta nam 10 milljörðum króna Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans, á árinu 2009 fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,7 milljörðum króna. Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 milljörðum króna samanborið við 39 milljarða árið áður, að fram í kemur í tilkynningu fyrir fyrirtækinu. 22.3.2010 18:13 Alex Jurshevski: Ætlum ekki að græða á vanda Íslands Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir að fyrirtækið leitist ekki við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda. Auk þess ráðleggi fyrirtækið ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu. 22.3.2010 17:45 Gengi hlutabréfa Eik banka hækkaði um 4,4 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska Eik banka hækkaði um 4,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar. 22.3.2010 17:03 Erlendum fjárfestum líður betur með krónueignir Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að þróun gengis krónunnar í síðustu viku bendi til þess að erlendum fjárfestum líði betur með krónueignir sínar. 22.3.2010 15:38 Héraðsdómur skilgreinir hagnað sem launatekjur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið undir með yfirskattanefnd og úrskurðað að hagnað af viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum beri að skilgreina sem launatekjur en ekki fjármagnstekjuskatt. 22.3.2010 14:33 Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22.3.2010 13:47 Fiskimjöl skráð sem hvalamjöl vegna mistaka Vegna fréttar um ólöglegan útflutning á hvalaafurðum til Danmerkur hefur sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem segir að um mistök í tollskráningu hafi verið að ræða. 22.3.2010 13:39 Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fer fjölgandi Nokkuð fleiri kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur verið þinglýst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þannig hafa að meðaltali verið gerðir um 44 samningar á viku hverri frá áramótum en á sama tíma í fyrra voru gerðir um 32 samningar og jafngildir þetta aukningu upp á ríflega þriðjung. 22.3.2010 11:50 Kauphöllin íhugar að kæra Bakkavör til FME Komi til þess að Bakkavör Group hf. verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag, án þess að hlutabréf þess hafi áður verið tekin úr viðskiptum í kauphöll samkvæmt þeim lögum sem um það gilda, lítur Kauphöllin svo á að um sé að ræða brot á samningi félagsins við Kauphöllina. 22.3.2010 11:23 Mikið álag á símakerfi Iceland Express Mikil álag hefur verið á símakerfi Iceland Express í morgun, enda gengur allt millilandaflug félagsins með eðlilegum hætti í dag. 22.3.2010 10:42 Dönsk svín fóðruð með ólöglegu íslensku hvalkjöti Dýraverndunarsamtökin WDCS, sem stuðla að verndun hvala og höfrunga, hafa ákært Dani fyrir að nota ólöglegt íslenskt hvalkjöt í svínafóður. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna um verslun Íslendinga með hvalaafurðir árin 2009 og 2010. 22.3.2010 10:36 Heimildargjald fellt niður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki fellir niður heimildargjald (viðskiptagjald) á tékkareikningum fyrirtækja og einstaklinga frá og með 21. mars 2010. 22.3.2010 09:16 Skuldir sjávarútvegs námu 564 milljörðum í árslok 2008 Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2008 voru 504 milljarðar króna, heildarskuldir 564 milljarður kr. og eigið fé því neikvætt um 60 milljarða kr. Eigið fé nam 110 milljörðum kr. 22.3.2010 09:09 Kaupmáttur launa heldur áfram að lækka Vísitala kaupmáttar launa í febrúar 2010 er 104,8 stig og lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 3,4%. 22.3.2010 09:04 Nauðungarsölum á bifreiðum fækkaði milli ára Árið 2009 voru 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þetta er nokkur fækkun frá árinu 2008 þegar 491 bifreið var seld á nauðungarsölu. 22.3.2010 08:42 Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði töluvert í fyrra Í lok febrúar 2010 höfðu 34 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík þar af 6 í janúar og 28 í febrúar. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 319. 22.3.2010 08:36 Mikil hlutafjárauking áformuð hjá Atlantic Petroleum Aðalfundur Atlantic Petroleum samþykkti heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé þess um allt að 200 milljónir danskra kr. eða 4,6 milljarða kr. að nafnverði. Heimildin gildir til ársloka 2014. 22.3.2010 07:37 Sólarkísilverksmiðja enn á teikniborðinu Kanadíska fyrirtækið Timminco Limited hefur hætt framleiðslu á sólarkísilflögum tímabundið og mun blása lífi í hana þegar eftirspurn eykst. 22.3.2010 05:00 Sala Sjóvar frestast líklega Sölu Sjóvár verður að öllum líkindum frestað þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. 21.3.2010 19:00 Sala í verðbréfaútboðum tvöfaldast milli mánaða Heildarsala verðbréfaútboða í febrúar nam 29,9 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 14 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 21.3.2010 09:23 Hagnaður Hampiðjunnar hálfur milljarður í fyrra Hagnaður Hampiðjunnar eftir skatta á síðasta ári nam 520 milljónum kr. Til samanburðar nam hagnaðurinn 120 milljónum kr. árið 2008. 21.3.2010 06:58 Forsætisráðherra: Erum ekki að fara selja orku fyrir Icesave „Þetta er bara uppspuni, forsætisráðherra hefur ekki tekið neina afstöðu í þessu né skoðað þetta sérstaklega,“ segir Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur um frétt varðandi Planck stofnunina í Hollandi. 19.3.2010 21:01 Glitnir lánaði Byr og Byr lánaði FL Group sömu upphæð Glitnir lánaði Byr Sparisjóði þrjá milljarða króna á sama tíma og sjóðurinn lánaði FL Group sömu upphæð. Grunur leikur á að Glitnir hafi með þessum hætti komist hjá því að vera beinn lánveitandi stærsta hluthafa síns, FL Group. 19.3.2010 18:47 Kaupþing rannsakar 20 aflandsfélög vegna tugmilljarða viðskipta Skilanefnd Kaupþings hefur tekið rúmlega 20 félög og félagasamstæður í þekktum skattaskjólum til sérstakrar athugunar vegna tugmilljarða viðskipta þeirra við gamla Kaupþing. Fjöldi félaga innan hverrar samstæðu er á bilinu tvö til 250 og eru þau staðsett á Bresku Jómfrúareyjum, Ermasundseyjum, á Kýpur, í Panama og Lúxemborg. Eigendur margra þeirra eru Íslendingar búsettir erlendis. 19.3.2010 18:35 Planck stofnunin býður stjórnvöldum lausn á Icesave Planck stofnunin í Hollandi (Planck Foundation) hefur boðið íslenskum stjórnvöldum áætlun sem felur í sér að Íslendingar borgi Icesave skuldina með orkusölu til Bretlands og Hollands. Orkan yrði send í gegnum háspennukapal sem þegar eru framleiddir hjá Siemens og ABB. Slíkir kaplar eru í notkun í Japan, Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum. 19.3.2010 15:21 Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel sem hækkaði um 1,43 prósent, og Eik banka sem fór upp um 1,27 prósent. Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 9 prósent og tæp 1,98 prósent í Century Aluminum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 937,2 stigum. 19.3.2010 17:23 Áfram mikil velta á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 16,8 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 5,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 11,7 milljarða kr. viðskiptum. 19.3.2010 16:02 Eyrir Invest tapaði fjórðum milljörðum króna Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði rúmum 23,6 milljónum evra í fyrra. Þetta jafngildir fjórum milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist félagið um 8,8 milljónir evra í hittifyrra. 19.3.2010 15:42 Endurskipulagning Farice framlengd til 1. apríl Samkomulag það sem Eignarhaldsfélagið Farice ehf. og kröfuhafar þess gerðu í desember 2009 hefur verið framlengt til 1. apríl n.k. 19.3.2010 15:32 Íslandsbanki setur Hafnarslóð í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í Hafnarslóð sem er í dag í eigu Miðengis ehf., dótturfélags Íslandsbanka hf. Hafnarslóð ehf. er fasteignafélag sem á lóð og leikskóla við Vesturbrú 7 í Garðabæ. 19.3.2010 15:13 Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,5 milljörðum í fyrra Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, árið 2009 var 13,0 milljarðar króna. Að teknu tilliti til þeirra þátta nemur halli af rekstrinum 2,5 milljörðum króna og ræðst það að mestu af 7,6% veikingu íslensku krónunnar frá upphafi til loka árs. Á árinu 2008 varð halli að fjárhæð 73,0 milljarðar króna af rekstrinum. 19.3.2010 14:18 Hagnaður Landsvirkjunar nam 24,4 milljörðum í fyrra Hagnaður Landsvirkjunnar á síðasta ári nam 193 milljónum dollara sem svarar til um 24,4 milljarða króna á núverandi gengi. 19.3.2010 13:50 Innflutningur á byggingarefnum hefur hrapað Minnkandi umsvif byggingariðnaðarins koma glögglega í ljós þegar tölur Hagstofunnar um innflutning hinna ýmsu byggingarefna eru skoðaðar. Á síðasta ári dróst innflutningur á timbri saman um 40% frá fyrra ári og um 70% á steypustyrktarjárni fyrir sama tímabil í tonnum talið. 19.3.2010 12:06 MIT Global Startup Workshop haldin á Íslandi Dagana 24. - 26. mars nk. fer fram á Íslandi ein virtasta frumkvöðlaráðstefna í heiminum, MIT Global Startup Workshop. 19.3.2010 09:49 Vísitala byggingarkostnaðar hækkar lítilega Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2010 er 101,1 stig sem er hækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í apríl 2010. 19.3.2010 09:11 Greining: Verðbólgan verður 8,9% í mars Greining MP Banka reiknar með því að ársverðbólgan fari í 8,9% í marsmánuði og aukist því um rúmt hálft annað prósentustig frá febrúar. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 19.3.2010 08:04 Nafni Færeyjabanka breytt í BankNordik Føroya Banki er orðinn alþjóðlegur og með æ fleiri erlenda viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera nafnið fram. Því ætti að breyta því, segir stjórnarformaður bankans, Klaus Rasmussen. Fyrir næsta aðalfund mun stjórnin því leggja til að nafninu verði breytt í BankNordik. 19.3.2010 00:01 Upplýsingar veittar um Landsvirkjun Lagt verður til við forsætisráðherra fyrir lok næsta mánaðar að opinber fyrirtæki svo sem Landsvirkjun, RÚV og Orkuveita Reykjavíkur verði sett undir upplýsingalög. Þannig hefði almenningur og fjölmiðlar betri aðgang að gögnum þessara stofnana. 19.3.2010 00:01 Ný stjórn Arion banka kosin í dag - sænskur stjórnarformaður Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. 18.3.2010 17:37 GAMMA: Vanhugsað að aflétta gjaldeyrishöftum strax Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims. 18.3.2010 14:19 Sjá næstu 50 fréttir
Íslendingar langt í frá einir að glíma við vaxandi skuldir Heildarskuldir hins opinbera í lok síðasta árs námu 1.176 milljörðum kr. sem jafngildir 78% af landsframleiðslu. Þetta er auðvitað slæm staða en ekki má þó gleyma því að Ísland er langt því frá eina ríkið sem glímir við vaxandi skuldir um þessar mundir. 23.3.2010 11:59
Íslandsbanki með ráðleggingar í skattamálum Þar sem stutt er í skil á skattframtölum einstaklinga, eða 26. mars nk. stendur Íslandsbanki fyrir fundi um skattamál einstaklinga í dag, þriðjudaginn 23. mars kl. 17.00 í útibúi bankans við Gullinbrú. 23.3.2010 09:15
Leikhúsgestum fækkaði um 14% milli ára Samanlagður fjöldi gesta á leiksýningar leikhúsa, atvinnuleikhópa og áhugaleikfélaga innanlands var tæplega 356 þúsund á síðasta leikári. Það samsvarar því að hver landsmaður hafi séð eina leiksýningu á leikárinu. Áhorfendum á síðasta leikári fækkaði um 56 þúsund frá því á leikárinu þar á undan. Það jafngildir fækkun gesta um 14 af hundraði. 23.3.2010 09:12
FME veitir Arev verðbréfafyrirtæki auknar starfsheimildir Fjármálaeftirlitið (FME) veitti Arev verðbréfafyrirtæki hf. fyrr í mánuðinum auknar starfsheimildir sem verðbréfafyrirtæki og var starfsleyfi félagsins endurútgefið með tilliti til þess. 23.3.2010 08:03
Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. 22.3.2010 18:45
Tap Skipta nam 10 milljörðum króna Hagnaður Skipta, móðurfélags Símans, á árinu 2009 fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 8,7 milljörðum króna. Sala jókst um 2% frá fyrra ári, nam 39,7 milljörðum króna samanborið við 39 milljarða árið áður, að fram í kemur í tilkynningu fyrir fyrirtækinu. 22.3.2010 18:13
Alex Jurshevski: Ætlum ekki að græða á vanda Íslands Alex Jurshevski, sérfræðingur í skuldavanda fullvalda ríkja og einn eigenda ráðgjafarfyrirtækisins Recovery Partners, segir að fyrirtækið leitist ekki við að hagnast á kostnað fyrirtækja eða þjóða í vanda. Auk þess ráðleggi fyrirtækið ekki ríkisstjórnum um útgjaldastefnu eða einkavæðingu. 22.3.2010 17:45
Gengi hlutabréfa Eik banka hækkaði um 4,4 prósent Gengi hlutabréfa í færeyska Eik banka hækkaði um 4,4 prósent í Kauphöllinni í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á eftir fylgdi gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar. 22.3.2010 17:03
Erlendum fjárfestum líður betur með krónueignir Í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa segir að þróun gengis krónunnar í síðustu viku bendi til þess að erlendum fjárfestum líði betur með krónueignir sínar. 22.3.2010 15:38
Héraðsdómur skilgreinir hagnað sem launatekjur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur tekið undir með yfirskattanefnd og úrskurðað að hagnað af viðskiptum með eignarhluti í fyrirtækjum beri að skilgreina sem launatekjur en ekki fjármagnstekjuskatt. 22.3.2010 14:33
Nefndin samþykkir fjárfestingu Magma Nefnd um erlendar fjárfestingar sest á fund klukkan þrjú í dag til að taka ákvörðun um hvort fjárfesting kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, standist ákvæði íslenskra laga. Búist er við því að fundurinn standi í tvær klukkustundir. Fundurinn er framhald af fundi nefndarinnar frá því á föstudag. Þá var búist við því að niðurstaða fengist í málið. 22.3.2010 13:47
Fiskimjöl skráð sem hvalamjöl vegna mistaka Vegna fréttar um ólöglegan útflutning á hvalaafurðum til Danmerkur hefur sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið sent frá sér tilkynningu þar sem segir að um mistök í tollskráningu hafi verið að ræða. 22.3.2010 13:39
Kaupsamningum um íbúðarhúsnæði fer fjölgandi Nokkuð fleiri kaupsamningum um íbúðarhúsnæði hefur verið þinglýst það sem af er þessu ári en á sama tímabili í fyrra. Þannig hafa að meðaltali verið gerðir um 44 samningar á viku hverri frá áramótum en á sama tíma í fyrra voru gerðir um 32 samningar og jafngildir þetta aukningu upp á ríflega þriðjung. 22.3.2010 11:50
Kauphöllin íhugar að kæra Bakkavör til FME Komi til þess að Bakkavör Group hf. verði breytt úr hlutafélagi í einkahlutafélag, án þess að hlutabréf þess hafi áður verið tekin úr viðskiptum í kauphöll samkvæmt þeim lögum sem um það gilda, lítur Kauphöllin svo á að um sé að ræða brot á samningi félagsins við Kauphöllina. 22.3.2010 11:23
Mikið álag á símakerfi Iceland Express Mikil álag hefur verið á símakerfi Iceland Express í morgun, enda gengur allt millilandaflug félagsins með eðlilegum hætti í dag. 22.3.2010 10:42
Dönsk svín fóðruð með ólöglegu íslensku hvalkjöti Dýraverndunarsamtökin WDCS, sem stuðla að verndun hvala og höfrunga, hafa ákært Dani fyrir að nota ólöglegt íslenskt hvalkjöt í svínafóður. Þetta kemur fram í skýrslu samtakanna um verslun Íslendinga með hvalaafurðir árin 2009 og 2010. 22.3.2010 10:36
Heimildargjald fellt niður hjá Íslandsbanka Íslandsbanki fellir niður heimildargjald (viðskiptagjald) á tékkareikningum fyrirtækja og einstaklinga frá og með 21. mars 2010. 22.3.2010 09:16
Skuldir sjávarútvegs námu 564 milljörðum í árslok 2008 Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2008 voru 504 milljarðar króna, heildarskuldir 564 milljarður kr. og eigið fé því neikvætt um 60 milljarða kr. Eigið fé nam 110 milljörðum kr. 22.3.2010 09:09
Kaupmáttur launa heldur áfram að lækka Vísitala kaupmáttar launa í febrúar 2010 er 104,8 stig og lækkaði um 0,7% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 3,4%. 22.3.2010 09:04
Nauðungarsölum á bifreiðum fækkaði milli ára Árið 2009 voru 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þetta er nokkur fækkun frá árinu 2008 þegar 491 bifreið var seld á nauðungarsölu. 22.3.2010 08:42
Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði töluvert í fyrra Í lok febrúar 2010 höfðu 34 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík þar af 6 í janúar og 28 í febrúar. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 319. 22.3.2010 08:36
Mikil hlutafjárauking áformuð hjá Atlantic Petroleum Aðalfundur Atlantic Petroleum samþykkti heimild til stjórnar félagsins um að auka hlutafé þess um allt að 200 milljónir danskra kr. eða 4,6 milljarða kr. að nafnverði. Heimildin gildir til ársloka 2014. 22.3.2010 07:37
Sólarkísilverksmiðja enn á teikniborðinu Kanadíska fyrirtækið Timminco Limited hefur hætt framleiðslu á sólarkísilflögum tímabundið og mun blása lífi í hana þegar eftirspurn eykst. 22.3.2010 05:00
Sala Sjóvar frestast líklega Sölu Sjóvár verður að öllum líkindum frestað þar sem verðhugmyndir fjárfesta ríma ekki við væntingar ríkissjóðs og skilanefndar Glitnis. Fjármálaráðherra segir að fyrirtækið verði ekki selt á undirverði. 21.3.2010 19:00
Sala í verðbréfaútboðum tvöfaldast milli mánaða Heildarsala verðbréfaútboða í febrúar nam 29,9 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 14 milljarða kr. í sama mánuði árið áður. 21.3.2010 09:23
Hagnaður Hampiðjunnar hálfur milljarður í fyrra Hagnaður Hampiðjunnar eftir skatta á síðasta ári nam 520 milljónum kr. Til samanburðar nam hagnaðurinn 120 milljónum kr. árið 2008. 21.3.2010 06:58
Forsætisráðherra: Erum ekki að fara selja orku fyrir Icesave „Þetta er bara uppspuni, forsætisráðherra hefur ekki tekið neina afstöðu í þessu né skoðað þetta sérstaklega,“ segir Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur um frétt varðandi Planck stofnunina í Hollandi. 19.3.2010 21:01
Glitnir lánaði Byr og Byr lánaði FL Group sömu upphæð Glitnir lánaði Byr Sparisjóði þrjá milljarða króna á sama tíma og sjóðurinn lánaði FL Group sömu upphæð. Grunur leikur á að Glitnir hafi með þessum hætti komist hjá því að vera beinn lánveitandi stærsta hluthafa síns, FL Group. 19.3.2010 18:47
Kaupþing rannsakar 20 aflandsfélög vegna tugmilljarða viðskipta Skilanefnd Kaupþings hefur tekið rúmlega 20 félög og félagasamstæður í þekktum skattaskjólum til sérstakrar athugunar vegna tugmilljarða viðskipta þeirra við gamla Kaupþing. Fjöldi félaga innan hverrar samstæðu er á bilinu tvö til 250 og eru þau staðsett á Bresku Jómfrúareyjum, Ermasundseyjum, á Kýpur, í Panama og Lúxemborg. Eigendur margra þeirra eru Íslendingar búsettir erlendis. 19.3.2010 18:35
Planck stofnunin býður stjórnvöldum lausn á Icesave Planck stofnunin í Hollandi (Planck Foundation) hefur boðið íslenskum stjórnvöldum áætlun sem felur í sér að Íslendingar borgi Icesave skuldina með orkusölu til Bretlands og Hollands. Orkan yrði send í gegnum háspennukapal sem þegar eru framleiddir hjá Siemens og ABB. Slíkir kaplar eru í notkun í Japan, Kína, Bandaríkjunum og fleiri löndum. 19.3.2010 15:21
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði um 1,58 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel sem hækkaði um 1,43 prósent, og Eik banka sem fór upp um 1,27 prósent. Gengi hlutabréfa í Icelandair lækkaði um 9 prósent og tæp 1,98 prósent í Century Aluminum. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,35 prósent og endaði í 937,2 stigum. 19.3.2010 17:23
Áfram mikil velta á skuldabréfamarkaði Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 16,8 milljarða kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,3% í 5,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 11,7 milljarða kr. viðskiptum. 19.3.2010 16:02
Eyrir Invest tapaði fjórðum milljörðum króna Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði rúmum 23,6 milljónum evra í fyrra. Þetta jafngildir fjórum milljörðum króna. Til samanburðar hagnaðist félagið um 8,8 milljónir evra í hittifyrra. 19.3.2010 15:42
Endurskipulagning Farice framlengd til 1. apríl Samkomulag það sem Eignarhaldsfélagið Farice ehf. og kröfuhafar þess gerðu í desember 2009 hefur verið framlengt til 1. apríl n.k. 19.3.2010 15:32
Íslandsbanki setur Hafnarslóð í söluferli Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur verið falið að annast formlegt ferli sem lýtur að mögulegri sölu á 100% hlut í Hafnarslóð sem er í dag í eigu Miðengis ehf., dótturfélags Íslandsbanka hf. Hafnarslóð ehf. er fasteignafélag sem á lóð og leikskóla við Vesturbrú 7 í Garðabæ. 19.3.2010 15:13
Orkuveita Reykjavíkur tapaði 2,5 milljörðum í fyrra Rekstrarhagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir, EBITDA, árið 2009 var 13,0 milljarðar króna. Að teknu tilliti til þeirra þátta nemur halli af rekstrinum 2,5 milljörðum króna og ræðst það að mestu af 7,6% veikingu íslensku krónunnar frá upphafi til loka árs. Á árinu 2008 varð halli að fjárhæð 73,0 milljarðar króna af rekstrinum. 19.3.2010 14:18
Hagnaður Landsvirkjunar nam 24,4 milljörðum í fyrra Hagnaður Landsvirkjunnar á síðasta ári nam 193 milljónum dollara sem svarar til um 24,4 milljarða króna á núverandi gengi. 19.3.2010 13:50
Innflutningur á byggingarefnum hefur hrapað Minnkandi umsvif byggingariðnaðarins koma glögglega í ljós þegar tölur Hagstofunnar um innflutning hinna ýmsu byggingarefna eru skoðaðar. Á síðasta ári dróst innflutningur á timbri saman um 40% frá fyrra ári og um 70% á steypustyrktarjárni fyrir sama tímabil í tonnum talið. 19.3.2010 12:06
MIT Global Startup Workshop haldin á Íslandi Dagana 24. - 26. mars nk. fer fram á Íslandi ein virtasta frumkvöðlaráðstefna í heiminum, MIT Global Startup Workshop. 19.3.2010 09:49
Vísitala byggingarkostnaðar hækkar lítilega Vísitala byggingarkostnaðar reiknuð um miðjan mars 2010 er 101,1 stig sem er hækkun um 0,3% frá fyrri mánuði. Vísitalan gildir í apríl 2010. 19.3.2010 09:11
Greining: Verðbólgan verður 8,9% í mars Greining MP Banka reiknar með því að ársverðbólgan fari í 8,9% í marsmánuði og aukist því um rúmt hálft annað prósentustig frá febrúar. Þetta kemur fram í Markaðsvísi greiningarinnar. 19.3.2010 08:04
Nafni Færeyjabanka breytt í BankNordik Føroya Banki er orðinn alþjóðlegur og með æ fleiri erlenda viðskiptavini sem eiga erfitt með að bera nafnið fram. Því ætti að breyta því, segir stjórnarformaður bankans, Klaus Rasmussen. Fyrir næsta aðalfund mun stjórnin því leggja til að nafninu verði breytt í BankNordik. 19.3.2010 00:01
Upplýsingar veittar um Landsvirkjun Lagt verður til við forsætisráðherra fyrir lok næsta mánaðar að opinber fyrirtæki svo sem Landsvirkjun, RÚV og Orkuveita Reykjavíkur verði sett undir upplýsingalög. Þannig hefði almenningur og fjölmiðlar betri aðgang að gögnum þessara stofnana. 19.3.2010 00:01
Ný stjórn Arion banka kosin í dag - sænskur stjórnarformaður Ný stjórn Arion banka var kosin á hluthafafundi bankans í dag, fimmtudaginn 18. mars. Á stjórnarfundi Arion banka sem var haldinn í kjölfarið var Monica Caneman kjörin stjórnarformaður en aðrir stjórnarmenn eru Guðrún Johnsen, varaformaður, Kristján Jóhannsson, Steen Hemmingsen og Theodór S. Sigurbergsson. Varamenn stjórnar eru: Agnar Kofoed-Hansen, Jóhannes R. Jóhannesson, Ólafur Helgi Ólafsson, María Grétarsdóttir og Guðrún Björnsdóttir. 18.3.2010 17:37
GAMMA: Vanhugsað að aflétta gjaldeyrishöftum strax Það er mat Róberts Helgason sjóðsstjóra GAMMA að aflétting gjaldeyshafta með öllu á þessu ári, eða jafnvel á næsta ári, verði að teljast vanhugsuð ákvörðun sem og illa ígrunduð. Íslenskt efnahagslíf hefur nú þegar fengið að kynnast því mjög náið hvernig er að notast við fljótandi örmynt í því regluverki sem stýrir frjálsu flæði stærstu mynta heims. 18.3.2010 14:19