Viðskipti innlent

Viðskiptavakt með Atlantic Petroleum hætt í kauphöllinni

Atlantic Petroleum sendi frá sér tilkynningu í dag að Eik Banki hefði hætt viðskiptavakt með hlutabréf félagsins í kauphöllinni.

Í tilkynningunni segir að þetta sé gert vegna óstöðuleikans á markaðinum á Íslandi. Eik Banki treysti sér ekki lengur til að standa að öruggum viðskiptum með hlutabréf félagsins. Eftir sem áður geta fjárfestar verslað með bréf félagsins í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Wilhelm Petersen segir að það sé leitt að kringumstæðurnar séu slíkar fyrir fjárfesta og hlutafjáreigendur í félaginu. Hann bendir hinsvegar á að þeir geti áfram verslað með hluti sína í Kaupmannahöfn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×