Viðskipti innlent

IMF segir Íslendinga öfundsverða

Íslendingar eru öfundsverðir segir í nýrri umfjöllun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þrátt fyrir að íslenska hagkerfið standi á erfiðum tímamótum eftir langt vaxtaskeið sé stjórnsýsla traust, markaðir opnir og sveigjanlegir og náttúruauðlindir miklar og vel nýttar.

Sjóðurinn bendir á að íslensk stjórnvöld þurfi að draga úr áhættu, sér í lagi í bankastarfsemi. Þá telur sjóðurinn að raungengi íslensku krónunnar sé undir jafnvægisgengi og til að stemma stigu við frekari gengislækkun sé ekki hægt að lækka stýrivexti.

Sjóðurinn hvetur íslensk stjórnvöld til að breyta íbúðalánasjóði og að auka gagnsæi í atvinnulífinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×