Viðskipti innlent

Þrautaganga Seðlabankans

Seðlabanki Íslands gerði ítrekaðir tilraunir fyrr á þessu ári til að auka gjaldeyrisforða þjóðarinnar án árangurs. Erlendir Seðlabankar töldu íslensku bankana vera of stóra.

Tilraunir Seðlabankans á þessu ári til að efla gjaldeyrisvaraforðann hafa gengið brösulega svo vægt sé til orða tekið.

Í mars á þessu ári leitaði bankinn til Seðlabanka á Norðurlöndum, Seðlabanka Evrópu, Englandsbanka, Seðlabanka Bandaríkjanna og Alþjóðgreiðslubankans í Basel í Sviss. Viðbrögð voru almennt jákvæð í fyrstu en síðan var óskað eftir áliti alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnhagsmálum á Íslandi.

Í Apríl var fundað á ný með Englandsbanka og fulltrúm norrænu Seðlabankanna án þess að niðurstaða fengist.

Í maí náðist samkomulag við norrænu Seðlabankana um gjaldmiðlaskiptasamning upp á 1,5 milljarða evra. Auk þess var fundað með Seðlabanka Bandaríkjanna.

Í júlí hóf Seðlabankinn útgáfu skammtímavíxla á Evrópumarkaði til að efla gjaldeyrisforðann en aðstæður á mörkuðum voru hins vegar slæmar.

Í september var leitað til Seðlabanka Bandaríkjanna um skiptasamning en því var neitað.

Aftur var leitað til Bandaríkjamanna í byrjun þessa mánaðar en íslendingar fengu aftur neitun. Fengust þær skýringar að bankakerfið á Íslandi væri of stórt og skiptasamningur myndi ekki skipta máli.

Þá var leitað til Rússa um lán en niðurstaða liggur ekki fyrir í þeim viðræðum. Fáir virðast því hafa haft trú á íslensku efnhagslífi og íslensku krónunni ef marka má erfiðleika Seðlabankans við að verða sér úti um gjaldeyrislán.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×