Viðskipti innlent

Um 75% af umsvifum Iceland Express er nú erlendis

Fjármálaörðugleikarnir á Íslandi hafa gert það að verkum að um 75% af umsvifum Iceland Express kemur nú erlendis frá. Fyrir ekki svo ýkja löngu voru umsvifin í öfugu hlutfalli, það er 75% voru hér innanlands.

Matthías Imsland forstjóri Iceland Express segir að farþegum erlendis frá og hingað til Íslands hafi fjölgað gífurlega á undanförnum dögum á meðan að fjöldi íslenskra farþega á leið utan hefur minnkað að sama skapi.

"Við höfum verið í öflugu markaðsstarfi erlendis til að kynna Ísland sem ferðamannaland og það hefur borið góðan árangur," segir Matthías. "Við erum ekki bara að auglýsa hve verðlagið hér er hagstætt heldur leggjum líka áherslu á náttúrufegurð landsins og þá staði sem vert er að skoða."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×