Viðskipti innlent

VBS vill að staðið verði við gerða samninga vegna kröfu SÍ

VBS fjárfestingarbanki hf (VBS) hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu Seðlabanka Íslands á hendur fjármálafyrirtækjum um auknar tryggingar. Segir VBS að verði staðið við gerða samninga er eigið fé VBS ekki í hættu vegna þessa. En vanefndir á samningnum af hálfu mótaðila VBS hefðu neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu félagsins.

VBS fjárfestingarbanki hf (VBS) hefur átt endurhverf viðskipti af tvennum toga:

Annarsvegar á grundvelli skuldabréfs að fjárhæð 15 milljarðar kr. sem gefið var út af Landsbankaanum. Í samningi milli VBS og Landsbankans um kaup bréfsins er sérstakt ákvæði sem heimilar VBS að skuldajafna milli aðila. VBS hefur fyrir nokkru sent tilkynningu til Landsbanka þar sem lýst er yfir skuldajöfnun, en skuld VBS við Landsbanka Íslands hf. var hærri á skuldajöfnunardegi en skuld Landsbankans við VBS skv. Framangreindu skuldabréfi.

Hinsvegar á grundvelli skuldabréfs útgefnu af Kaupþingi að fjárhæð 125.000.000 dollara eða 12,5 milljarða kr. sem sá síðarnefndi lánaði VBS gegn tryggingu í reiðufé og víxli útgefnum af VBS. VBS hefur nú, í ljósi breytinga á frádragi af umræddu bréfi í veðlánum við Seðlabanka, óskað eftir því að Kaupþing skili umræddu skuldabréfi gegn afhendingu þeirra trygginga sem VBS lét af hendi. Þetta er heimilt með eins dags fyrirvara skv. samningi þeim sem gerður var um lánið á bréfinu. Ekkim var um eiginleg kaup VBS að ræða á framangreindu skuldabréfi útgefnu af Kaupþingi banka hf. og er krafa VBS því eingöngu um skil á tryggingum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×