Fleiri fréttir Seðlabankinn tekur upp hjáleið - Kallar eftir niðurstöðu um Kaupþing Í ljósi erfiðleika sem glímt hefur verið við í greiðslumiðlun á milli Íslands og annara landa hefur Seðlabankinn tekið upp „tímabundna hjáleið“ með því að beina greiðslum um eigin reikninga og um reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans. Þetta fyrirkomulag hefur tekist vel í Danmörku og bindur bankinn vonir um að það eigi einnig við um önnur lönd innan tíðar. Seðlabankinn segir einnig brýnt að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað því gangsetning nýrra banka flýtir fyrir því að leysa þennan vanda. 16.10.2008 11:38 FME segir engin hlutabréf í peningamarkaðssjóðum Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) koma því á framfæri að peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða hafa ekki heimild til að fjárfesta í hlutabréfum, hvorki innlendra né erlendra. 16.10.2008 11:31 Um 75% af umsvifum Iceland Express er nú erlendis Fjármálaörðugleikarnir á Íslandi hafa gert það að verkum að um 75% af umsvifum Iceland Express kemur nú erlendis frá. Fyrir ekki svo ýkja löngu voru umsvifin í öfugu hlutfalli, það er 75% voru hér innanlands. 16.10.2008 11:30 SPRON lækkar vexti um 3,5% SPRON hefur ákveðið að lækka vexti um allt að 3,5%. Óverðtryggðir útlánsvextir munu lækka um 3,5% og óverðtryggðir innlánsvextir um 2,5-3,5%. 16.10.2008 11:26 Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð komið í tæpa 1.000 punkta Skuldatryggingarálagið á lán til íslenska ríkisins er komið í 948 punkta samkvæmt CMA Datavision. Þetta þýðir t.d. að ef Rússar ætla að tryggja sitt lán til íslenska ríkisins mun það kosta þá 948.000 evrur á ári fyrir hverjar 10 milljónir evra sem tryggðar eru. 16.10.2008 11:12 Áréttar að að Fons eigi enn 29% í Ticket Ticket Travel Group áréttar að engar breytingar hafi orðið á eignarhaldi Fons í Ticket og að Fons eigi en rúmlega 29% hlut í félaginu sem keyptur var af Northern Travel Holding í ágúst s.l. 16.10.2008 10:28 Enn fellur Bakkavör Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna. 16.10.2008 10:07 Hugsanlegt að Hollendingar hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsstofnunum Hugsanlegt er að hollenski Seðlabankinn hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsaðilum varðandi stöðu íslenskra banka. Þetta hefur hollenska fréttastofan ANP eftir Wouter Bos, hollenska fjármálaráðherranum. 15.10.2008 19:13 Glitnislán gjaldféll í dag Lán Glitnis banka að andvirði 83,3 milljarðar íslenskra króna eða 750 milljónir bandaríkjadala gjaldféll í dag. Reuters fréttastofan segir að þetta verði fyrsta lánið sem Glitnir greiðir ekki af frá því að skilanefnd tók rekstur bankans yfir, en Fjármálaeftirlitið neitaði að tjá sig um það við Reuters hvort lánið yrði greitt. 15.10.2008 18:07 Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Viðskiptaráðherra ánægður með hugmyndir lífeyrissjóða um að kaupa starfsemi og rekstur Kaupþings. Stífir fundir. 15.10.2008 18:00 Stundaglasið tæmdist með Glitni Líkur eru á að önnur afgreiðsla stjórnvalda á máli Glitnis en að leysa til sín 75 prósenta hlut hefðu veitt bönkunum svigrúm til að komast í skjól. 15.10.2008 18:00 SPRON starfar óbreytt áfram Starfsemi SPRON verður óbreytt og unnið að endurskipulagningu og eflingu rekstursins með tilliti til langtímahagsmuna félagsins og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu SPRON. 15.10.2008 18:00 Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent. 15.10.2008 15:32 Fagna stýrivaxtalækkun Stjórn Neytendasamtakanna fagnar ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti úr 15,5% í 12%. Neytendasamtökin hefðu viljað meiri lækkun stýrivaxta, en þetta er engu að síður mikilvægt fyrsta skref í vaxtalækkun sem er nauðsynleg fyrir bæði heimili og fyrirtæki. 15.10.2008 12:41 Sparisjóðirnir ætla að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Vegna tilkynningar Seðlabankans um samþykki lækkun stýrivaxta um 3,5% hafa Sparisjóðirnir á Íslandi ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum innláns- og útlánsreikningum sparisjóðanna eins fljótt og auðið er. 15.10.2008 11:51 Eimskip fellur um 67 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 66,67 prósent í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í hálfri krónu á hlut. 15.10.2008 11:35 Evran kostar 150 krónur samkvæmt gjaldeyrisuppboði SÍ Gengi evrunnar er 150 krónur í dag samkvæmt gjaldeyrisuppboði sem Seðlabankinn stóð fyrir í dag til að fá vísbendingu um gengi krónunnar. 15.10.2008 11:34 Westminster Bank tekur ekkert mark á Seðlabanka Íslands Fiskútflutningsfyrirtækið Ögurvík hefur ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar í Bretlandi þótt Ögurvík sé komið að aðgang að safnreikingi í Seðlabanka Íslands. Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á þessum reikningi. 15.10.2008 11:05 Auður Capital vill ræða um kaup á Sparisjóði Kaupþings Auður Capital hefur sent formlegt erindi til Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Kaupþings þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Sparisjóði Kaupþings sem er dótturfélag Kaupþings banka. 15.10.2008 10:50 Spáir 10 prósenta samdrætti í hagvexti og 75 prósenta verðbólgu Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, telur að gengisfall krónunnar og stöðvun gjaldeyrisviðskipta muni leiða til 10 prósenta samdráttar í hagvexti Íslands til loka fjármálakreppunnar. 15.10.2008 10:29 Seðlabankinn grípur til gjaldeyrisuppboðs Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að grípa til daglegs uppboðs sem veita mun vísbendingu um gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum. Um er að ræða bráðabirgðafyrirkomulag í gjaldeyrismálum. 15.10.2008 10:15 Hvað eru stýrivextir? Líkt og fram hefur komið á Vísi hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að lækkka stýrivexti um 3,5% og verða þeir því 12%. Margir hafa talað um nauðsyn þess að lækka stýrivexti upp á síðkastið. En hvað þýðir þetta? Hvað eru stýrivextir og hvaða máli skiptir þessi lækkun? 15.10.2008 10:10 Bakkavör hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör sveiflaðist talsvert í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það hóf daginn á 11,5 prósenta falli en hækkaði skömmu síðar um 0,117 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið samfellt hvern einasta dag um 75 prósent á síðustu þremur vikum. 15.10.2008 10:08 Nýsir tapaði 6 milljörðum kr. á fyrri helming ársins Nýsir tapaði rúmlega 6 milljörðum kr. á fyrri helming ársins. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 373 milljónir kr.. Eftir fjármagnsgjöld og reiknaða skatta var tap af starfseminni sem nam samtals 6.137 milljónum kr. 15.10.2008 09:42 Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 3,5 prósent Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 3,5 prósent og verða þeir því 12 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að mikill umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap undanfarnar vikur. 15.10.2008 09:38 Hagfræðiprófessor vill taka upp norsku krónuna Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands vill að Íslendingar taki upp norsku krónuna. Þetta kemur fram í viðtali vefsíðunnar E24.no við Þórólf. 15.10.2008 08:40 Íslenskar eignir til sölu í Hong Kong og á Macau Íslensk fyrirtæki og félög er að selja eignir sínar um allan heim og í dag greinir Bloomberg-fréttaveitan frá tveimur íslenskum eignumsem eru til sölu í Hong Kong og á Macau. 15.10.2008 07:30 Hafa ekki fengið gjaldeyri í 10 daga Innan sjávarútvegsins hafa fyrirtæki fundað um þá stöðu sem upp er komin vegna þess að gjaldeyrir skilar sér ekki til landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa þó enn vonir til þess að úr rætist á næstu dögum og greiðslur taki að skila sér milli landa. Öðrum kosti sé líklegt að leitað verði annarra leiða, svo sem með stofnun reikninga í erlendum bönkum sem greiðslur geti farið í gegn um. 15.10.2008 05:00 Gagnrýnir framgöngu breskra stjórnvalda Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. 14.10.2008 21:32 FT segir íslenskar konur hafa tekið völdin Bankaútrásin íslenska er kolfallin en ekki eru allir erlendir fjölmiðlar á því að hér ríki bölmóðurinn einn. Financial Times bendir á að nú hafi íslenskar konur tekið völdin nú þegar nýir tíma í efnahagsmálum renna upp. 14.10.2008 22:12 Yfirlýsing Landsbankans vegna alþjóðlegra innlána Landsbanki Íslands fullyrðir að engar reglur hafi verið brotnar við alþjóðleg innlán bankans. Snemma árs 2006 hafi kastljós erlendra fjölmiðla og markaðsaðila beinst að íslenskum efnahagsmálum og íslenska bankakerfinu. 14.10.2008 20:03 Afborganir á myntkörfulánum verði frystar Í ljósi efnahagsástandsins beinir ríkisstjórn Íslands þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins og til stjórna Nýja Landsbankans hf. og Nýja Glitnis hf., að frystar verði afborganir skuldara á myntkörfulánum, sérstaklega vegna húsnæðislána, þar til ró kemst á gjaldeyrismarkaðinn. 14.10.2008 18:14 Dótturfélag Glitnis í Finnlandi selt stjórnendum Dótturfélag Glitnis í Finnlandi hefur verið selt stjórnendum félagsins þar í landi. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings. 14.10.2008 16:58 Telja Ísland ekki verða lengi að ná sér úr kreppunni Greingardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Ísland verði ekki lengi að ná sér úr þeirri fjármálakreppu sem nú skekur landið. Höggið verði þó þungt fyrir heimilin og búast megi við miklu atvinnuleysi á næstu misserum. 14.10.2008 16:38 Ticket-hlutur ekki kominn í eigu ríkisins Pálmi Haraldsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, hafnar þeim fullyrðingum sem birtast í frétt á fréttavefnum standby,dk. að hlutur félagsins í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sé kominn í eigu stjórnvalda með hruni Landsbankans. 14.10.2008 16:13 Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku. 14.10.2008 15:50 Vill aðstoð IMF til að lágmarka skaðann Inn- og útflutningur er í uppnámi segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur. Hún vill hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hið fyrsta til að koma í veg fyrir að skaðinn verði meiri en hann er orðinn. 14.10.2008 13:00 Green á að hafa boðið ríkinu lán upp á 200 milljónir punda Breski auðjöfurinn Philip Green á að hafa boðist til að lána íslenska ríkinu 200 milljónir punda. Í viðtali á Sky í gærkvöldi sagðist hann ætla að koma í veg fyrir að verslunum Baugs verði lokað, slíkt myndi hafa slæm áhrif á ímynd verslunar í Bretlandi. 14.10.2008 12:11 Fimm manna sendinefnd ræðir við rússa Eins og fram hefur komið á Vísi er sendinefnd frá Íslandi nú stödd í Moskvu þar sem hún á viðræðum við fulltrúa stjórnvalda um mögulega lánafyrirgreiðslu. 14.10.2008 11:48 Stjórn Marel ákveður að fara í lokað hlutafjárútboð Stórn Marels ákvað á stjórnarfundi í dag að bjóða 20-30 milljónir hluta í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins og auka viðskipti með hlutabréf þess. 14.10.2008 10:53 Sheikh Al-Thani hættir við kaup sín á hlut í Alfesca Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar Alfesca og Q Iceland Holding fjárfestingarfélags í eigu Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróður emírsins af Katar, um að falla frá fyrirhugaðri áskrift að 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. 14.10.2008 10:26 Greining Landsbankans hætt, Vegvísirinn heyrir sögunni til Greining Landsbankans hefur verið lögð niður, a.m.k. í bili og Vegísir hennar heyrir nú sögunni til. 14.10.2008 10:16 Landsbankinn úr Kauphöllinni Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. óskaði eftir því í gær að hlutabréf bankans verði tekin af markaði. 14.10.2008 10:10 Úrvalsvísitalan 716 stig Gengi hlutabréfa í Marel féll um 4,3 prósent við upphaf viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Viðskipti með hlutabréf hafa legið niðri síðan á fimmtudag í síðustu viku. 14.10.2008 10:03 Unnið að því að endurskipuleggja rekstur SPRON Unnið er að því að endurskipuleggja rekstur SPRON með tilliti til langtímahagsmuna og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. 14.10.2008 09:32 Sjá næstu 50 fréttir
Seðlabankinn tekur upp hjáleið - Kallar eftir niðurstöðu um Kaupþing Í ljósi erfiðleika sem glímt hefur verið við í greiðslumiðlun á milli Íslands og annara landa hefur Seðlabankinn tekið upp „tímabundna hjáleið“ með því að beina greiðslum um eigin reikninga og um reikninga erlendra samstarfsaðila Seðlabankans. Þetta fyrirkomulag hefur tekist vel í Danmörku og bindur bankinn vonir um að það eigi einnig við um önnur lönd innan tíðar. Seðlabankinn segir einnig brýnt að sem fyrst verði ljóst hvernig starfsemi Kaupþings verði háttað því gangsetning nýrra banka flýtir fyrir því að leysa þennan vanda. 16.10.2008 11:38
FME segir engin hlutabréf í peningamarkaðssjóðum Af gefnu tilefni vill Fjármálaeftirlitið (FME) koma því á framfæri að peningamarkaðssjóðir rekstrarfélaga verðbréfasjóða hafa ekki heimild til að fjárfesta í hlutabréfum, hvorki innlendra né erlendra. 16.10.2008 11:31
Um 75% af umsvifum Iceland Express er nú erlendis Fjármálaörðugleikarnir á Íslandi hafa gert það að verkum að um 75% af umsvifum Iceland Express kemur nú erlendis frá. Fyrir ekki svo ýkja löngu voru umsvifin í öfugu hlutfalli, það er 75% voru hér innanlands. 16.10.2008 11:30
SPRON lækkar vexti um 3,5% SPRON hefur ákveðið að lækka vexti um allt að 3,5%. Óverðtryggðir útlánsvextir munu lækka um 3,5% og óverðtryggðir innlánsvextir um 2,5-3,5%. 16.10.2008 11:26
Skuldatryggingarálagið á ríkissjóð komið í tæpa 1.000 punkta Skuldatryggingarálagið á lán til íslenska ríkisins er komið í 948 punkta samkvæmt CMA Datavision. Þetta þýðir t.d. að ef Rússar ætla að tryggja sitt lán til íslenska ríkisins mun það kosta þá 948.000 evrur á ári fyrir hverjar 10 milljónir evra sem tryggðar eru. 16.10.2008 11:12
Áréttar að að Fons eigi enn 29% í Ticket Ticket Travel Group áréttar að engar breytingar hafi orðið á eignarhaldi Fons í Ticket og að Fons eigi en rúmlega 29% hlut í félaginu sem keyptur var af Northern Travel Holding í ágúst s.l. 16.10.2008 10:28
Enn fellur Bakkavör Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um 10.9 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Ein viðskipti upp á 2.338 krónur skýra fallið. Viðskipti eru afar fá í Kauphöllinni nú í morgunsárið, eða upp á rúmar 1,2 milljónir króna. 16.10.2008 10:07
Hugsanlegt að Hollendingar hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsstofnunum Hugsanlegt er að hollenski Seðlabankinn hafi fengið rangar upplýsingar frá íslenskum eftirlitsaðilum varðandi stöðu íslenskra banka. Þetta hefur hollenska fréttastofan ANP eftir Wouter Bos, hollenska fjármálaráðherranum. 15.10.2008 19:13
Glitnislán gjaldféll í dag Lán Glitnis banka að andvirði 83,3 milljarðar íslenskra króna eða 750 milljónir bandaríkjadala gjaldféll í dag. Reuters fréttastofan segir að þetta verði fyrsta lánið sem Glitnir greiðir ekki af frá því að skilanefnd tók rekstur bankans yfir, en Fjármálaeftirlitið neitaði að tjá sig um það við Reuters hvort lánið yrði greitt. 15.10.2008 18:07
Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Viðskiptaráðherra ánægður með hugmyndir lífeyrissjóða um að kaupa starfsemi og rekstur Kaupþings. Stífir fundir. 15.10.2008 18:00
Stundaglasið tæmdist með Glitni Líkur eru á að önnur afgreiðsla stjórnvalda á máli Glitnis en að leysa til sín 75 prósenta hlut hefðu veitt bönkunum svigrúm til að komast í skjól. 15.10.2008 18:00
SPRON starfar óbreytt áfram Starfsemi SPRON verður óbreytt og unnið að endurskipulagningu og eflingu rekstursins með tilliti til langtímahagsmuna félagsins og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, að því er fram kemur í tilkynningu SPRON. 15.10.2008 18:00
Færeyingarnir rjúka upp um fjörutíu prósent Gengi hlutabréfa í færeysku félögunum Eik banka og olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði mest í Kauphöllinni í dag. Bréf Eik banka hækkaði um 43,12 prósent en olíuleitarfélagsins um 40 prósent. 15.10.2008 15:32
Fagna stýrivaxtalækkun Stjórn Neytendasamtakanna fagnar ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti úr 15,5% í 12%. Neytendasamtökin hefðu viljað meiri lækkun stýrivaxta, en þetta er engu að síður mikilvægt fyrsta skref í vaxtalækkun sem er nauðsynleg fyrir bæði heimili og fyrirtæki. 15.10.2008 12:41
Sparisjóðirnir ætla að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Vegna tilkynningar Seðlabankans um samþykki lækkun stýrivaxta um 3,5% hafa Sparisjóðirnir á Íslandi ákveðið að lækka vexti á óverðtryggðum innláns- og útlánsreikningum sparisjóðanna eins fljótt og auðið er. 15.10.2008 11:51
Eimskip fellur um 67 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hefur fallið um 66,67 prósent í dag og stendur gengi bréfa í félaginu í hálfri krónu á hlut. 15.10.2008 11:35
Evran kostar 150 krónur samkvæmt gjaldeyrisuppboði SÍ Gengi evrunnar er 150 krónur í dag samkvæmt gjaldeyrisuppboði sem Seðlabankinn stóð fyrir í dag til að fá vísbendingu um gengi krónunnar. 15.10.2008 11:34
Westminster Bank tekur ekkert mark á Seðlabanka Íslands Fiskútflutningsfyrirtækið Ögurvík hefur ekki fengið greiðslur fyrir afurðir sínar í Bretlandi þótt Ögurvík sé komið að aðgang að safnreikingi í Seðlabanka Íslands. Westminster Bank í Bretlandi tekur ekki mark á þessum reikningi. 15.10.2008 11:05
Auður Capital vill ræða um kaup á Sparisjóði Kaupþings Auður Capital hefur sent formlegt erindi til Fjármálaeftirlitsins og skilanefndar Kaupþings þar sem óskað er eftir viðræðum um kaup á Sparisjóði Kaupþings sem er dótturfélag Kaupþings banka. 15.10.2008 10:50
Spáir 10 prósenta samdrætti í hagvexti og 75 prósenta verðbólgu Lars Christensen, forstöðumaður greiningar Danske Bank, telur að gengisfall krónunnar og stöðvun gjaldeyrisviðskipta muni leiða til 10 prósenta samdráttar í hagvexti Íslands til loka fjármálakreppunnar. 15.10.2008 10:29
Seðlabankinn grípur til gjaldeyrisuppboðs Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að grípa til daglegs uppboðs sem veita mun vísbendingu um gengi krónunnar gagnvart erlendum myntum. Um er að ræða bráðabirgðafyrirkomulag í gjaldeyrismálum. 15.10.2008 10:15
Hvað eru stýrivextir? Líkt og fram hefur komið á Vísi hefur Seðlabanki Íslands ákveðið að lækkka stýrivexti um 3,5% og verða þeir því 12%. Margir hafa talað um nauðsyn þess að lækka stýrivexti upp á síðkastið. En hvað þýðir þetta? Hvað eru stýrivextir og hvaða máli skiptir þessi lækkun? 15.10.2008 10:10
Bakkavör hækkar í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Bakkavör sveiflaðist talsvert í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni. Það hóf daginn á 11,5 prósenta falli en hækkaði skömmu síðar um 0,117 prósent. Gengi bréfa í fyrirtækinu hafði fallið samfellt hvern einasta dag um 75 prósent á síðustu þremur vikum. 15.10.2008 10:08
Nýsir tapaði 6 milljörðum kr. á fyrri helming ársins Nýsir tapaði rúmlega 6 milljörðum kr. á fyrri helming ársins. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld var 373 milljónir kr.. Eftir fjármagnsgjöld og reiknaða skatta var tap af starfseminni sem nam samtals 6.137 milljónum kr. 15.10.2008 09:42
Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 3,5 prósent Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 3,5 prósent og verða þeir því 12 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Þar segir enn fremur að mikill umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap undanfarnar vikur. 15.10.2008 09:38
Hagfræðiprófessor vill taka upp norsku krónuna Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor hjá Háskóla Íslands vill að Íslendingar taki upp norsku krónuna. Þetta kemur fram í viðtali vefsíðunnar E24.no við Þórólf. 15.10.2008 08:40
Íslenskar eignir til sölu í Hong Kong og á Macau Íslensk fyrirtæki og félög er að selja eignir sínar um allan heim og í dag greinir Bloomberg-fréttaveitan frá tveimur íslenskum eignumsem eru til sölu í Hong Kong og á Macau. 15.10.2008 07:30
Hafa ekki fengið gjaldeyri í 10 daga Innan sjávarútvegsins hafa fyrirtæki fundað um þá stöðu sem upp er komin vegna þess að gjaldeyrir skilar sér ekki til landsins. Samkvæmt heimildum Markaðarins standa þó enn vonir til þess að úr rætist á næstu dögum og greiðslur taki að skila sér milli landa. Öðrum kosti sé líklegt að leitað verði annarra leiða, svo sem með stofnun reikninga í erlendum bönkum sem greiðslur geti farið í gegn um. 15.10.2008 05:00
Gagnrýnir framgöngu breskra stjórnvalda Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. 14.10.2008 21:32
FT segir íslenskar konur hafa tekið völdin Bankaútrásin íslenska er kolfallin en ekki eru allir erlendir fjölmiðlar á því að hér ríki bölmóðurinn einn. Financial Times bendir á að nú hafi íslenskar konur tekið völdin nú þegar nýir tíma í efnahagsmálum renna upp. 14.10.2008 22:12
Yfirlýsing Landsbankans vegna alþjóðlegra innlána Landsbanki Íslands fullyrðir að engar reglur hafi verið brotnar við alþjóðleg innlán bankans. Snemma árs 2006 hafi kastljós erlendra fjölmiðla og markaðsaðila beinst að íslenskum efnahagsmálum og íslenska bankakerfinu. 14.10.2008 20:03
Afborganir á myntkörfulánum verði frystar Í ljósi efnahagsástandsins beinir ríkisstjórn Íslands þeim tilmælum til Fjármálaeftirlitsins og til stjórna Nýja Landsbankans hf. og Nýja Glitnis hf., að frystar verði afborganir skuldara á myntkörfulánum, sérstaklega vegna húsnæðislána, þar til ró kemst á gjaldeyrismarkaðinn. 14.10.2008 18:14
Dótturfélag Glitnis í Finnlandi selt stjórnendum Dótturfélag Glitnis í Finnlandi hefur verið selt stjórnendum félagsins þar í landi. Þetta kemur fram í hálffimmfréttum Kaupþings. 14.10.2008 16:58
Telja Ísland ekki verða lengi að ná sér úr kreppunni Greingardeild Glitnis gerir ráð fyrir að Ísland verði ekki lengi að ná sér úr þeirri fjármálakreppu sem nú skekur landið. Höggið verði þó þungt fyrir heimilin og búast megi við miklu atvinnuleysi á næstu misserum. 14.10.2008 16:38
Ticket-hlutur ekki kominn í eigu ríkisins Pálmi Haraldsson, annar eigandi eignarhaldsfélagsins Fons, hafnar þeim fullyrðingum sem birtast í frétt á fréttavefnum standby,dk. að hlutur félagsins í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket sé kominn í eigu stjórnvalda með hruni Landsbankans. 14.10.2008 16:13
Tólf ár horfin úr Úrvalsvísitölunni Gengi hlutabréfa í Bakkavör féll um rúm 38 prósent í Kauphöllinni í dag eftir að hún opnaði eftir þriggja daga viðskiptastopp. Þetta er mesta fall í Kauphöllinni. Engin viðskipti voru með bréf fjármálafyrirtækjanna íslensku. 14.10.2008 15:50
Vill aðstoð IMF til að lágmarka skaðann Inn- og útflutningur er í uppnámi segir Edda Rós Karlsdóttir, hagfræðingur. Hún vill hjálp frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hið fyrsta til að koma í veg fyrir að skaðinn verði meiri en hann er orðinn. 14.10.2008 13:00
Green á að hafa boðið ríkinu lán upp á 200 milljónir punda Breski auðjöfurinn Philip Green á að hafa boðist til að lána íslenska ríkinu 200 milljónir punda. Í viðtali á Sky í gærkvöldi sagðist hann ætla að koma í veg fyrir að verslunum Baugs verði lokað, slíkt myndi hafa slæm áhrif á ímynd verslunar í Bretlandi. 14.10.2008 12:11
Fimm manna sendinefnd ræðir við rússa Eins og fram hefur komið á Vísi er sendinefnd frá Íslandi nú stödd í Moskvu þar sem hún á viðræðum við fulltrúa stjórnvalda um mögulega lánafyrirgreiðslu. 14.10.2008 11:48
Stjórn Marel ákveður að fara í lokað hlutafjárútboð Stórn Marels ákvað á stjórnarfundi í dag að bjóða 20-30 milljónir hluta í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins og auka viðskipti með hlutabréf þess. 14.10.2008 10:53
Sheikh Al-Thani hættir við kaup sín á hlut í Alfesca Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar Alfesca og Q Iceland Holding fjárfestingarfélags í eigu Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróður emírsins af Katar, um að falla frá fyrirhugaðri áskrift að 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca. 14.10.2008 10:26
Greining Landsbankans hætt, Vegvísirinn heyrir sögunni til Greining Landsbankans hefur verið lögð niður, a.m.k. í bili og Vegísir hennar heyrir nú sögunni til. 14.10.2008 10:16
Landsbankinn úr Kauphöllinni Skilanefnd Landsbanka Íslands hf. óskaði eftir því í gær að hlutabréf bankans verði tekin af markaði. 14.10.2008 10:10
Úrvalsvísitalan 716 stig Gengi hlutabréfa í Marel féll um 4,3 prósent við upphaf viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Viðskipti með hlutabréf hafa legið niðri síðan á fimmtudag í síðustu viku. 14.10.2008 10:03
Unnið að því að endurskipuleggja rekstur SPRON Unnið er að því að endurskipuleggja rekstur SPRON með tilliti til langtímahagsmuna og gjörbreyttu umhverfi fjármálafyrirtækja, segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. 14.10.2008 09:32
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent