Gagnrýnir framgöngu breskra stjórnvalda 14. október 2008 21:32 Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. Í grein á vef Finacial Times fer Gylfi yfir atburði liðinna daga. Hann bendir á að Icesave-reikningar Landsbankans, sem verið hafa bitbein landanna, tengist ríkisstjórn Íslands ekki á nokkurn hátt. Reikningarnir hafi verið stofnaðir í Bretlandi og Hollandi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Gylfi bendir á að vegna falls Landsbankans séu fjármunir sveitarfélaga, góðgerðafélaga, háskóla og lögreglu í Bretlandi í hættu og það væri hörmulegt ef þessir aðilar töpuðu fé. Hann segir að skuldbindingar Íslendinga í málinu ljósar. Samkvæmt íslenskum lögum beri stjórnvöldum að tryggja fyrstu 16.300 pundin á hverjum reikningi en afganginn, allt að 50 þúsund pundum, beri tryggingasjóði innistæða í Bretlandi að tryggja.Icesave augljóst dæmi um mistök á markaði Þá segir Gylfi Icesave-reikninga Landsbankans augljóst dæmi um mistök á markaði. Bankinn hafi boðið upp á reikningana til þess að afla lausafjár en um leið varpað áhættu á íslenskan almenning. Innistæðueigendur Icesave í Bretlandi séu jafnmargir íslensku þjóðinni og þá séu ótaldir innistæðueigendur í öðrum löndum og sömuleiðis sparifjáreigendur í Kaupthing Edge, sams konar reikningum hjá Kaupþingi. Hefði Landsbankinn ekki fallið hefðu innistæðueigendur uppskorið vel en þar sem það hafi ekki tekist hafi miklar byrðar verði lagðar á íslensku þjóðina í nútíð og framtíð. ,,Íslenska þjóðin geldur dýru verði fyrir það að bankarnir brugðust; lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir miklu tapi, peningamarkaðssjóðir hafa þurrkast út og þar með sparnaður stórs hóps. Þúsundir vinnandi manna missa vinnuna, gjaldeyrismarkaðurinn er hruninn og þjóðin horfir fram á hættu á matar- og eldsneytisskorti á næstu vikum," segir Gylfi. Hann beinir því næst spjótum sínum að breskum stjórnvöldum og segir þau hafa ákveðið að ráðast gegn íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi til þess að vernda hagsmuni viðskiptavina Icesave. Til þess hafi stjórnvöld notað hryðjuverkalöggjöf landsins í stað þess að leita samstarfs við íslensk stjórnvöld. ,,Þetta leiddi til þess að eignir töpuðust sem gerir það erfiðaða að bæta innistæðueigendum Icesave tap þeirra að fullu." segir Gylfi.Breska fjármálaeftirlitið hefði getað stöðvað Icesave Gylfi bendir hins vegar á að breska fjármálaeftirlitið hefði getað varað fólk við Icesave, takmarkað starfsemi þess eða lokað henni. ,,Ekkert af þessu var gert. Ástæða þess að bresk stjórnvöld eru svo reið er sú að stjórnvöldin sjálf, það er sveitarfélögin, lögðu hundruð milljóna punda í íslenska banka," segir Gylfi. Hann bætir við: ,,Íslenska þjóðin á ekki að gjalda að óþörfu fyrir afleiðingar ákvarðana sem milljarðarmæringar sem áttu Landsbankann tóku eða vegna reiði bresku ríkisstjórnarinnar." Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Gylfi Zoega, prófessor í þjóðhagfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir Breta fyrir framgöngu þeirra í deilunni við Íslendinga. Hann segir að Íslendingar eigi ekki að þjást af óþörfu vegna ákvarðana miljarðamæringa sem áttu Landsbankann eða vegna reiði Breta. Í grein á vef Finacial Times fer Gylfi yfir atburði liðinna daga. Hann bendir á að Icesave-reikningar Landsbankans, sem verið hafa bitbein landanna, tengist ríkisstjórn Íslands ekki á nokkurn hátt. Reikningarnir hafi verið stofnaðir í Bretlandi og Hollandi á grundvelli laga um Evrópska efnahagssvæðið. Gylfi bendir á að vegna falls Landsbankans séu fjármunir sveitarfélaga, góðgerðafélaga, háskóla og lögreglu í Bretlandi í hættu og það væri hörmulegt ef þessir aðilar töpuðu fé. Hann segir að skuldbindingar Íslendinga í málinu ljósar. Samkvæmt íslenskum lögum beri stjórnvöldum að tryggja fyrstu 16.300 pundin á hverjum reikningi en afganginn, allt að 50 þúsund pundum, beri tryggingasjóði innistæða í Bretlandi að tryggja.Icesave augljóst dæmi um mistök á markaði Þá segir Gylfi Icesave-reikninga Landsbankans augljóst dæmi um mistök á markaði. Bankinn hafi boðið upp á reikningana til þess að afla lausafjár en um leið varpað áhættu á íslenskan almenning. Innistæðueigendur Icesave í Bretlandi séu jafnmargir íslensku þjóðinni og þá séu ótaldir innistæðueigendur í öðrum löndum og sömuleiðis sparifjáreigendur í Kaupthing Edge, sams konar reikningum hjá Kaupþingi. Hefði Landsbankinn ekki fallið hefðu innistæðueigendur uppskorið vel en þar sem það hafi ekki tekist hafi miklar byrðar verði lagðar á íslensku þjóðina í nútíð og framtíð. ,,Íslenska þjóðin geldur dýru verði fyrir það að bankarnir brugðust; lífeyrissjóðir hafa orðið fyrir miklu tapi, peningamarkaðssjóðir hafa þurrkast út og þar með sparnaður stórs hóps. Þúsundir vinnandi manna missa vinnuna, gjaldeyrismarkaðurinn er hruninn og þjóðin horfir fram á hættu á matar- og eldsneytisskorti á næstu vikum," segir Gylfi. Hann beinir því næst spjótum sínum að breskum stjórnvöldum og segir þau hafa ákveðið að ráðast gegn íslenskum fyrirtækjum í Bretlandi til þess að vernda hagsmuni viðskiptavina Icesave. Til þess hafi stjórnvöld notað hryðjuverkalöggjöf landsins í stað þess að leita samstarfs við íslensk stjórnvöld. ,,Þetta leiddi til þess að eignir töpuðust sem gerir það erfiðaða að bæta innistæðueigendum Icesave tap þeirra að fullu." segir Gylfi.Breska fjármálaeftirlitið hefði getað stöðvað Icesave Gylfi bendir hins vegar á að breska fjármálaeftirlitið hefði getað varað fólk við Icesave, takmarkað starfsemi þess eða lokað henni. ,,Ekkert af þessu var gert. Ástæða þess að bresk stjórnvöld eru svo reið er sú að stjórnvöldin sjálf, það er sveitarfélögin, lögðu hundruð milljóna punda í íslenska banka," segir Gylfi. Hann bætir við: ,,Íslenska þjóðin á ekki að gjalda að óþörfu fyrir afleiðingar ákvarðana sem milljarðarmæringar sem áttu Landsbankann tóku eða vegna reiði bresku ríkisstjórnarinnar."
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira