Viðskipti innlent

Nauðungarsölum á bifreiðum fækkaði milli ára

Árið 2009 voru 441 bifreið seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þetta er nokkur fækkun frá árinu 2008 þegar 491 bifreið var seld á nauðungarsölu.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins. Þar segir að 1.068 nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru skráðar hjá embættinu árið 2009.

Í lok febrúar 2010 höfðu 60 bifreiðar verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 319.

Alls var 491 bifreið seld á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Annað selt lausafé var 30 stk. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna bifreiða voru 2.019 allt árið og beiðnir vegna annars lausafjár voru 130 talsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×