Viðskipti innlent

Nýi Kaupþing banki stofnaður

Nýi Kaupþing banki hf. hefur formlega verið stofnaður en skilanefnd hefur unnið að stofnun bankans síðan ljóst var að hún tæki yfir rekstur Kaupþings banka.

Benedikt Sigurðsson upplýsingafulltrúi Kaupþings hafði litlar upplýsingar um stofnun hins Nýja banka þegar Vísir hafði samband. Ekki liggur því fyrir hver verður forstjóri bankans, hverjir sitja í stjórn eða hve mörgum starfsmönnum bankans verður sagt upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×