Fiskverkun beðin um að opna bankareikning á Bahamaeyjum 20. október 2008 11:06 Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. Útflytjendur á Íslandi eru nú að reyna að fá greitt fyrir afurðir sínar erlendis eftir óhefðbundnum leiðum. Vísir.is hefur heimildir fyrir því að einn af viðskiptavinum fiskverkunar hérlendis hafi beðið verkunina um að stofna reikning á Bahamaeyjum svo hann gæti komið skuld sinni í hendur verkunarinnar og keypt meir af fiski frá Íslandi. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að ástandið sé að verða gersamlega óþolandi. „Þá á ég ekki bara við um þá erfiðleika sem eru á greiðslumiðluninni með gjaldeyrinn heldur þær greiðslur sem frusu inni í bönkum erlendis þegar bankarnir hér féllu. Þar erum við að tala um upphæðir sem skipta milljörðum króna," segir Friðrik. „Það er ljóst að útgerðir geta ekki beðið mikið lengur eftir að málin komast í lag. Hér heima verða þær að sjálfsögðu að standa skil á launum og öðrum rekstarkostnaði. Það verður erfitt án lánafyrirgreiðslu ef ekki er hægt að fá greiðslur fyrir afurðirnar ytra." Friðrik segir ennfremur að menn séu að reyna sitt besta með því að beina greiðslum frá t.d. Bretlandi til Noregs og Danmerkur. Það sé ekki langtímalausn enda þurfi að borga álag á slíkar millifærslur. Indriði Ívarsson, sölustjóri hjá Ögurvík, segir að menn þar séu í biðstöðu. „Við höfum beðið viðskiptavini okkar í Bretlandi að halda að sér höndum með greiðslur til okkar meðan þetta ástand varir," segir Indriði. „En það er ljóst að við getum ekki beðið endalaust." Indriði segir að um þrjá aðila í Bretlandi sé að ræða og upphæðin sem þeir eigi eftir að fá greidda sé umtalsverð. „Þetta getur ekki gengið lengi án þess að við neyðumst til að stöðva skip okkar og senda mannskapinn heim," segir Indriði. „Við þurfum að geta staðið skil á launagreiðslum og öðrum rekstrarkostnaði eins og olíu. Ef við getum ekki fengið greitt fyrir afurðir okkar blasir við að allt stoppar." Indriði segir að það létti aðeins undir að birgðastaðan í Bretlandi er góð. Hins vegar megi búast við að markaðir þar tapist ef ekki tekst að koma málum í lag á næstu dögum. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Útflytjendur á Íslandi eru nú að reyna að fá greitt fyrir afurðir sínar erlendis eftir óhefðbundnum leiðum. Vísir.is hefur heimildir fyrir því að einn af viðskiptavinum fiskverkunar hérlendis hafi beðið verkunina um að stofna reikning á Bahamaeyjum svo hann gæti komið skuld sinni í hendur verkunarinnar og keypt meir af fiski frá Íslandi. Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að ástandið sé að verða gersamlega óþolandi. „Þá á ég ekki bara við um þá erfiðleika sem eru á greiðslumiðluninni með gjaldeyrinn heldur þær greiðslur sem frusu inni í bönkum erlendis þegar bankarnir hér féllu. Þar erum við að tala um upphæðir sem skipta milljörðum króna," segir Friðrik. „Það er ljóst að útgerðir geta ekki beðið mikið lengur eftir að málin komast í lag. Hér heima verða þær að sjálfsögðu að standa skil á launum og öðrum rekstarkostnaði. Það verður erfitt án lánafyrirgreiðslu ef ekki er hægt að fá greiðslur fyrir afurðirnar ytra." Friðrik segir ennfremur að menn séu að reyna sitt besta með því að beina greiðslum frá t.d. Bretlandi til Noregs og Danmerkur. Það sé ekki langtímalausn enda þurfi að borga álag á slíkar millifærslur. Indriði Ívarsson, sölustjóri hjá Ögurvík, segir að menn þar séu í biðstöðu. „Við höfum beðið viðskiptavini okkar í Bretlandi að halda að sér höndum með greiðslur til okkar meðan þetta ástand varir," segir Indriði. „En það er ljóst að við getum ekki beðið endalaust." Indriði segir að um þrjá aðila í Bretlandi sé að ræða og upphæðin sem þeir eigi eftir að fá greidda sé umtalsverð. „Þetta getur ekki gengið lengi án þess að við neyðumst til að stöðva skip okkar og senda mannskapinn heim," segir Indriði. „Við þurfum að geta staðið skil á launagreiðslum og öðrum rekstrarkostnaði eins og olíu. Ef við getum ekki fengið greitt fyrir afurðir okkar blasir við að allt stoppar." Indriði segir að það létti aðeins undir að birgðastaðan í Bretlandi er góð. Hins vegar megi búast við að markaðir þar tapist ef ekki tekst að koma málum í lag á næstu dögum.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira