Fjármálaeftirlitin vildu Icesave í dóttufélag 18. október 2008 12:16 Bæði breska og íslenska fjármálaeftirlitið vildu að Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi yrðu færðir í sérstakt dótturfélag í stað þess að það væri útibú bankans hér á landi. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Halldór fór yfir málefni Icesave sem er mikið bitbein milli Íslendinga og Breta þessa dagana. Óttast menn að mörg hundruð milljarðar króna lendi á íslenska ríkinu vegna þeirra. Halldór er sagður hugmyndafræðingurinn á bak við þá reikninga. Hann sagði að Landsbankinn hefði hafið töku innlána í Bretlandi árið 2003. Þá hefði hann verið með jafnræði milli innlána og útlána í banka sínum, Heritable. Árið 2006 hafi íslenska bankakerfið svo gengið í gegnum erfiðleika vegna gagnrýni að utan. Þá hafi Landsbankamenn farið í endurskoðun á sinni starfsemi og tekið þá ákvörðun að þeir þyrftu að vera minna háðir lánum á alþjóðamörkuðum en að besta leiðin til að styrkja stöðuna væri að hefja töku innlána. Sú stefnumörkun hafi verið skynsamleg fyrir íslensku bankana. Þegar lausafjárkreppan hefði hafið innreið sína mætti segja að áhrif hennar hafi orðið meiri hér vegna þess að einum bankanna hefði ekki tekist að tryggja sér nægilegt langtímafjármagn í gegnum innlán. Hann væri þó ekki að ásaka neinn. Halldór fór yfir samskipti bankans við íslenska og breska fjármálaeftirlitið vegna Icesave. Sagði hann að í mars á þessu ári hefðu ákveðnir aðilar reynt að skortselja íslensku banakana en þeir hefðu hrundið því áhlaupi. Í kjölfar þess hefði verið rætt við yfirvöld í Bretlandi sem hefðu farið fram á það að bankinn gripi til aðgerða til að styrkja stöðu sína. Varð það að niðurstöðu að hann myndi leggja meira lausafé í starfsemi Icesave auk þess sem bankinn myndi ekki markaðssetja reikninginn af krafti heldur minnka innistæður og draga þannig úr áhættu. Sagði Halldór að reikningurinn hefði verið 20 prósent lægri í lokin en þegar hann hefði verið mestur. Breska fjármálaeftirlitið hefði svo í júlí farið fram á það að stofnað yrði dótturfélag um Icesave-reikninginn í Bretlandi. Eftirlitið hefði framkvæmt reglubundna úttekt á bæði Icesave og Heritable-bankanum í sumar. Engar athugasemdir hefðu borist nema þær að passa ætti upp á lausafjárstýringu samstæðunnar. Halldór sagði að Landsbankamenn hefðu viljað gera Icesave að dótturfélagi í tveimur skrefum en ekki hefði náðst samkomulag um málið í tæka tíð. Þá sagði Halldór að íslenska fjármálaeftirlitð hefði fylgst með þróun mála og hvatt til þess að stofnað yrði dótturfélag vegna Icesave. Enn fremur sagði Halldór að um mánaðamótin september/október hefði breska fjármálaeftirlitð boðið upp á flýtileið vegna Icesave en það hefði ekki náðst. Þá kom fram í Markaðnum í morgun í máli Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að málefni Icesave hefðu verið rædd á fundi hans og Alistairs Darling fjármálaráðherra í Bretlandi í byrjun september. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Bæði breska og íslenska fjármálaeftirlitið vildu að Icesave-reikningar Landsbankans í Bretlandi yrðu færðir í sérstakt dótturfélag í stað þess að það væri útibú bankans hér á landi. Þetta kom fram í máli Halldórs J. Kristjánssonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í Markaðnum á Stöð 2 í morgun. Halldór fór yfir málefni Icesave sem er mikið bitbein milli Íslendinga og Breta þessa dagana. Óttast menn að mörg hundruð milljarðar króna lendi á íslenska ríkinu vegna þeirra. Halldór er sagður hugmyndafræðingurinn á bak við þá reikninga. Hann sagði að Landsbankinn hefði hafið töku innlána í Bretlandi árið 2003. Þá hefði hann verið með jafnræði milli innlána og útlána í banka sínum, Heritable. Árið 2006 hafi íslenska bankakerfið svo gengið í gegnum erfiðleika vegna gagnrýni að utan. Þá hafi Landsbankamenn farið í endurskoðun á sinni starfsemi og tekið þá ákvörðun að þeir þyrftu að vera minna háðir lánum á alþjóðamörkuðum en að besta leiðin til að styrkja stöðuna væri að hefja töku innlána. Sú stefnumörkun hafi verið skynsamleg fyrir íslensku bankana. Þegar lausafjárkreppan hefði hafið innreið sína mætti segja að áhrif hennar hafi orðið meiri hér vegna þess að einum bankanna hefði ekki tekist að tryggja sér nægilegt langtímafjármagn í gegnum innlán. Hann væri þó ekki að ásaka neinn. Halldór fór yfir samskipti bankans við íslenska og breska fjármálaeftirlitið vegna Icesave. Sagði hann að í mars á þessu ári hefðu ákveðnir aðilar reynt að skortselja íslensku banakana en þeir hefðu hrundið því áhlaupi. Í kjölfar þess hefði verið rætt við yfirvöld í Bretlandi sem hefðu farið fram á það að bankinn gripi til aðgerða til að styrkja stöðu sína. Varð það að niðurstöðu að hann myndi leggja meira lausafé í starfsemi Icesave auk þess sem bankinn myndi ekki markaðssetja reikninginn af krafti heldur minnka innistæður og draga þannig úr áhættu. Sagði Halldór að reikningurinn hefði verið 20 prósent lægri í lokin en þegar hann hefði verið mestur. Breska fjármálaeftirlitið hefði svo í júlí farið fram á það að stofnað yrði dótturfélag um Icesave-reikninginn í Bretlandi. Eftirlitið hefði framkvæmt reglubundna úttekt á bæði Icesave og Heritable-bankanum í sumar. Engar athugasemdir hefðu borist nema þær að passa ætti upp á lausafjárstýringu samstæðunnar. Halldór sagði að Landsbankamenn hefðu viljað gera Icesave að dótturfélagi í tveimur skrefum en ekki hefði náðst samkomulag um málið í tæka tíð. Þá sagði Halldór að íslenska fjármálaeftirlitð hefði fylgst með þróun mála og hvatt til þess að stofnað yrði dótturfélag vegna Icesave. Enn fremur sagði Halldór að um mánaðamótin september/október hefði breska fjármálaeftirlitð boðið upp á flýtileið vegna Icesave en það hefði ekki náðst. Þá kom fram í Markaðnum í morgun í máli Jóns Þórs Sturlusonar, aðstoðarmanns Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, að málefni Icesave hefðu verið rædd á fundi hans og Alistairs Darling fjármálaráðherra í Bretlandi í byrjun september.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira