Viðskipti innlent

FME að skoða hvort setja eigi hömlur á skortsölur

Til greina kemur að setja hömlur á svokallaðar skortsölur hér á landi. Nefnd á vegum fjármálaeftirlitsins skoðar nú málið.

Engar sérstakar reglur gilda um skortsölur hér á landi en nefndinni er ætlað að komast að því hvort ástæða sé til að setja umgjörð um slík viðskipti. Forstjóri fjármálaeftirlitsins segir að erfitt sé að fullyrða í hversu miklum mæli skortsala sé stunduð hér á landi, en hann hafi hingað til ekki orðið var við miklar áhyggjur markaðsaðila.

Skortsala gengur þannig fyrir sig að verðbréfasali fær lánuð hlutabréf, veðjar svo á verðfall og selur hlutabréfin. Falli hlutabréfaverð kaupir skortsalinn bréfin tilbaka á lægra verði en hann seldi og skilar svo hlutabréfunum til eigenda þeirra og greiðir fyrir lánið.

Framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja telur að við núverandi ástand hér á landi sé óþarft að hafa áhyggjur af skortsölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×