Viðskipti innlent

DeCode afskráð ef gengið fer ekki upp fyrir einn dal

Nasdaq verðbréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum mun að líkindum afskrá móðurfélag Íslenskrar erfðagreiningar, ef því tekst ekki að hífa gengi á hlutabréfum í fyrirtækinu upp fyrir einn dollara á hlut.

Gengi deCode bréfanna hélt áfram að lækka í gær og fór niður í rúm 48 sent á hlut á mörkuðum vestanhafs. Samtals hefur það fallið um 86 prósent frá áramótum.

Viðskiptablaðið greinir frá því að Nasdaq sendi út viðvörun ef gengi í fyrirtækjum skráðum þar er undir einum dollar þrjátíu daga í röð. Þá hefur viðkomandi fyrirtæki 180 daga til að bregðast við en á ella á hættu að vera afskráð.

Þá segir blaðið að greinendur séu sammála um að óvissa ríki um endurfjármögnun félagsins. Staðan kunni þó að skýrast þegar uppgjör þriðja ársfjórðungs ligur fyrir. Sérfræðingar, sem Viðskiptablaðið vísar til gera ráð fyrir að árleg lausafjárþörf deCode sé 40 til 60 milljónir á ári.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×