Viðskipti innlent

Daily Mail segir ríkisstjórnina íhuga að selja ekki skuldir Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson koma af fundi í viðskiptaráðuneytinu.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson koma af fundi í viðskiptaráðuneytinu.

Því er haldið fram í breska blaðinu Daily Mail að ríkisstjórn Íslands íhugi nú að halda í skuldir Baugs í stað þess að selja þeir í hendur erlendum aðilum.

Bent er á að ríkisstjórnin hafi tekið yfir banka landsins og haft er eftir heimildarmanni sem þekki til málsins, eins og það er orðað, að ríkisstjórnin íhugi að selja ekki skuldir Baugs við bankana. Segir Daily Mail að þær nemi allt að tveimur milljörðum punda, jafnvirði nærri 400 milljarða króna. Enn fremur er því haldið fram að ef af þessu verði geti Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, og Gunnar Sigurðsson forstjóri unnið að því að rétta hag fyrirtækisins við og minnkað skuldir þess.

Daily Mail segir að þrátt fyrir þessar tilraunir geti reynst erfitt að halda Baugi saman. Bent er á að Philip Green hafi flogið til Íslands á dögunum til þess að ræða hugsanleg kaup á skuldum Baugs. Þá hafi önnur félög eins og TPG, Permira og Alchemy einnig áhuga á skuldunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×