Viðskipti innlent

Finnskir viðskiptavinir Kaupþings fá innistæður sínar greiddar

Fjármálaeftirlitið hér á landi og í Finnlandi hafa komist að samkomulagi sem felst í því að innistæðueigendur í Kaupþingi í Finnlandi fái peninga sína endurgreidda ásamt vöxtum.

Þetta kemur fram á fréttavef finnska ríkisútvarpsins og er þar vitnað til tilkynningar frá finnska fjármálaeftirlitinu. Það eru bankarnir Nordea, OP-Pohjola Group og Sampo sem fjármagna þessar endurgreiðslur og því þarf hvorki innistæðusjóður né finnska ríkið að greiða viðskiptavinum Kaupþings þar í landi.

Alls námu innistæðurnar í Kaupþingi 100 milljónum evra, um 15 milljörðum króna, og voru viðskiptavinir um tíu þúsund. Búist er við að fólkið fái fjármunina endurgreidda þegar finnska þingið hefur lagt blessun sína yfir gjörninginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×