Viðskipti innlent

Nauðungarsölum fasteigna fjölgaði töluvert í fyrra

Í lok febrúar 2010 höfðu 34 fasteignir verið seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík þar af 6 í janúar og 28 í febrúar. Skráðar beiðnir um nauðungarsölu voru á sama tíma 319.

Þetta kemur fram á vefsíðu sýslumannsins. Þar segir að árið 2009 voru 207 fasteignir seldar nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík. Skráðar nauðungarsölubeiðnir vegna fasteigna voru samtals 2.504 í fyrra.

Alls var 161 fasteign seld nauðungarsölu hjá sýslumanninum í Reykjavík árið 2008. Í allt voru 2.277 nauðungarsölubeiðnir skráðar árið 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×