Fleiri fréttir

Hávaxtamyntir fengu skell

Fátt liggur fyrir um skell krónunnar í dag annað en hugsanlegt fall hávaxtamynta. Seðlabankinn segir fáar skýringar á fallinu en Glitnir segir hávaxtamyntir hafa fengið skell.

Krónan tók sveig niður

Krónan veiktist um 2,7 prósent á síðustu tveimur klukkustundum viðskiptadagsins í dag eftir styrkingu framanaf. Gengisvísitalan, sem hafði legið framanaf undir 169 stigum fór í 176,6 stig síðla dags.

Atlantic Petroleum leiddi hækkanahrinu dagsins

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum rauk upp um 11,26 prósent í Kauphöllinni í dag. Exista hækkaði um 7,6 prósent og gengi viðskiptabankanna um 4,6 til 3,22 prósent. Mest hækkaði gengi bréfa í Glitni en minnst í Kaupþingi.

Enn hækkar DeCode

Gengi hlutabréfa í DeCode hækkaði um tæp 25 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag. Það þarf að hækka um 89 prósent til að komast í einn dal á hlut.

Skipt um forstjóra hjá EJS

Magnús S. Norðdahl hefur verið ráðinn nýr forstjóri EJS ehf. Jón Viggó Gunnarsson, fyrrum forstjóri EJS ehf., dótturfélags Teymis, hefur óskað eftir því að láta af störfum. Félagið þakkar honum góð störf og óskar velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Telur jafnvægisgengi krónunnar á bilinu 135-145

Greining Glitnis telur að jafnvægisgengi krónunnar á næstu árum muni liggja á bilinu 135-145. Sem stendur er gengisvísitalan í um 170 stigum. Fjallað er um gengið í Morgunkorni greiningarinnar.

Exista rýkur upp annan daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 9,42 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í morgun. Á eftir fylgir gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, sem hefur hækkað um 8,28 prósent og Kaupþingi, sem hefur hækkað um 3,64 prósent. Þá hefur gengi Glitnis hækkað um 3,35 prósent og Spron um 3,3 prósent.

Krónan styrkist hratt

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,1 prósent og liggur gengisvísitalan við 170 stigin. Bandaríkjadalur kostar nú 89,3 krónur en hann hefur staðið í rúmum 90 krónum í tæpan hálfan mánuð.

Glitnir og Byr staðfesta samrunaviðræður

Glitnir banki og Byr sparisjóður hf. hafa staðfest með formlegri tilkynningu til Kauphallarinnar að félögin hafi ákveðið að hefja samrunaviðræður. Í því felst einnig að stjórnir félaganna hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningar á meðan viðræður standa yfir. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og auðið er eins og segir í tilkynningunni.

Sheik Mohammed Bin Khalifa Al-Thani kaupir 5 prósent í Kaupþingi

Eignarhaldsfélag Sheikh Mohammed Bin Khalifa Al-Thani, Q Iceland Finance ehf, hefur keypt 5,01% hlut í Kaupþingi banka hf. Q Iceland Finance keypti alls 37,1 milljón hluta á genginu 690 kr. á hlut og verður þar með þriðji stærsti hluthafi bankans.

IMF segir Íslendinga öfundsverða

Íslendingar eru öfundsverðir segir í nýrri umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir að íslenska hagkerfið standi á erfiðum tímamótum eftir langt vaxtaskeið sé stjórnsýsla traust, markaðir opnir og sveigjanlegir og náttúruauðlindir miklar og vel nýttar.

FME fær auknar heimildir til að banna skortsölu

Í viðskiptaráðuneytinu hefur verið ákveðið að gera breytingar á reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik sem miða að því að styrkja heimildir Fjármálaeftirlitsins til að setja skorður eða banna skortsölu.

Búist við sameiningu Byrs og Glitnis á næstu dögum

Búist er við að sameining Glitnis og sparisjóðsins Byrs verði tilkynnt um eða eftir helgi. Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Byrs um að verða að hlutafélagi, en það var megin forsenda þess að samruni þessara bankarisa yrði að veruleika.

Fasteignamarkaðurinn aðeins að rétta úr kútnum

Velta á fasteignamarkaði stígur upp á við Þinglýst var 90 kaupsamningum á höfuðborgarsvæði vikuna 12.-18. september, þar af 51 samningur í Reykjavík, samkvæmt Fasteignamati ríkisins.

Exista hækkaði um 17,3%

Exista toppaði mikla hækkanahrinu í Kauphöllinni í dag með hækkun upp á 17,3 prósent. Gengi bréfa í Spron hækkaði um 10 prósent, Færeyjabanka um 8,8 prósent en í Atlantic Petroleum og Atorku um sex prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Glitni um 5,44 prósent og í Bakkavör um 5,33 prósent.

Niðursveiflan erlendis kom við kaunin á lífeyrissjóðum

Lífeyrissjóðir á Íslandi fara ekki varhluta af þeim óróa sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum erlendis að undanförnu. Hinsvegar telja forráðamenn tveggja stærstu sjóðanna að þótt óróinn komi við kaunin hjá þeim sé það ekki umfram það sem gengur og gerist hjá öllum öðrum sem fjárfest hafa í erlendum bréfum og sjóðum.

DeCode stígur upp af botninum

Gengi hlutabréfa í DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hækkaði um 17,5 prósent í upphafi viðskiptadagsins á Nasdaq-markaðnum í dag og er það komið úr lægsta gengi.

Hlutabréf hækka og krónan styrkist

Gengi hlutabréfa í Existu hefur hækkað um 13,5 prósent frá í morgun, langmest félaga í Kauphöllinni í dag. Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,9 prósent á sama tíma.

Verulegur bati á vöruskiptum við útlönd

Verulegur bati hefur orðið á vöruskiptum við útlönd það sem af er ári eftir mikinn vöruskiptahalla árin á undan. Ræður þar miklu stóraukin álframleiðsla, enda lætur nærri að nú séu framleidd 65 þúsund tonn áls hérlendis í mánuði hverjum, sem jafngildir u.þ.b. 780 þúsund tonna framleiðslugetu á ári.

Mjög jákvæð umsögn um Ísland hjá Moody´s

Moody´s gefur Íslandi mjög jákvæða umsögn í rökstuðningi sínum fyrir því að halda láshæfismati sínu á ríkissjóði óbreyttu í Aa1 fyrir langtímaskuldbindingar eins og greint var frá í gær.

Exista rauk upp um 14,4 prósent

Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um rúm 14,4 prósent í mikilli uppsveiflu í Kauphöllinni í byrjun dags. Gengi flestra annarra fjármálafyrirtækja hefur rokið upp um allt að 6,5 prósent.

Keilir kaupir fimm nýjar kennsluvélar á 200 milljón kr.

Flugakademía Keilis hefur keypt fimm nýjar kennsluvélar. Kaupverð vélanna, tæpar 200 milljónir króna, er að mestu fjármagnað af seljanda ásamt Bank Austria. Möguleiki er á að bæta öðrum 5 vélum við samninginn árið 2009.

Krónan styrkist í byrjun dags

Gengi krónunnar hefur styrkst um 1,6 prósent í dag og stendur gengisvísitalan í 173 stigum. Krónan hefur veikst sex daga í röð með einstaka styrkingu innan dags.

deCODE lækkar áfram

Gengi hlutabréfa í deCODE, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, hélt áfram að lækka í gær og er nú komið niður í fjörutíu sent á hlut.

Enn falla bréfin í DeCode

Gengi hlutabréfa í líftæknifyrirtækinu DeCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar, féll um 4,76 prósent á Nasdaq-markaðnum í Bandaríkjunum í dag og endaði í 40 sentum á hlut. Það hefur aldrei verið lægra.

Fjárfestar kættust vestanhafs

Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán.

Niðursveifla í rúmt ár

„Niðursveiflan er rétt nýhafin,“ segir Jón Bjarki Bentsson, sérfræðingur Greiningar Glitnis og kveður hana munu standa út þetta og næsta ár líka.

Eimskip komið undir fimm kallinn

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 8,6 prósent í dag og endaði í 4,35 krónum á hlut. Það hefur fallið um fimmtíu prósent á einni viku. Þetta er langmesta fall dagsins. Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélag álversins á Grundartanga, um 8,18 prósent en það er mesta hækkun dagsins.

FME segir kröfur hérlendis á Lehman vera 24 milljarða kr.

Samkvæmt upplýsingum sem Fjármálaeftirlitið hefur aflað frá viðskiptabönkunum hérlendis er samtala brúttó krafna þeirra á Lehman Brothers og tengda aðila samtals 182,6 milljónir evra eða rúmlega 24 milljarðar kr. sem samsvarar 1,8% af heildareiginfjárgrunni bankanna.

DeCode afskráð ef gengið fer ekki upp fyrir einn dal

Nasdaq verðbréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum mun að líkindum afskrá móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ef því tekst ekki að hífa gengi á hlutabréfum í fyrirtækinu upp fyrir einn dollara á hlut.

Segir krónuna líkjast korktappa á úthafi

Greining Glitnis segir að líklega hafi líking krónu við fljótandi korktappa á úthafi aldrei átt jafn vel við og nú en það eru fyrst og fremst straumar og sviptivindar að utan sem eru ástæður þessarar miklu veikingar krónunnar undanfarna daga.

Færeyingar efstir og neðstir

Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um 4,85 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féll gengi bréfa í Færeyjabanka um 2,28 prósent.

Sjá næstu 50 fréttir