Viðskipti innlent

Mjög jákvæð umsögn um Ísland hjá Moody´s

Moody´s gefur Íslandi mjög jákvæða umsögn í rökstuðningi sínum fyrir því að halda láshæfismati sínu á ríkissjóði óbreyttu í Aa1 fyrir langtímaskuldbindingar eins og greint var frá í gær.

Moody´s telur að íslenska ríkið geti ráðið við neyðarástand á hvaða sviði sem er þar á meðal í bankageiranum og að áhættan á verulegum vandræðum sé lítil.

Þá kemur fram í rökstuðningum að Ísland sé í jákvæðri stöðu samanborið við margar aðrar þjóðir sem hafa lánshæfismatið Aa. Nefnir Moody´s m.a. í því sambandi mikinn efnahagsstyrk þjóðarbúsins og trautar stofnanir þess.

Skuldir þjóðarbúsins séu litlar og lífeyrissjóðakerfið sé nær að fullu fjármagnað. Þá hafi efnahagslíf landsins sýnt að það er óvenjulega sveigjanlegt og geti vel staðið af sér áföll.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×