Viðskipti innlent

Sheikh Al-Thani hættir við kaup sín á hlut í Alfesca

Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani var hluthafi í Kaupþingi.
Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani var hluthafi í Kaupþingi.

Samkomulag hefur náðst á milli stjórnar Alfesca og Q Iceland Holding fjárfestingarfélags í eigu Sheikh Mohamed Bin Khalifa Al-Thani, bróður emírsins af Katar, um að falla frá fyrirhugaðri áskrift að 12,6 prósent hlutafjár í Alfesca.

Í tilkynningu um málið segir að þessi ákvörðun sé tekin í ljósi hins óvenjulega fjárhagslega óróa og þeirrar óvissu sem ríkir á hinum íslenska fjármálamarkaði og mikillar veikingar íslensku krónunnar þar til markaðurinn verður stöðugri.

Í bréfi til stjórnar Alfesca hefur hans hátign ítrekað stuðning sinn og áhuga á Alfesca sem langtímafjárfestingu og staðfest vilja sinn til að halda áfram að vinna með félaginu verði tækifæri til þess.

Í ljósi ríkjandi aðstæðna hefur stjórnin ákveðið að fresta aðalfundi félagsins, sem átti að halda mánudaginn 20. október n.k., til þriðjudagsins 18. Nóvember n.k. Nánari upplýsingar varðandi fundinn verða kynntar þegar fram líða stundir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×