Viðskipti innlent

Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 3,5 prósent

MYND/GVA

Seðlabankinn hefur ákveðið að lækka stýrivexti sína um 3,5 prósent og verða þeir því 12 prósent. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Þar segir enn fremur að mikill umskipti hafi orðið í íslenskum þjóðarbúskap undanfarnar vikur. Íslenska bankakerfið hafi ekki staðist þá raun sem erfið markaðsskilyrði og brestur á trausti á veraldarvísu í efnahagsmálum ásamt innlendri áhættusækni hafi skapað.

„Margvísleg störf hafa horfið á augabragði, eftirspurn hnignað og væntingar eru með daufasta móti á alla mælikvarða mælt. Næstu áhrif brota bankalífsins verða erfið og samdráttur verulegur," segir Seðlabankinn.

Þar segir einnig að bankastjórnin hafi átt óformlegar viðræður við aðila vinnumarkaðarins og ýmsa fleiri að undanförnu og yfirfarið þessa alvarlegu stöðu. Niðurstaðan sé sú að lækka stýrivexti um 3,5 prósent nú.

Næsti vaxtaákvörðunardagur er 6. nóvember.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×