Viðskipti innlent

Fagna stýrivaxtalækkun

Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum.
Jóhannes Gunnarsson hjá Neytendasamtökunum.

Stjórn Neytendasamtakanna fagnar ákvörðun Seðlabankans að lækka stýrivexti úr 15,5% í 12%. Neytendasamtökin hefðu viljað meiri lækkun stýrivaxta, en þetta er engu að síður mikilvægt fyrsta skref í vaxtalækkun sem er nauðsynleg fyrir bæði heimili og fyrirtæki.

Að mati samtakanna þarf frekari lækkun vaxta og ætlast þau til að frekari lækkun stýrivaxta gangi tiltölulega hratt fyrir sig.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Neytendasamtakanna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×